Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 8

Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N síðan að konu sinni. Augu hans tindruðu. Það kom kipringur kringum munn- inn á henni, það líktist brosi. Hann sagði hranalega: — Þú viss- ir það. Og gerðir mjer ekki aðvart. — Það var best að láta hann fara einan, sagði hún alvarleg. Hann hvæsti: — Kvenfólkið er fjöllynt! Svo þagði hann lengi. Ýmist settist hann og drakk eða stóð upp og eigraði eirðarlaus fram og aftur .... úti og inni .... Hann gætti að hvort hesturinn væri i hesthúsinu. Dordei ljetti ög hún kættist eftir þvi sem frá leið. Kviðaefnið fjar- lægðist meir og meir.........En ef gesturinn hefði þorað að taka hest- inn. Stuttur vetrardagurinn fór að grána. Það komu smáflygsur af fjúki úr loftinu. Kanske jólin yrðu nú hvit uftir alt saman? .... Hún fann það á sjer, þegar hún var að aðgæta, hvort tjörusóparnir væru komnir í fjós og hlöðu til þess að verja fjen- aðinn óvættunum, sem sóttu þangað á jólanóttu. Bara að þeir gæu forð- að við fleiru! Hún hrökk við og hrópaði upp yfir sig. Þarna kom svarti hundur- inn aftur! Erlingur stóð á svölunum. — Brá þjer við, kindin min, sagði hann hæðnislega. Og hún sagði blátt áfram það, sem henni hafði dottið í hug: — Svei mjer ef jeg held ekki að þetta sje sá vondi sjálfur! Eldur brann úr augum kvikindis- ins og skein á rauð kjaftbeinin. Jú, vist hafði hún átt kollgátuna, því að undir eins og hún nefndi Jesú nafn, hvarf kvikindið ofan í jörðina. — Þú ættir að fara varlega, Er- lingur, sagði hún. En hann kallaði á drenginn, sem kom utan úr hesthúsinu og sagði honum að leggja á hann Blesa. Og þegar drengurinn góndi á hann sagði hann hranalega: — Gerðu eins og jeg skipa þjer, strákur. Dordei starði á hann forviða: — Hvert ætlar þú, sjálft jólakvöldið? i— Hvað varðar þig um það, kona. Einu gildir mig hvort það eru jól eða ekki, svaraði hann. Hún tók í handlegginn á honum og ætlaði að fara að biðja hann. En í stað þess sagði hún: — Þjer er ilt i hug, Erlingur. Jeg sje það á aug- unum í þjer. Þú hugsar ilt! — Má jeg ekki hugsa eins og jeg vil, svaraði hann önugur. Hún starði á hann: — Ætlarðu á eftir varningsmanninum? Hann þorði ekki að horfast í augu við hana. Þvi að það var eins og augu hennar endurtækju spurning- una. En svo tók hann i báðar axlir henni, þrýsti á og spyrnti henni inn- fyrir þröskuldinn, svo að hún rakst í borðið. Það skrikaði undan, langa leið og hún hneig niður eins og í öngviti. — Hvað varðar þig um minar fyr- irætlanir? spurði hann móður. Ætl- ar þú að hjálpa mjer? Hún lá á gólf- inu: — Það er það sem mig langar til, svaraði hún. .. . Hjálpa þjer móti sjálfum þjer. Skömmu seinna kvað við hófdynur niður götuna. Þá hneig hún i ómegin. Erlingur gekk upp og niður af geðshræringu, þar sem hann sat í hnakknum. Niðri við aðalveginn stöðvaði hann hestinn alt í einu og klappaði honum á hálsinn. — Við tökum ekki mark á kvenfólki, Blesi minn! En alt í einu hrökk Blesi útundan sjer og prjónaði. Því að í kjarrinu við veginn skaust svarti hundurinn fram hjá og hnusaði og hnusaði eftir slóð. Erlingur fann, að það fór kaldur gustur niður eftir bakinu á honum. Og hesturinn skalf þó að hann væri sveittur og móður eftir harða reið. Erlingur hjelt í taumana báðum höndum, en var samt sem áður eins viljalaus og ráðalaus. Og hafði ekki augun af hundinum. ... það lýsti af glyrnunum i honum.... já, ineira að segja af svörtum skrokknum .... eins og af maurildi! Varningsmaðurinn hlaut að hafa haldið suður á bóginn því þar var fjallvegurinn til Núinadals.... En svarti hundurinn vissi betur. Jú, sá vor.di, hann vissi það! Nú rak hann upp langt væl. Það bergmálaði lengi af því, það var eins og það yrði varanlegt og fylti lægðirnar. .. . Svo sneri hundurinn norður á bóginn. Og Blesi fór sömu leið. Hann frisaði og var órór, eins og hann vissi á sig óveður eða hættu. Þegar hund- urin var góðan spöl á undan brokk- aði hann tregðulaust, en undir eins og hundurinn sneri við og gjammaði þá snarstöðvaðist Blesi, setti sig i kút og spyrnti við framlöppunum o ""iiiiii'" o ■“JuuiM-o -"iihim- o-uiium-o -•'iiniP' o-'iiiin.-o -nnii*- o -hiiiim- o ""niur o o -'uiiiu- o -ujuu- o -“uuu.- o -‘"1111*- o -'unu*- o -«uuu.- o -"niiii- o -■uuu- o -miuiu- o -'■iiiiu- o -111111- o-'■uiiu-o o í ss W o o o k o m f o f o í Fyrir feonur og börn: Kápur allskonar, Loðskiunakápur, Kjólar, ullar og silki, Sjöl, ullar og silki, Kvenslifsi. Skinnvetlingar. Kragar. Ullarvetlingar. nmvorur frá hinum heimsfrægu verksmiðjum Coty og Pinaud í Paris, 4711 í Köln, Grossmith, London. Metravorur: Peysufataklæði, Allskonar silkidúkar, —„— ullardúkar, —„— baðmullardúkur. Begnhlifar. Nærfatnaður og sokkar, mesta og besta úrval borgarinnar. O k O k O | O o k o t 3 o i. o o )k o o o k — % o Jólagjafir 00 jólafatnaður fyrir unga sem gamla, konur, karlar og börn. —■unu— o -"iiuiii- o -"uuii'- o -'■miii'- o -"iiiiii-' o o i. f o k 1 o o o í i o ■% o % o f o o o k ■ fearlmenn og ðrengi: O E 3 % o o §? pur -- Frakkar. o a Nærfatnaður. o i • o Skyrtur. Náttföt. 3 V Sokkar. o 3 Hálsbindi. Hálslín. o ttar, f k V O harðir og linir frá heimsþcktum verksmiðjum. Enskar húfur, Vetrarhúfur, Allsk. Smávara. Gólfteppi. stór og smá. Rúmssæði, Rúmfatnaður, Saumavjelar. Sjerlega fallegt úrval af Leðurvorum og samkvæmistöskum, nýjasta nýtt frá Wien, inikið af öllum Smávörum. O k o o k m o ttc ....... o -'iiiin." o ................... -"nini'" o —''iiiiii— f Ol,lUilli*'* O •"'lllliii'' o *,,lUIIii»** o •**,i|Uiiit' 0 -mijiiP' 0 *il,llili,i” o -UIUii," o •‘"Hllin'' o •*,,UIlii»” o ••"llliiii'' o •"‘ilíllu'* O •'"iUliii'’ o *>"ltllu*'' •"XIUin’* O •‘"IIUli"’ O -"HIUu- O •‘"llllli**' O •*l,Ullii»*- o ••"IIUli"' O ""lUlli'" O •>"illlh|'10

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.