Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 10
F A L K I N N
4
10
Orðið.
(Jóh. 1: 1—14).
„OrðiS varS hold og bjó með oss“.
Þannig hljóðar jólaguðspjallið hjá
Jóhannesi. Og þar er deiluefnið strax
útkljáð: hver liann er þessi einkenni-
iegi maður, sem alt i einu var koin-
inn fram á sjónarsviðið i Galileu,
sem lifði i dæmalausri sjálfsafneit-
un, talaði orð eilifa lífsins, gjörði al-
veg óvenjuleg máttarverk, var ýmist
hatáður eða elskaður meira en nokk-
ur annar, dó glæpamannsdauða á
krossi, en hefir þó meiri áhrif á lieim-
inn, en nokkur annar, og er enn í dag
hið mikla lákn, sem i móti er mælt,
fyrirlitinn og forsmáður af mörgum,
en elskaður og tilbeðinn af öSrum,
sem heldur kjósa að láta lífið, en að
afneita honum.
Þegar hann er nefndur orðið, þá
er þar með sagt hver hann er: „Nafn
hans nefnist: Orðið Guðs“, stendur
í Opinberunarbókinni 19:13; og ekk-
ert nafn gæti betur táknað samband
hans við föðurinn og um leið hans
eigið eðli.
„Orðið var Guð“ (1. v.). Eins og
orðið og sá, sem talar eru eitt, svo
er og Jesú eitt með Guði, eins og
hann segir sjálfur: „Eg og Faðirinn
erum eitt“ (Jóh. 10: 30). Eins og
segja má að orðið „fæðist“ af þeim
er talar, þannig er og Jesús sannur
Guð, af Föðurnum fæddur frá eilifð.
í og með voru mælta máli opin-
berirni vjer eðli vort. Á sama hútt er
Guð opinberaður heiminum í og með
Jesú. Hann er ljómi dýrðar Guðs og
imynd veru hans. Þessvegna getur
hann sagt: „Sá, sem hefir sjeð mig,
hefir og sjeð Föðurinn". „Jeg hefi
kunngjört nafn þitt“.
Orðið er eilíft, eins og Guð er eilífur.
„í upphafi var orðið.“ Jesús er frá
eilífð til eilífðar: ,;fyrri en alt“ —
„hinn fyrsti og hinn síðasti“.
Orð hins almáttuga Guðs er almátt-
ugt. „Hann talaði og það varð, hann
bauð og þá stóð það þar“. „Aliir
hlutir eru fyrir það gjörðir, og án
þess varð ekkert til, sem til er orðið“.
Þessvegna er og sagt um Jesúm: „í
honum var alt skapað í himnunum
og á jörðunni, hið sýnilega og hið ó-
sýnilega, hvort sem eru hásæli eða
herradómar eða tignir eða völd; allir
hlutir eru skapaðir fyrir hann og til
hans“ (Kól. 1: 16). Og eftir upprisuna
vottar hann sjálfur og segir: „Alt
vald er mjer gefið, á himni og jörðu“.
í orðinu var lif (4. v.). „Guðs orð
er lifandi og kröftugt....“ Þess-
vegna megnaði það að skapa líf á
jörðu. Þegar þvi Jesús er nefndur
Orðið, þá táknar það, að hann er
lífið. Þessvegna er þetta vitnisburð-
urinn: „ að Guð hefir gefið oss eilift
lif, og þetta lif er í Syni hans. Og
sjálfur segir Jesús: „Jeg er lífið“.
Og í orðinu er ljós (5. v.). í og
með orðinu varpaði Guð ljósi á eig-
inleika sína og vilja sinn. Þessvegna
vottar Jesús um sjúlfan sig og segir:
„Jeg er ljós heimsins". — —
Hvernig metur þú orðið? Sje þjer
það ljóst, þá veistu um leið hvernig
varið er sambandi þínu við Drottin
Jesúm. Því að jiú metur Jesúm alveg
á sama hátt og þú metur orðið, því
afc hann og orðið eru eitt.
Þetta veit óvinurinn ofur-vcl. —
Þegar Jesús var hjer á jörðu, ofsótti
djöfullinn hann og Ieitaðist við að
granda honum. Nú nær hann ckki
lengur til hans sjálfs, en beinir svo
árásum sínum gegn orðinu. Hann
reynir að gjöra orðið torlryggilcgt —
fá menn til að efast um það; þvi að
sama skapi mundi liann fá ónýtt verk
Jesú á Golgata. —r Djöfullinn varð
fyrstur til að vefengja Biblíuna. Nú
hefir hann þúsundir meðhjálpara við
það slurf.
Þú ferð með Jesú alveg eins og þú
ferð með orðið, og sætir sama dómi
fyrir hvorttveggja. Af þvi að þú
hefir hafnað orði Drottins, þá hefir
hann og hafnað þjer“ — var sagt i
tíð hins gamla sáttmála. Og tökum
vel eftir, hvernig Jesús telur sig og
orðið sæta sömu meðferð: „Sá, sem
hafnar mjer og veitir ekki orðum
mínum viðtöku, hefir þann, sem dæm-
ir hann: orðið, sem jeg hefi talað,
mun dæma hann á efsta degi“.
