Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 32

Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 32
PÁLKINN 32 jafn vel þó að þetta væri á sjálft aðfangadagskvöld. Ungfrú Clara var hrifin af leiknum og bað liann um, að lofa sjer að heyra fleira. En föður hennar fór að verða um og ó, og var sífelt að hvísla einhverju að fólkinu. „Við bíðum með borðhaldið! — annars verðum við þrettán til horðs, jeg meina með Herjúlfi! farið þið niður á veg og vitið hvort þið rekist ekld á einlivern og látið hann koma, hvað sem hann lieitir og hvaðan sem hann er — biðjið hann um að borða með okkur jólamatinn!“ En niðri á veginum var engan mann að finna á lieilagt jóla- kvöld, nema þá einliverja ná- granna, sem höfðu orðið seint fyrir og voru að flýta sjer heim til sín, í sinn eigin jólamat. Allir afþökkuðu boðið. Húsbóndinn á Hofi sendi út í kotin, sem næst voru, en alstað- ar kom kurteis afþökkun til baka. Sumir voru farnir að borða, aðr- ir voru hálflasnir og vildu ekki hætta sjer út í kuldann, sumir höfðu gesti, sem þeir gátu ekki farið frá. Húsbóndinn var alls ekki laus við hjátrú; hann gekk sjálfur niður á þjóðveginn og horfði til liægri og vinstri eftir óvænta gestinum, sem var vanur að koma að Hofi þegar svona stóð á, og afstýra því, að þrettán sætu til borðs. En i kvöld kom enginn. Þegar faðir Clöru kom inn aft- ur, með nýfallinn snjó í gráum hærunum sat hún og hlustaði hugfangin á fiðluleik ókunna mannsins og horfði innilega inn í liin töfrandi augu hans. — Hún brosti og sæluroði hafði færst í kinnar henni, eins og hún væri ástfangin. ... „Heyrðu, pabbi“, sagði hún, „hlustaðu á það, sem hann er að leika núna.... það er til mín, hann hefir aldrei leikið þetta áð- ur, ekki fyr en núna þessar mín- úturnar.... er það ekki yndis- legt, pabbi.... hlustaðu, hlust- aðu.... það er ástin, pabbi.... fiðlan hans er hjarta hans og þetta hjarta segir, að það elski mig.... heyrðu.... lieyrðu.. “ Kaldlyndi húsbóndinn á Hofi dáðist jafnan að dóttur sinni og var vinur hennar og kunningi, honum var ómögulegt að ávita hana, heldur hafði liann sama lag á henni og trúnaðarmaður mundi hafa haft. Hún var ljúf og hlið stúlka, yndisleg og eftirlát, en þó máttug í blíðu sinni og veik- leika.... liún líktist myndinni af langa-langömmu sinni....... mömmu lians Herjúlfs, sem alt- af hafði verið lagt á borð fyrir síðan. Til þess að rjúfa þessar sam- vistir Clöru og fiðluleikarans sagði bann eins og í örvæntingu: „Það er best að ganga til borðs! Við hættum þessum gamla sið — einhverntíma verður að hætta lionum hvort sem er — gestur- inn sest i auða sætið, við verð- um tólf við borðið, og ekkert grandar okkur. . við verðum ein- hverntíma að hætta þessari hjá- trú hjer á Hofi“. Húsbóndinn var skrafhreifinn við gest sinn yfir borðum, þar sem hann sat á hægri hönd hon- um. En alt í einu einblindi hann á hann með galopnum augum. Hvaðan var þessi svipur og hvar hafði liann sjeð hann? — Jú, gesturinn líktist gamalh andlits- mynd, sem hjekk á veggnum hjerna í stóru stofunni þar sem fólkið sat og mataðist, á veggn- um bak við stólinn, sem staðið hafði auður á hverjum jólum í hundrað og fimtíu ár. Það var mynd af Herjúlfi, sem hafði ver- ið rekinn af heimilinu á aðfanga- dagskvöld. „Hver eruð þjer?