Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 14

Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 14
svo rólega gengu þær og alveg hrist- ingslaust. Það var mjög auðvelt að tala saman, en þó var fyrirskipað, að bera skriflega fram erindi sin, til þess að forðast of mikið skvaldur eða þá misheyrn. Loftskeytamaður- inn situr við borð sitt með hjálminn á höfðinu en í honum eru heyrnar- tækin. Hann er að tilkynna flug- málaráðuneytinu að við sjeum haldn- ir af stað. Sveitarstjórinn (Squad- ron Leader) sat í aðalflugstjórasæt- inu en annar maður i hinu, með því að tvöföld stjórntæki eru i þessum vjelum. „Navigatörinn“, sem er að- eins 24 ára, situr við sjókortið með allskonar margbrotin en nauðsynleg mælitæki fyrir framan sig; fjekk jeg nasasjón af notkun þeirra síðar en i höndum hans sögðu þau nákvæm- lega til leiðarinnar, sem við áttum að halda, hvað sem hraða og vind- slöðu leið. Einn maðurinn stóð við áhaldaborðið og tempraði hitastigið á vjelunum nákvæmlega með þrem- ur handföngum, sem voru yfir höfð- inu á honum. Hinir piitarnir hjeldu sig aftur í, en jeg naut þessarar nýju undursamlegu tiiveru. Varaflugmað- urinn skaut hurðinni upp og spurði hvernig mjer líkaði ferðalagið og gat jeg ekki svarað öðru en „stór- fenglegt!“ Mjer til mikillar undrun- ar bauð hann mjer vindling. Nú hýrn- aði yfir mjer, því að reykingar eru löstur (?) sem jeg er mjög veikur fyrir. Mjer var bent á öskubikar rjett hjá mjer, sem hafði þann eiginleika að hann lokaðist sjálfkrafa og slökti í vindlingastúfum, sem í hann var fleygt. Jeg stóð lengstum og horfði yfir rúðuna fyrir framan varð- mannssætið og naut útsýnisins. Við flugum 1000 fetum fyrir ofan sjó og hraðinn var að jafnaði tæpir 150 km. Við konium til Fowey kl. 9.57, fórum yfir Pentire Head kl. 10.12 og vorum yfir Skomar Island kl. 11. Var veður bjart. Kl. 12 % fórum við yfir eyna Mön og var hraðinn nú 160—107 km. Ef til vill hafa margir, scm þetta lesa ferðast i lofti. Jeg reyni því ekki að lýsa því, sem fyrir augun bar, enda þótt mjer find- ist það merkilegt. Við fórum yfir- skýjum, sem mjer fundust fljúga eins og ullarlagðar milli okkar og sjávar, — eða vorum það við sem flugum? — jeg fann það ekki, því að vjelin var svo stöðug. Engar loft- holur. Ekkert rugg. Við vorum eins og hraðskreiður bátur í kyrrum sjó. Hefði ekki verið suðið í vjelunum hefði jeg getað haldið að jeg væri á þurru landi. Kl. 13% fórum við fram hjá Islay of Jura. Fjallendi skotsku eyjanna var mjög áhrifamikið. Við nálguðustum Suðureyjar, sem allir hafa heyrt getið og var eins og æf- intýri að sjá þær úr loftinu. Hæð- irnar, eða máske voru það fjöll, voru sumstaðar purpurarauð eða biá, en mest bar þó á græna litnum, sem sýndi að jurtagróður er talsvert mikill þarna, en alstaðar virtust mjer vera smápollar, sem að líkindum hafa verið stöðuvötn. Jeg reyni ekki að lýsa þessu, en segi aðeins frá því sem jeg sá. Þarna voru hæðir, vötn og tjarnir; vegur lá þar uppi á fjalli og gekk í ótal bugðum niður á lág- lendið, fram hjá smábæjum eða kof- um á stangli. En svo skyggir fyrir þetta — jeg sje í rauninni ekki neitt vegna móðu; það er eins og jeg væri að reyna að horfa i birtu gegn- um hjelaða rúðu — jeg horfi og sje ekkert niður fyrir mig og ekkert i kringum mig. Það hafði komið móða á gleraugun mín. En nú