„Ritningin getur ekki raskast“, seg-
ir Jesús. Sá, sem því reynir að raska
Ritningunni, hann gjörir Jesúm að
lygara. — Guð forði oss frá að eiga
hinn minsta þátt í slíkri óhæfu.
„Þú hefir varðveitt orð mitt og ekki
afneitað nafni mínu“. Það mikla hrós
hlaut söfnuðurinn í Fíladelfiu. Ert þú
einn af þeim, sem Jesús telur sæla,
af því að þeir ekki aðeins heyra orð
hans, heldur varðveita það (Lúk. 11:
28)?
Ekki eru þeir sælir, sem aðeins
lesa eða heyra orð spádómsins, held-
ur þeir einir, sem einnig varðveita
það, sem ritað er i honum (Op. 1:3).
„Ef þjer skiljið þetta, eruð þjer sæl-
ir, ef þjer breytið eftir því“ (Jóh. 13:
17) Jesús kallar þá hyggna, sem heyra
Orð hans og breyta eftir þeim. Þeir
eru margir, sem heyra og lesa sann-
indi hins heilaga orðs mörgum sinn-
um, en láta ógjört að breyta eftir
þeim. Þetta er að afneita Jesú; því
að svo sem þú ferð með orðið, eins
ferð þú með hann.
Yfirborðs-dálæti á orðinu er sama
sem yfirborðsdálæti á Jesú — og verð-
ur ekki til hjálpræðis. „Ef þjer eruð
í mjer og orð mín eru i yður“, segir
Jesús. Segðu ekki að þú liafir mæt-
ur á Jesú, ef þú hefir ekki mætur á
orði hans, því að það er ómögulegt.
„Kæmu orð frá þjer, þá gleypti jeg
við þeim“, segir spámaðurinn. Ert
þú einn af þeim, sem gleypir við orð-
inu — ekki aðeins að þú lesir einn
eða tvo kapítula á dag, heldur sjert
stöðuglega í orðinu, dveljir við það
öllum stundum — já, íhugir orð
Drottins dag og nótt, uns það verður
þjer samgróið? Þá munt þú reyna, að
orðin hans eru andi og líf.
Er orðið líf þitt? Lifir þú á því dag
frá degi, svo að þú kjósir heldur að
vera án fæðu fyrir líkamann, en nær-
ingar orðsins fyrir sál þína? Sækist
þú eins og nýfætt barn eftir orðsins
ósviknu mjólk? Eða ertu einn þeirra
er verja meiri tíma til að lesa blöð-
in en Biblíuna? Biblian og Jesús sæta
hjá þjer sömu koslum.
Er orðið ljós þitt? Gengur þú við
Ijós náttúrlegrar skynsemi, eða við
ljós orðsins? Leggur þú alt þitt ráð
undir dóm orðsins? Spyr þú Ritn-
inguna ráða, ef þú ert í vanda stadd-
ur? Er orðið í raun og veru Ijós á
vegum þínum og lampi fóta þinna?
Þessu er ekki vandsvarað, því að
orðið og Jesús sætir sömu kostum.
Þetta er undarleg jóla-hugleiðing,
segir þú. Já, ef slíkum hugleiðing-
um er aðallega ætlað að vagga sál-
unum i værð gamalla minninga og
viðkvæmra hugarhræringa, þá gagn-
ar ekki þessi. En sje þeim hinsvegar
ætlað að hrinda falskri undirstöðu
svikinna sálna og fá þær til aðbyggja
á Jesú Kristi —þeim eina grundvelli,
sem hvorki haggast í lífi nje dauða,
og á óbifanlegum kletti Guðs heilaga
orðs, þá má vera, að Guð geti notað
hana til þess. Og þá er tilganginmn
náð, ef hin sanna jólagleði nær inn
til þeirra, er í myrkri sitja.
Eins og orðið varð hold og tók
sjer bústað hjá oss hin fyrstu jól,
þannig á það enn að verða hold og
teka sjer bústað hjá þjer, ef þú átt að
geta haldið sannarleg jól og verið
viðbúinn að mæta honum, sem ef til
vill kemur áður en hringt verður
klukkum til næstu jóla.
Á. Jóh.
Aíínar kæru dcmur
oo herrar!
HJer hafið þjer alla
þá litl sem þjer þurlið
á skó yðar!
Cherry Blossom skóáburður.
Fæst í öllum helstu skóbúðum og verslunum á íslandi.
í heildsölu hjá Kr. Ó. Skagfjörö, Reykjavlk.
■iiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiii
s
s
Stand'
Ferða
fónar
mest úrval. Verð frá 2.25, Barnaplötur 1.00,
íslenskir jólasálmar nýinnspilaðir.
Seðlaveski
frá 2.00 upp í 40.00.
Buddur. Visitkortamöppur.
Skjalapöppur. Skrifmöppur.
Dömuveski
er kærkomnasta jólagjöfin.
frá 2.50 upp í 50.00.
Austurstræti 1
Sími 656.
Laugaveg 38
Sími 15.
■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiia