Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 9

Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 9
P A L K I N N 9 eða prjónaði. FroÖan vall niður háls og bringu. Og hrafnsvart faxið flax- aði eins og ótal fuglsvængir. .. . TaumhaJd Erlings var fast. En klárinn rjeði.... Alt í einu mintist hann Dordei. í annari andránni funaði hann af reiði, en í hinni nötraði hann af blygðun.... Mundi hún hjálpa hon- um?.... Ó, nei, hver varð að vera sjálfum sjer næstur. Hann reyndi að spenna greipar um hnakkbogann en það tókst ekki. . . . Nei, það sem varð að koma fram, skyldi koina fram. Hann reið áfram. Hesturinn hljóp og hljóp. Gegn um skóginn og gegnum skuggalægðirnar á veginum, yfir holtamóa, þar sem skugginn dró sig í hlje, en altaf var hann samt nærri honum, eins og hver annar fylgifiskur. Áfram, yfir ása og lægðir. Og þarna fyrir framan hann var svarti hund- urinn og ýlfraði.... Erlingur sat í hnakknum eins og drukkinn maður og hafði hvorki stjórn á hesti eða taumuni. Hann hafði mist höfuðfat- ið fyrir löngu. Grófa, svarta hárið flaxaði eins og faxið á hestinum. . . . það var eins og svartfuglahópur á flugi. Nú var komið upp fyrir Grófar- bakka. Leiðin lá inn með ánni yfir klappir, sem vatnið hafði skolast upp á og frosið i gulrænar svell- bungur, svo að bjargið var eins og glerháll veggur .... isinn kvarnað- ist og hrökk undan hesthófunum. .. Dordei, Dordei, hugsaði hann, lamaður af blygðun og gramur i senn. Svo komst hann þangað, sem veg- urinn beygði norður á sljettar mýr- arnar, með strjálbýlinu...... En alt í einu var eins og mildur hlær færi yfir landið, hlýr andvari, eins og þegar þýðvindi kemur niður í bygðina ofan úr fjallaskörðum. Og Erlingur meyrnaði, hann fann að hann var að vinna sigur á sjálf- um sjer, hann lyfti hendinni og gerði krossmark fyrir sjer. ... En snöggv- ast fór sú hugsun um hann, að nú væri hann glataður, nú hefði hann ekki komið fram þvi sem hann vildi, nú drægi supdur með þeim varnings- manninum og honum, nú lenti hann sjálfur undir hegningunni og undir vilja Dordei. Og þarna kom svarti hundurinn móti honum á harða hlaupi. Það var eins og farið væri með glóandi járni eftir endilöngu bakinu á honum. .. Það varð albjart kringum hann, eins og skógurinn, vegurinn og alt um- hverfis han stæði i björtu báli. Og hann fann vonda og fúla brenni- steinslykt. Og hann heyrði klið af ýlfri, eins og hann væri staddur mitt í viðbjóðslegum úlfahóp .. eins og úlfagandreið færi um dalinn. . . Þegar hann áttaði sig aftur lá Blesi flalur á veginum, eins og hann hefði verið lostinn eldingu og titraði, vell- andi í svitafroðu..... En myrkrið var farið að falla á og hljómur kirkjuklukknanna á Hofi ómaði um dalinn. Það var eins og brú lægi um loftið og eftir þessari brú lagði óminn um þveran dalinn, fram og aftur, fylti dalinn eins og ljóshaf. .... Það var komið kvöld þegar hann kom heim aftur. Þau sátu kringum borðið og lásu lesturinn, Dordei og vinnufólkið. Dordei var að ljúka við að lesa lesturinn þegar hann kom inn. ..... heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn ....“ var hún að segja. Þá varð henni orð- fall og hún starði á manninn, sem inn kom...... Nú buldi ekki í gólfinu undan fóta- taki hans. Hann rendi augunum yfir fólkið. Svo mæltust augu hans og Dordei. Augnaráð hans varð flökt- andi i svip en svo varð það rólegt og glaðlegt. „Amen“, sagði hann stillilega, gekk fram að borðinu og settist i hús- bóndasætið, spenti greipar og sagði „Amen“ aftur, og sat álútur lengi .... lengi. — Eruð þið ekki hættir að raka ykkur með handafli hjerna í Reykja- vík? Við þarna westra í Ameríku höfum vje'.ar sem við stingum hök- unni inn í .... og svo komum við út aftur alrakaðir. — En hökurnar eru þó ekki allar eins í laginu? — No, winur minn. En þær weröa það, jú sil — Þjer eruð sakaður um að hafa látið vanta tíu pund upp á viktina á kolapoka, sem þjer selduð þessari frú. — Já, en stúlkan sem pantaði kol- in var svo lagleg, að mjer fanst synd að láta hana rogast með mjög þung- an poka upp stigann hjá sjer. Frúin: — Hversvegna fóruð þjr úr síðustu vistinni? Vinnukonan: — Vegna þess að jcg fjekk ekkcrt kaup? Frúin: —- Hvað er að heyra þetta? Hvernig stóð á því? Vinnukonan: — Jeg varð að borga all sem jeg braut. ! Heilbrioði oo Iifsoleði | ■ ■ ■ krefst heilbrigðs líkama.—Þreyta, S S vöntun starfsgleði, svefnieysi o. s. ■ S frv. eru ljós merki um ófullkomna S S næringu og veiklaðar taugar. Ef S S þjer viljið halda likama yðar heil- S S brigðum og i fullu lifsfjöri ættuð S S lijer i mánaðartima að nota hið S s alkunna S S styrktar- og tauganæringarlyf S ■ ■ 5 sem hefir blóðbætandi og tauga- J ■ styrkjandi áhrif vegna eggjahvít- J 5 unnar og glycerofosfatsins sem í ; • þvi er. ■ Vfir 25000 læknar hafa tilkynt ; ; skriflcga um áhrif Sanatogens. ; ; Þannig skrifar kunnur læknir: ; „Sanatogen er ónietanlegt og ; áreiðanlegt i öllum þeim til- ; fellum sem markmiðið er það, ■ að veita veikum likama nýja ■ orku“. Fæst í öllum lyfjabúðum. Sje ítarlegri upplýsinga óskað S ■ þá útfyllið miðann og sendið til: S ■ A/S Wiilfing Co., Kbhvn V. Sct. S ■ Jörgensalle 7. ■ ----------------------------------- S Sendið mjer ókeypis og burðar- S S gjaldsfritt: S Sanatogen sýnishorn og bækling. S S Nafn ............................S : Staða............................: ; Hcimili..........................; SBiViViVlVallllllll>>llllllllllllllll>IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIII>IIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIII>lllll>IIIIIIIIlllllllVVlV|l|l||l|a Jólavörur Vöruhúsið. Reykjavík. sSiiiiiiiu iiiiiihi! ■iiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiDiiiiiiiiiiiniiiuiuii iuiiiiiimiimimimmiiiiiimiiiiimiiiiimimimiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiu

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.