Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 30
so
P Á L K I N N
Þegar útlendir menn gera sjer hug-
hugmynd um ísland, dæma þeir það
eftir þeim íslendingum, sem þeir
þekkja. Engan íslending þekkja jafn
margir málsmetandi menn erlendir
og Svein Björnsson. Fáninn er tákn
hins fullvalda íslenska ríkis og sendi-
herrann er hið lifandi tákn þjóðar-
innar erlendis. Og íslendingum er
sómi að slíkum merkisbera, sem
Sveinn Björnsson er.
Allar horfur eru á því, að frá
árinu 1943 muni íslendingar
sjálfir taka að sjer meðferð ut-
anríkismála sinna. En ef vel á
að fara, þá verður það ekki gert
svo í lagi sje, nema að landið
eigi þá góðan flokk æfðra manna,
sem bæði hafa þekking og kunn-
áttu til, að geta komið fram fyrir
landsins hönd og rekið erindi
þess meðal framandi þjóða.
Þeir, sem af mestum sparnaði
hugsa um erindrekstur íslands
erlendis, komast að þeirri niður-
stöðu, að eigi verði komist af
með færri en fjóra til sex sendi-
menn, en sennilegt er, að þeir
rnundu brátt þykja of fáir, þó
að sægur ólaunaðra ræðismanna
yrði skipaður í öllum löndum,
sem íslendingar hafa nokkur
yeruleg skifti við. En þó undar-
legt megi virðast hefir komið
fram tillaga um það, að þessir
sendimenn yrðu ekki sendiherr-
ar heldur sendifulltrúar (chargé
d’affaires), til þess að spara land-
inu kostnað við risnuskyldu
sendiherra. En það er tvímæla-
laust, að þetta yrði dýr sparnað-
I-
ur því að embættislieitis 6Íns
vegna mundu sendifulltrúar alls
ekki liafa sömu afstöðu og sendi-
herrar hafa og alls ekki hafa
þau rjettindi, sem sendiherrum
eru veitt.
íslendingar verða því að vera
vel birgir af „sendiherraefnum“
árið 1943.
Það er vonandi, að Island beri
gæfu til að hafa nógu af slíkum
mönnum á að skipa, þegar þar
að kemur. „Gangan fyrsta“ í
þessum efnum var ekki ill, held-
ur góð. Og þeir sem síðar koma
hafa góða fyrirmynd, til að læra
af.
íslenskum sjálfstæðismálum
var það mikið happ, að svo skyldi
skipast til um veitingu hins
fyrsta íslenska sendiherraem-
bættis, scm raun varð á. Ef hinn
fyrsti íslenski sendiherra hefði
ekki staðið vel í stöðu sinni er
liætt við að raddirnar -um „tildr-
ið“ hefðu ekki þagnað heldur
magnast. Og þá gat farið svo, að
ísland væri i dag án þeirrar stofn-
unar, sem frekar öllum öðrum
hefir sýnt og sannað öðrum þjóð-
um, að íslendingar eru til og að
þeir eiga rjett á að vera til.
---,!=»=="•- "
MYNDIRNAR:
Frú Georgia Björnsson og
Sveinn Björnsson sendiherra
heima hjá sjer.
=-';. ■
J
4
i