Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 15

Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 15
F Á L K I N N 15 en ekki þoka og súld, mundum við hafa sjeð ísland i nálægt 160 kíló- metra fjarlægð. Vatnajökull var stór og tignarlegur framundan, og hefði verið auðvelt að sjá hann í svo mik- illi fjarlægð í góðu veðri. 20 mínút- um síðar þóttist varaflugstjórinn sjá land, en svo bar ský fyrir aftur. Greinilega landsýn fengum við ekki fyr en kl. 19.20. Við sáum þá tvær smáeyjar eða kletta og vissum við þá, að við vorum á rjettri leið. „Navigatörinn' sagði, að það væri slembilukka að við hefðum haldið svo vel rjettri leið, en honum er það til lofs, hve vel tókst að halda leið- inni við jafn erfiðar aðstæður. Ekki höfðuin við sjeð nokkurt skip alla eið. Og hefði eitthvað ó- happ viljað til eða hreyfill bilað, er ekki gott að segja hvernig farið hefði. Að visu var danskt varðskip við Færeyjar og hefði það gert leit að okkur, ef við hefðuin ekki komið fram á rjettum tima, en með þvi að við fórum með 160—175 km. hraða og skipið með um 20 kílómetra, þá hefði þess orðið langt að biða, að það hefði náð okkur, ef það hefði þá getað fundið okkur. Undir eins og við sáum land beygðum við til vinstri og flugum með suðurströnd landsins. Aldrei hefi jeg sjeð jafn einkennilega strandlengju; nærri þráðbeinar lin- ur ineð fjölda af ám, sumuin svo ós- breiðum, að þær líkjast fjörðum. Fjöllin, sem að austanverðu eru mjög nærri sjó eftir uppdrættinuin að dæma, voru lengra undan en inað- ur hugði, en milli þeirra og sjávar breiðir og marflatir sandflákar, myndaðir af framburði jöklanna og öskufalli eldfjallanna. Þarna var auðvelt að dæma um yfirburði landmælinga út loftinu yfir venjulegar mæjingaaðferðir. Það hlýtur að vera erfitt að ferðast um þessi svæði, yfir jökulár og upp um fjöll. Af sjó er ómögulegt að leysis og brims. Enda er þetta svæði kallað „grafreitur skipanna“. Við flugum nú yfir brúnleitar leir- komast í land þarna, vegna hafn- ur, með lónum og sumstaðar svo þjettum álum, að landið varð likast þjettriðnu neti, úr loftinu að sjá. Þar var krökt af sjófuglum; við flug- um lágt og þeir fældust þegar þeir heyrðu hávaðann í okkur og sáu þetta fljúgandi ferliki. En einkenni- legast var að sjá skipsflökin með fram sjónum. Við töldum yfir 50. Úr sumum þeirra hafði alt timbur ver- ið rifið, líklega til eídsneytis? Sum- staðar var ekkert eftir nema skrokk- urinn. Við fórum fram hjá Reynisdröng- um kl. 8.50 um kvöldið. Bæði hjer og við Dyrhólaey eru afar einkenni- lcgar bergmyndanir, háir drangar slanda upp úr sjónum, mjög líkir „Náhmum“ svonefndu við eyjuna Wight. Þarna er slór steinbogi í ein- um höfðanum og til vinstri heil fylking af klettum upp úr hafinu. Við sáuin bráðum, að þetta voru Vestmannaeyjar. Hafði jeg komið þar áður, á ferðum mínum til ís- lands og dáðst að Heimakletti og standberginu þar og Helgafelli, hinu dauða eldfjalli. Og uppi í kletlun- um í Vestmannaeyjum sá jeg i fyrsta sinn mann á fuglaveiðum ineð háfi. Þegar hingað kom varð útsýnið betra til lands en áður og eftir skamma stund sáum við hverareyk- ina í Krísuvík. Jeg hafði fyrir tveim- ur árum komið þangað og skoðað hverina, ásamt ræðismanni Þjóð- verja, franska ræðismanninum og is- lenskum fylgdarmanni. Verð jeg að láta stutta 'lýsingu nægja, enda þekkja víst flestir Islendingar Krísu- vík betur en jeg. Umhverfi hveranna var með öllum hugsanlegum litum, blátt, gult (af brennisteini), mórautt, grænt og hvítt. og fram undan okkur voru gígarnir, sumir fullir af vell- andi gráum graut, aðrir tómir og heyrðist frá þeim hryglukend hvæs- andi suða. Manni finst jörðin nötra undir fótunum og mekkirnir sjást rísa um 300 fet upp í loftið. Töfr- andi sjón! — En nú verðum við að hverfa inn í ský. Stefnan er sett beint á Reykjavík, við höldum beint á land og stigum upp í 4500 feta hæð, til þess að spara okkur krók- inn fyrir Reykjanes. Nú erum við yfir landi. Mikil eru viðbrigðin. Þegar jeg var seinast á þessum slóð- um, vorum við marga klukkutíma að klöngrast ríðandi yfir hraunið og auðnina, þar sem enga lifandi skepnu var að sjá nema hrafn við og við. Landslagið var hrikalegt og töfrandi. En úr loftinu var það enn tilkomumeira, þvi að nú var hægt að rekja greinilega eigi aðeins rensli yngstu hraunanna heldur einnig eldri lirauna og sjá upptök þeirra. Ur þeirri hæð, sem við flugum í, sást greinilega hvernig hraunið hafði runnið og hvernig það hafði stað- næmst við mishæðir, alveg eins og þegar alda brotnar á grynningum. Við sáum bæ fram undan! Hafnar- fjörð og fyrir handan hann Reykja- vik á mjóu nesi, en haf á milli. Við liöfðum eygt ákvörðunarstaðinn, og mátti sjá gleðisvip á hverjum manni, þó að ekki væri margt sagt. Við vorura komnir! Flugum nokkra hringi yfir bænum og lent- um síðan á ytri höfninni kl. 10.15, eða rjettara sagt kl. 22.15 eftir ensk- um sumartíma. íslendingar nota sjer ekki þessa „uppfyndingu“, sumartím- ann eða búmannsklukkuna, nema ef til vill í sveitinni. Auk þess er mismunur simaklukkunnar í Eng- landi og íslandi einn tími, svo að i Reykjavík var klukkan ekki nema viljið vera vissar um að fá þá steinolíu sem hentar best. lömpum yðar og suðuáhöldum, þá biðjið um Háttvirtu húsmæður, SOLARLJOS Sólarljós steinolíu Hið íslenska steinolíufjelag. ATH. ASeins hjá þeim kaupmönnum, þar sem þjer sjáið hið emal. bláa skilti, með hvítri rönd, og rauðum og hvítum stöfum, fáið þjer liina rjettu Steinnlia Petroleum Símnefni {

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.