ljómaði sól- in aftur. Þá skildi jeg, að við höfð- um farið gegn um ský. Við fórum yfir höfn og fram hjá vita, fram undan var stór flói með nesi í miðju og sá jeg díla hjer og hvar — það voru skip. Við sáum nú Stornoway, með kastalanum í baksýn; hann er eign Leverhulme lávarðar. Lending- ingin var það einkennilegasta, sem jeg hafði upplifað þennan dag. Sjáv- arflöturinn nálgaðist okkur óðfluga og mjer fanst hann vera kominn fast að okkur, en svo var ekki. Enn leið nokkur stund þangað til vjelin snerti vatnið og það bullaði með kinnungunum. Lendingin tókst ágæt- lega. Við vorum komnir á fyrsta áfangastaðinn og höfðum að baki okkur vegalengdina frá Mount Batt- en til Stornaway, 540 enskar mílur. Við lentum kl. 15.40. — Þegar jeg tók af mjer flughjálminn var hella fyrir eyrunum á mjer og þessi til- finning hvarf ekki fyr en daginn eftir. En mjer hafði Iiðið vel á leið- inni samt. Við ókum um höfnina og vörpuðum akkeri. Snarpur vind- ur var af landi svo að við treystum ekki akkerinu einu og lögðumst því aftan i skemtiskip á höfninni. Eigandinn sendi skipsbátinn sinn til okkar og við fórum í land til þess að fá bensín. Fólkið í Storno- way hefir hvildardaginn i hávegum og þótti guðleysi að biðja um ben- sin á sunnudegi. Samt rættist úr þessu og við fengum 370 gallónur. Geymarnir voru á efri vængjunum á vjelinni, hátt yfir sjónum, en ben- síninu var pumpað upp i geymana. Meðan á þessu stóð fengum við boð frá skemtiskipseigandanum um að koma um borð.. Þar snæddum við miðdegisverð og fengum bestu við- tökur. Eftir mat vorum við boðnir um borð í herskip, sem lá þarna lika. Oliudælan á 1203 hafði bilað, svo að það varð að bera olíuna upp á efri vængina í tveggja gallóna lirús- um og hella henni niður í geymir- ana. Um kvöldið kom litill Southamp- ton- flugbátur með loftskeytaáhöld og tvo loftskeytamenn. Áhöldin voru flutt til Butt of Lewis og sett þar upp. Höfðum við ágætt samband við þessa stöð alla leið til íslands Við fórum um borð snemma á mánudagsmorgun og ljetum í loft kl. 18.45. Það var talsvert hvast og loft- ið ókyrt. Hinn flugbáturinn, 1263 lá kyr þegar við fórum. Við sveim- uðum því þarna í hring um stund, þangað ti! við sáum merki frá hin- um bátnum. Þeir báðu okkur að biða. Við sveimuðum þarnatil klukk- an nærri því 10. Við fengum nú merki um að lenda og gerðum það. Einn hreyfillinn var í ólagi. Eftir talsverða stund tókst þó að koma honum í lag. Það hafði komist vatn í eimirinn. Hreyfillinn var nú reynd- ur og gekk vel, en nú var annar í ólagi. Við fórum að borða, en nú gerðist nokkuð, sem hafði áhrif á alla ferðina. Foringi flugferðarinn- ai, Commander Smith var veikur. Bátur skemtisnekkjunnar var sendur til okkar og maðurinn fluttur í land, beina leið á sjúkrahúsið og læknir- inn sagði, að sjúkdómurinn væri botnlangabólga. Verður ekki úr skor- ið hvorir hörmuðu þetta meira, föru- nautar hans eða hann sjálfur. Þetta raskaði öllum áætlunum og við vorum hryggir yfir þessum at- burði. Vjelfræðingarnir voru að eiga við hreifilinn fram á kvöld, en kl. varð 11 og enn var ein vjelin í ólagi. Um morguninn, 24. júni fórum við um borð k. 8. Það var dimt í lofti, súld og heldur kalt. Hinn flugbát- urinn, 1263 var enn í ólngi, ])ó að þeir væru að eiga við hreyflana þang- að til kl. 5 um morguninn. Má geta nærri hvernig skipshöfninni