Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 46

Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 46
 46 FÁLKINN Parísartíska. í haust hafa stuttir skinnjakkar verið niikið notaðir i París. Oft eru þeir svo stuttir að þeir ná ekki nema rjett niður fyrir mitti, þó er algeng- ast að þeir falli niður um mjaðm- irnar. Þeir eru ýmist skornir bein- ir eða það er skorið úr þeim í mitt- ið, með belti eða beltislausir. í jakka þessa eru einkum notuð snögg skinn, einkum astrakan, svart eða brúnt. Jakkar þessir eru notað- Það er yfirleitt ljóður á ráði margra hvað þeir eru stórgjöfulir. „Gjöf skal gjaldast ef vinátta á að haldast“. Og á þennan hátt gjörum við oft hver öðrum meiri óleik cn við ætluðumst til, þvi að ekki erum við öll svo loðin um lófana svona rjett fyrir jólin og það getur orðið mörgum erfitt að gjalda fyrir sig. Þessvegna er það bæði viturlegra og meiri hugulsemi hvor gagnvart a) Inniskór búnir til úr notnðum samkvæmisskóm. b) Perluhálsband auklð með svörtum perlum. c) Til- búin nærföt, skreijtt hörlituðum blúndum. d) VasaJdútur úr molli með hörblúndum. ir við ullarkjóla í öðrum lit. T. d. er grár eða brúnn skinnjakki notað- ur við svartan kjól, eða dökkur jnkki við Ijóst pils. Við jakka þessa eru notaðar múffur, það virðist svo sem þær sjeu að verða algengar. Á myndinni til vinstri sjest astra- kanjakki með samskonar múffu, kjóllinn er úr svörtu ullarkrepi, til hægri oturskinnsjakki með belti not- aður við „beige“ litað pils. öðrum að gefa ekki stórar gjafir, af því, sem gjafir geta aldrei orðið og eru ekki annað en vináttuvottur og verður hinn sami hvort gjöfin er stór eða litil. Við skulum benda á nokra smáhluti, sem fljótlegt og auð- velt er að búa til, því nú er tíminn bráðum orðinn naumur. Fyrst er það handa fullorðna fólk- inu. Skyldu ekki ungu stúlkurnar eiga eitthvað af samkvæmisskóm, sem þær eru hættar að nota? Sjálfsagt. Fáðu þjer þá skæri og klipptu þá til eins og sýnt er á myndinni (a) taklu siðan flókasóla og klæddu þá sams- konar efni og er innan í skónum, faldaðu siðan skóinn að ofan með silkibandi og saumaðu yfir það skinn eða svanadúnskant. Á þennan hátt færðu ágæta inniskó. Gáðu í skrautgripaöskjuna eða kommóðuskúffuna hvort ekki liggur sundur, ef til vill eru það fleiri en gamalt hálsband, sem slitnað hefir eitt. Taktu perlurnar og þræddu þær upp á nýtt band, síðan færðu þjer nokkrar svartar glerperlur og þræðir þær með hæfilegu millibili upp á sama bandið. Þannig færðu allra fall- egustu hálskeðju. Svartar perlur á- samt hvítum, ljósbleikum, Ijósbláum og rafgulum perlum er allra nýjasta líska (b). Allar óskum við eftir að eiga sem fallegust nærföt, en helst verða þau að vera eftir nýjustu tísku þ. e. a. s. úr silki-„tricotine“ með hörlituðum blúndum, livort heldur efnið er hvitt eða litað , munið að hafa ekki nær- kjólinn of þröngan. Það má fá til- búinn nærföt fyrir fremur lágt verð, ennfremur ísaumaðar blúndur, svo það ætti ekki að vera erfitt að skreyta nærfötin á þann hátt, sem sýnt er (c). Vertu ekki lirædd við að nota skærin og fella inn skásettar tungur. Samskonar blúnda er noluð á vasaklútinn, sem helst verður að vera úr lituðu molli. e) Svunta, kappi og kragi handa þjónustustúlkunni gert úr molli eða voili. f) Nýtisku saumapoki. g) Hringur til að hengja í sokkana á nóttunni. Hversvegna altaf að gefa þjónustu- stúlkunni tilbúnar hvitar svuntur, ef þjer ekki getur dottið neitt ann- að í liug lianda lienni, þá reyndu að minsta kosti að búa til svuntu í líkingu við þá, sem sýnd er á (e). Það er sett saman úr dropóttu og ein- lilu „voili“, ljósbleiku, ljósbláu eða fjólubláu. Taskan, sem sýnd er á f. er ætluð til að geyma í stoppgarn og annað. Þetta er ágæt jólagjöf handa mæðr- um eða frænkum. Taskan er að því leiti henugri en saumakarfa að hægt er að hengja hana á stólinn sinn og tekur hún því minna pláss. Eiginlega ætti liún hclst að vera úr silki — væri ekki hugsanlegt að hægt væri að nota í hana gamla silkitreyju, sem fyrst mætti þvo og lita upp. Ef nauð- synlegt er að auka hana saman má gera það með liúlsaumum, rennilás- ar á hliðunum og tveir stórir hringar, sem kantaðir eru með silkibandi eins og sýnt er á myndinni. Á saina hátt er sokkahringurinn búinn til, hann má gefa bæði ungum og göml- um. h) Drúða í gamaldags þjónustu- stúlkubúningi. i) Drúðurúm. j) Ung- barnstregja úr flaueli, skreytt með silkiböndum. Það ætti ekki að vera erfitt að útbúa brúðu eins og gamaldags stofu- stúlku (h) eða lakkera dálítið brúðu- rúm, með hárauðum eða grænum lit, og i druslupokanum ætti að vera nóg efni í rúmföt, kjól og hettu. Odýrar jðlagjafir, sem anðvelt er að búa til. 11 " ..................." 'i ......... Handa litla barninu mætti búa til fallegt slag úr flóneli (j), það er skor- ið í hring og síðan klippt til eins og sýnt er á myndinni, útsaumurinn gcrir það skrautlegra en er ekki nauðsynlegur. Er ekki sófapúðinn lians pabba farinn að slitna? Mældu hann í laumi og kauptu þjer síðan „veIour“, sem þú saumar úr annað ver. Þú leggur hann með breiðum gullböndum og hefir gyltan dúsk í einu horninu. Það er fljótgert að sauma verið yfir svo enginn taki eftir. Jólakrúna (1) úr greni, hárauð- um silkipappír, skreytt með smáhlut- um af jólatrje, er ákaflega falleg gjöf og skemtileg handa þeim, sem verða k) Púðaver úr velour, gullbönd og dúskur. 1) Jólakrúna, úr gjörðum og silki- eða crepepappir. einir að halda jól. Þú notar til þessa 2—3 gjarðir utan af smjörkvarteli, vindur utan um þær silkipappír og hengir þar í vafinn silkibönd; ódýrt og auðvelt að búa til. VAN HOUTENS konfekt og átsúkkulaði er annálað um allan hcim fjrir gæði. ! Hversvegna að finna til þeirra S S óþæginda, að sjá ógreinilega þeg- S S ar hægt er að forðast það með S S því að fá hin rjettu gleraugu, S S sem mæld eru eftir hinni ná- S S kvæmu aðferð, sem altaf er notuð S S í gleraugnadeildinni S s í Laugavegs Apóteki s ; — ókeypis gleraugnamátun — S Best er að auglýsa í Fálkanam i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.