Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 41

Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 41
F A L K I N N 41 343 mannsandlit, og voru 'þó mörg horfin þaðan þá. Á kirkjunni voru 316 gluggar. Helgitrú Ólafs Haraldssonar fór vaxandi með ári hverju eftir dauða hans og mun hafa orðið mest á dög- um Eysteins biskups. Og að sama skapi óx kirkjuvaldið. Ólafur varð einskonar andlegur konungur og um nokkurt skeið urðu Noregskonungar að taka ríki sitt „að ljeni“ af hon- um, annars hlutu þeir ekki náð í kirkjunnar augum og voru bann- færðir. Fjöldi pílagríma streymdi í Niðarós úr öllum áttum til að fá bót meina sinna og öðlast sálufrið og fólk gaf óspart fyrir sálu sinni. Auk þess var skattur til Ólafs helga um allan Noreg og úr Svíþjóð kom kirkjunni einnig fje. Þá leyfði páf- inn að selja aflát til ágóða fyrir kirkjuna og er elsta aflátsbrjcfið sem menn vita um frá 1292. Það hafa þvi ekki verið smáræðis tekjur, sem kirkjunni áskotnuðust enda þurfti mikils með. En ekki átti það fyrir kirkjunni að liggja, að standa lengi i þeim ljóma, sem hún var í og ef gömlu múrarnir frá tíð Eysteins biskups mættu mæla, kynnu þeir frá mörgu mótlæti að segja. Kirjan hefir orðið fyrir mörgu áfallinu síðan, hún hefir brunnið margsinnis, verið rænd og rupluð og legið í vanhirðu árum sainan. Niður- læging hennar fór samfara þjóðern- islegri niðurlægingu Norðmanna. Árið 1328 brann kirkjan í fyrsta skifti. Alt trjevirki „gereyddist og sömuleiðis margir steinstöplar og klukkur, súlur og steinbogar uppi og niðri og margir dýrgripir". Hjet þá erkibiskup á landslýð allan að leggja fram fje til endurbyggingar. „Var beðið fyrir kirkjunni um land alt og gáfust miklar gjafir“, segir í islensk- um ritum og má af þvi sjá að sam- skota hefir einnig verið leitað hjer á landi. Við endurbygginguna hefir kirkjunni vcrið breytt nokkuð að inn- an. Hún var mörg ár i smiðum og var það mest að kenna þáverandi erkibiskupi, sem dró sjer fje það, * sem gefið var til kirkjunnar. Fjórt- ánda öldin var óhagstæð, uni miðja öldina gekk svarti dauðinn i Noregi og hallæri kom oft. Var þó altaf ver- ið að dytta að kirkjunni alla þá öld. En 1432 sló eldingu niður í kirkjuna og brann liún þá i annað sinn, en þá sat dugandi crkibiskup, Áslákur Bolt í Niðarósi og var kirkjan end- urbætt að kalla á 11 árum. Árið 1449 fór í fyrsta sinni fram konungskrýn- ing í kirkjunni, krýndi Bolt þá Karl Knútsson Svíakonung. Vera má að kirkjan hafi brunnið í þriðja skifti urn 1450, því 1453 er hún talin mjög illa útleikin og hafði þá verið stolið ýmsum dýrgripum hennar, enda var erkibiskupslaust í Niðar- ósi 1450—53. 5. maí 1531 brann kirkjan enn, þá var Ólafur Engil- breklsson erkibiskup og breytti hann ýmsu í kirkjunni. Eftir siðaskiftin hnignaði kirkjunni mjög. Árið 1552 var turninn orðinn svo hrörlegur að ekki var þorandi að hringja klukk- unum. Var þá byrjað að dytta að kirkjunni, en árið 1564 lenti Norð- inönnum með Dönum í ófriði við Svía og lögðu þeir undir sig Þrænda- lög og tóku Niðarós. Segir sagan að sænska riddaraliðið hafi notað kirkj- una fyrir hesthús. Er þeir fóru aftur tóku þeir með sjer lik Ólafs helga, en þreyttust á að flytja það og grófu það því í Stjórdal, en hjálmi Ólafs og sporum rændu þeir úr kirkjunni og höfðu með sjer til Svíþjóðar og eru þessir munir enn á þjóðmenja- safninu í Stokkhólmi. Lík Ólafs var flutt í Niðarós aftur og lagt í múr- aða gröf. Árið 1585 var dómkirkjan