“ spurði hús- bóndinn. „Ja, bara að jeg gæti svarað því“, sagði gesturinn bros- andi, „jeg veit það ekki sjálfur, jeg veit aðeins það eitt, að jeg er sonur þjóðvegarins og að sól, regn og vindur hafa verið vernd- argoð min — jeg er fátækur, en ekki ólánsamur, því að í hvert skifti sem jeg hryggist lætur Guð nýjan tón óma i fiðlunni minni. Hver er jeg? Jeg er maður af góðu bergi brotinn, en það eru allir menn á jörðinni, og min ætt er ekki verri en annara. Ætt- faðir minn var liðsforingi i her Napoleons og dó suður i Rínar- löndum og þar settist ekkja hans að og setti á stofn ofurlitla versl- un. Sonur hennar varð hljóð- færaleikari og var um tíma hljómleikastjóri i Weimar, en giftist svo óstýrilátri suðrænni dansmær, sem var þó mikið betri en orð fór af. En mannorð dans- meyja var ekki á marga fiska i þá daga — og hljómsveitarstjóri, sem hafði kvænst dansmey var ekki liðinn við þýska smáfursta- hirð. Þau dóu á þjóðbrautinni og síðan hefir fjölskylda mín lifað og dáið á sama stað, við misjafn- an orðstir. Jeg heiti merkilegu og barbarisku nafni, Herwulf Herwulfsolin — eftir föðurföður föðurföður míns. Mjer hefir ver- ið sagt, að jeg muni vera erfingi að miklum auðæfum — en það erum við allir — allir við, sem lifum á jörðunni — þar eigum við allir að erfa! og eittlwað get- um við máske líka erft. Hann leit með tindrandi aug- um á Clöru, sem sat í lmsfreyju- sætinu við neðri borðsendann — og liún ljet augnalokin falla — og roðnaði. Húsbóndinn skildi alt, liann lyfti glasi sínu, leit á myndina á veggnum og sagði, sumpart við myndina og sumpart við gestinn: „Velkominn heim aftur Ilerj- úlfur, loksins ertu kominn i sæti þitt aftur eftir 150 ár.... þú komst eins og þú værir lcallaður — mætti heimkoma þin verða hinni deyjandi ætt okkar til heilla og hamingju“. — Jeg er óhuggandi síðan jeg misti manninn minn; en þó hefði það getað farið ver. Hvernig þá það? -—- Jú, hefði jeg dáið sjálfl ---------------x---- — Hvernig er nýi skrifstofumað- urinn yðar. Er hægt að reiða sig á hann? — Já, í sumu. Jeg get reitt mig á, að hann kemur altaf kortjeri of seint og að hann biður altaf um forskol fjórða daginn í mánuðinum. Hins- vegar er vont að reiða sig á hann í öðru. -----x--- — Jeg er steinhissa á, að mainma þín skuli fallast á, að þú giftist hon- um Ólafi, úr þvi henni er svona illa við hann. — Það er einmitt þessvegna, sem hún vill verða tengdamóðir hans. -----------------x---- — Mig dreymdi í nótt, að jeg stæði við að grafa skurð. — Veslingurinn. Það er vist þess- vegna, sem þú ert svona þreytuleg- ur i dag. n i Bokunarflropar i. V. R. Áfengisverslun ríkisins ein hefir heimild til að flytja inn og setja saman bökunai-dropa úr hinum venjulegu efnum. Engin heildverslun á þess þvi kost að bjóða yð- ur jafngóða og fullkomna bökunardropa sem Áfeng- isverslun rikisins. Þetta eru einkennismið- arnir: ANILIUDRQPA? SrtNfilSVEÍZLUH RIKISIHS ÖNDLUORQPA? arCNSISVCBZLUN BIKISINS Verslunum eru sendir droparnir gegn póstkröfu. Fást í 10, 20 og 30 gr. glös- um og eru 25 glös sér- pökkuð í pappaöskju. Hag- ur að heilsöluverðinu, mið- að við það sem áður var. Húsmæður, biðjið kaup- mann yðar eða kaupfélag ætið um Bðkunardropa A. V. R. Þeir eru bestir! Þeir eru drýgstir! a mm

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.