Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 35
F Á L K I N N
35
einu sinni, sagði hún. Og Kaspari
varð að sletta til nefinu ekki einu-
essan hló svo tárin streymdu niður
sinni heldur tuttugu sinnum og prins-
eftir kinnum hennar.
— Mjer líkar við þig, sagði hún,
þjer vil jeg giftast. Iíomdu við skul-
um fara til pabba og segja honum
það.
Og svo dró hún kynjakarlinn með
sjer til konungsins en konungurinn
klóraði sjer á bak við eyrað og horfði
á þau til skiftis.
— Hægt, hægt hastaði hann á þau.
Fyrst er best að sjá hvort ekki eru
hjer fleiri biðlar saman komnir.
Jú, það er víst enginn vafi á því.
Bæði Efríam, hrúðan hennar Klöru,
björninn og tin-herforinginn vildu
allir ná í prinsessuna.
— Nú skulum við sjá, hvað þið
getið, sagði konungurinn og setti
á sig merkissvip. Hvað getur þú?
sagði hann við Eiríam.
Já — Efríam veslingurinn gat ekki
neitt, það var merki um það, að
hann var af göfugu bergi brotinn,
sagði gamall hirðsiðameistari. En
konungurinn vildi ekki eiga tengda-
son, sem ekki væri nýtur til neins.
Svo Efríam mátti labba leiðar sinnar.
— Hvað getur þú þá? spurði kon-
ungurinn björninn.
— Jeg get sagt mamma, ef þú styð-
ur á magann á mjer, svaraði hann.
En kóngi fanst hann hafa annað að
gera en labba um og slyðja á mag-
ann á tengdasyni sínum. Og svo
varð björninn að skunda burtu.
—Nú hvað getur þú þá, sagði hann
við Kaspara.
— Jeg get ort vísur, sagði kynja-
karlinn og hélt að það rnyndi nú
eiga við konginn.
— Nú, það var heldur lítið, sagði
konungur og hristi höfuðið.
— Hann getur líka fitjað upp á
trýnið, skaut prinsessan í flýti inn i.
— Nú já, það er þá að minsta
kosti eitthvað verulegt, sagði kon-
ungurinn og öll hirðin hló.
— Þetta er ágætt, sagði konung-
urinn, en nú skulum við heyra hvað
seinasti biðillinn hefir til síns á-
gætis. Hvað getur þú?
— Jeg get haldið á byssu, svaraði
tinhermaðurinn og stóð teinrjettur.
— Það kann að vera gott í stríði,
sagði kongurinn. Geturðu ekki neitt
annað?
: 11 — ROYAL CORD 1
IE=5*£fcE=lE===E=
,Royal Cord‘
bifreiðagúmmí
er ódýrast og endingarbest
v.
af öllu blfreiðagúmmíi.
Notið það eingöngu
á bifreiðar yðar.
Aðalumboð:
H. Benediktsson & Co.
Sími 8 (fjórar línur).