jafn- framt gérð að sóknarkirkju fyrir hálfan Niðarós og bjargaði það henni frá algerðri eyðileggingu, því þegar messað var i kirkjunni að stað- aldri neyddust menn til að halda borg, fyrstu kirkjuna, sem reist var í gotneskum stil i Englandi og mun hafa þótt þessi stíll miklu fegurri en hinn rómanski. Hann ákveður því að gera kirkjuna iniklu tignarlegri en ætlað var í fyrstu og taka upp got- neska stílinn. Þessa gætir í skrúð- húsinu, sem er bygt í rómönskum stíl, en oddbogar í hvelfingunum. — Nú var ákveðið að rifa langkórinn — gömlu kirkjuna — og byggja upp aftur með gotnesku sniði. Var fyrst rifinn hákór gömlu kirkjunnar og reistur i staðinn áttstrendur kór í gotneskum stil. Altarið var alt á sama stað og i fyrstu kirkjunni en var stækkað og gólfið hækkað. Kringum altarið voru átta grannar súlur, sín með hverju sniði og á þeim hvildu efri hæðirnar. En umhverfis átt- strendinginn var sjöstrendingur og út úr honum þrjár stúkur. í einni súlunni í þessum hring var Ólafs- brunnurinn, 18% álna djúpur. Því næst var langkórinn rifinn og bygður aftur í gotneskum stíl, var hann gerður breiðari en áður og þrískipa. Var miðskipið jafnstórt og langhúsið í Ólafskirkju kyrra hafði verið, en hliðarskipin aðeins 4 álna breið. í stað veggsins milli hákórs- ins og langkórsins voru settar súl- ur og bogar neðan úr gólfi og upp í mæni og er þessi bogagrind einna fegursli hluti dómkirkjunnar. Nokkr- ar breytingar voru og gerðar á þver- húsinu. Sennilega hefir ekki annað en nokkuð af áttstrendingnum verið bú- ið, auk þverhússins og skrúðhúss- ins, þegar Eysteinn biskup dó. En hann hefir ráðið inestu um hveruig smíðinni skyldi hagað og má því dómkirkjan teljast hans verk frem- ur en nokkurs annars. Kirkjubygg- ingunni hefir verið lokið fyrir 1220, því þá var Snorri Sturluson i Niðar- ósi og má ráða af orðum hans að kirkjan hafi þá verið fullgerð. En langhúsið, sem ekkert er eftir af nú var í rómönskum stíl. Var það bygt að nýju i gotneskum stíl og var gert bæði breiðara og lengra en það fyrra. Bygging þess byrjaði 1248 og mun hafa verið lokið um 1300. Var þá komin upp sú kirkja, sem að mestu stendur enn og i aðgerð þeirri sem nú fer fram á kirkjuúni, er sem mest reynt að halda því formi í smáu og stóru sem kirkjan hafði um 1300. Hafði hún þá verið í smíðum frá 1152. Veggirnir eru víða óbreyttir frá þeim tíma, en allur sá sægur af höggnum listaverkum og öðru smálegu sem var i kirkjunni er að miklu leyti horfið þaðan. Kirkjan er 162% álna löng frá austri til vesturs og þverhúsið 81 al- in frá norðri til suðurs. Veggirnir eru svokallaðir kistumúrar, hlaðnir úr höggnuin steini utan og innan en fylt á milli með möl og kalki. Róm- önsku múrarnir eru alin þykkari en þeir gotnesku. Hleðslurnar eru mest part úr telgjusteini; er hann auð- högginn, vegna þess hve mjúkur hann er, og hefir mikið verið notað- ur í höggmyndir þær, er kirkjan var prýdd. Súlnaliöfuð öll voru fag- urlega úthöggin og trévirki skorið. Undir þakskegginu var urmull af út- höggnum mannsandlitum, er áttu er áttu að sýna mismunandi sálarástand manna, eða þá ákveðna menn. Það hefir tekið æfalangan tima að gera öll þessi listaverk, miklu lengri en sjálf kirkjusmiðin tók; má sjá þetta af mismunandi stilgerð listaverk- anna. Sem dæmi þess hvílík vinna liggur í kirkjunni má nefna, að árið 1762 voru þar taldar 3361 súla, og voru flestar úr hvitum marmara, og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.