þar var innan brjósts, að missa fyrst flug- stjóra sinn og svo, að hreyflarnir voru í ólagi. Þetta olli því, að þeir gátu ekki orðið okkur samferða til íslands. Við ákváðum að fara einir. Það var dálítil alda á sjónum en lítill vindur. Við ljetum í loft kl. 8.57 og flugum nokkra hringi yfir Storno- way, meðan við vorum að koinast í 1000 feta hæð. Fórum frá Storno- way kl. 9.3 og fram Butt of Lewis kl. 9.22. Það var kalt, en gott veður. En vindurinn var á móti. Úr 2000 feta hæð sáum við Fær- eyjar úr 35 mílna fjarlægð. En þeg- ar til Þórshafnar kom var mjög prfitl að átta sig á vindstöðunni, það var eins og hvergi væri eldur í hlóðum í bænum, því að hvergi rauk. Þegar við höfðum flogið marga hringi yfir bænum sáum við loksins flagg og lentum þá. Höfðum við verið 3 tíma og 15 mín. frá Stornoway. Flugstjórinn og jeg fórum í land að fá bensín, því að enn var löng leið fyrir höndum. Við tókum 650 gallónur. Það tók talsverðan tíma að koma þessu um borð, enn ekki nema svipstund að fylla geymana. Við hjeldum áfram kl. 15.40, flugum MYNDIRNAR: . . Til vinstri: Frá Alþingishá- tíöinni. Myndin tekin úr lít- | illi liæð vestan yfir Almanna- gjá. I framsýn mannfjöldinn i gjánni, í miöju veitinga- tjöldin en efst á myndinni sjest í tjaldhorgina. Myndin að neðan er tskin úr mikilli hæð og sýnir part af tjald- borginni. Á myndinni sjást alls 14S6 tjöld. Myndin til hægri: FuIItrúi Breta, Lord Newton flytur kveðju Jijóðar sinnar að Lögbergi. ^EMEEEEEEEEEE^—EEEEEE^ í hring nokkra stund en tókurn stefn- una til íslands kl. 10.10. Við urð- um að fljúga í 500 feta hæð, því að rigning var og þoka og skýjað í 500—1000 feta hæð. Það var mjög erfitt að dæma um vindstöðuna, og þó að við gætum tekið á móti skeyt- um þá var af einhverjum áslæðum ómögulegt að senda skeyti frá vjel- inni um tíma, eða rjettara sagt- það sem við sendum heyrðist hvergi. Við rcyndum að halda sambandi við herskipið Bodney, sem var á lcið til fslands og var í stöðugu sam- bandi við flugmálaráðuneytið. Við heyrðum skeytaskiftin milli ]ieirra, en þeim var ómögulegt að heyra til okkar. Við flugum áfram. Jeg opnaði og svo var hitað te, sem var vel þcg- ið. Á flugi er áfengi aldrei hafl um hönd. Það var mjög erfitt að halda rjetlri leið Ókunnugir gætu haldið, að ef maður hefir áttavita og vei! í hvaða átt ákvörðunarstaðurinn er, sje það ekki nema barnaleikur að rata. En því fer fjarri. í fyrsta lagi fór kompásskekkjan vaxandi eftir því sem við komum norðar og það var mjög erfitt að dæma um vind- hraðann. Og er vindurinn með eða á móti? Hraðamælirinn sýnir hrað- ann gegnum loftið, en hann er alt annað en hraðinn yfir landið eða sjóinn. Auk þess er vindurinn senni- lega á ská við stefnuna svo að gera verður ráð fyrir því. Til að mæla þetta var notað ofurlitið áhald, scm „navigatörinn“ festi utan á bóg- inn á vjelinni til þess að mæla hlið- arhreifinguna, en til þess að geta haft not af þvi þurfti að hafa fast mið, en það var vandfundið úti á reginhafi; varð því að miða á öldu- fald eða eitthvað þesskonar, og þeg- ar farið er með 100—70 km. hraða, ræður það að líkum, að slík miðun geti eklfi orðið nákvæm. — En um kl. 18.30 þóttumst við sjá land. Við stefndum á nálægasta hluta íslands, Hornafjörð. Hefði veður verið bjart

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.