Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 29

Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 29
F Á L K I N N 29 unum þegar hann er spurður. Enda hefir hann starfað óslitið að íslands- málum, og einkum þeim sem út á við horfa, síðan stjórnin flutti^t iiln i landið. Hinumeginn aðalskrifstofunnar situr Sveinn B.jörnsson — sendiherr- ann. Honum skal ekki lýsa frekar en gert hefir verið hjer að framan, því að hann þekkja í raun og veru allir. En þess má geta, að gesturinn sem þangað kemur, gleymir því fljótt, að hann er staddur inni hjá „stór- höfðingja“, því að sendiherrann er látlaus maður og laus við emhættis- stærilæti. Gesturinn talar ósjálfrátt við hann eins og gamlan vin, sem hann ber þó mikla virðingu fyrir. En sendiherrann ])arf oftaðbregða sjer að heiman. Það þurfa sendi- herrar yfirleitt, en ekki á þetta síst við um sendiherra íslands. Aðrar þjóðir hafa sendiherra i flestum hin- um stærri ríkjaum eða öllum, en ís- lendingar hafa aðeins einn sendi- herra fyrir allan heiminn, þ. e. a. s. sendiherra, sem þeir eiga sjálfir. Og þvi er það oft, að þegar íslendingar þurfa að reka afdrifarík mál við aðrar þjóðir, þá er sendiherra vor ekki aðeins sendiherra í Danmörku heldur líka annarsstaðar. Þá kemur hann til skjalanna þar, sem dönsku sendiherrarnir fara með málefni ís- lands að jafnaði. Þannig hefir Sveinn Björnsson ferðast í erindum þjóðar sinnar til flestra liinna rneiri landa Evrópu, einkanlega þeirra, sem mikil viðskifti hafa við ísland. í Kauþmannahöfn eru saman komnir sendiherrar frá nær öllum ríkjum í Evrópu og flestum stórveld- um utan Evrópu. Sum riki hafa ekki nema einn sendiherra fyrir Norður- lönd og situr hann þá annaðhvort í Kaupmannahöfn eða Stokkhólmi. Þessir sendiherrar eru flestir líka er- indrekar þjóðar sinnar fyrir ísland. Þeir hafa fæstir tækifæri til að kynn- ast landsstjórninni íslensku, þvi að ráðherrar íslands koma til Kaup- mannahafnar sem gestir og dvelja þar skamt. En þeir kynnast sendi- herranum íslenska og leita til hans, þegar þeir þurfa að afla sjer upp- lýsinga um land vort. Og þó að sendi- herrar þjóðanna eigi að vera vel að sjer um stjórnskipun landa og þjóð- rjettarstöðu, þá mun sannleikurinn vera sá, að sumir þeirra vissú ekki að ísland var sjálfstætt riki, fyr en þeir uppgötvuðu, að landið hafði sendiherra i Kaupmannahöfn. íslend- ingum finst þetta skrítið, því að smá- þjóðin hyggur sig jafnan stærri i annara augum en hún er. Þeim finst það frámunaleg vanþekking, ef mað- ur sunnan úr Rúmeniu heldur, að ís- land hafi sömu rjettarstöðu og t. d. Færeyjar. En það er föst regla, að stærri þjóðirnar vita altaf minna um þær, sem þeim eru smærri en minni þjóðirnar um þær, sem þeim eru stærri, og er þetta eðlilegt. Og ef fara ætti út í þá sálma, að prófa þekkingu íslendinga á stjórnskipun ýmsra smáríkja útf um heim, þá mundi þekkingin líklega ná skamt. í þessum hópi ríkjafulltrúanna er Sveinn Björnsson sá, sem hefir minsta rikið að baki sjer. Ef leggja skal höfðatölu ríkjanna, sem að baki slanda, til grundvallar, verður lítið úr sendiherra íslands við hliðina á t. d. sendiherra breska heimsrikisins, Þjóðverja eða Bandaríkjamanna. Og það ræður að líkum, að sendiherra Islands getur ekki haldið uppi jafn stórfeldri risnu og stórveldafulltrú- arnir. Það var sagt um einn sendi- herra Þjóðverja, sem sat í Kaup- mannahöfn skömmu fyrir stríð, að hann horgaði í húsaleigu fyrir höll þá, sem hann hafði á Kóngsins Nýja- torfi, jafnmargar krónur danskar og hann hefði þýsk mörk í laun. Þetta mun vera satt og sýnir sagan, að sendiherrar verða oftast nær að leggja fram fje úr eigin vasa til þess að halda uppi risnu, — verða með öðrum orðum að vera ríkir menn. En sem betur fer er það hvorki höfðatalan, sem að baki sendiherr- anna stendur, nje aurarnir hans, sem mestu ræður, heldur er það mann- gildið. Og manngildi sendiherra vors eigum við að þakka það álit, sem sendisveitin íslenska og þá ísland um leið, hefir hlotið i þessum hópi. Þó að Sveinn Björnsson hafi ekki hlotið það „uppeldi", sem þeir fá, sem ætla sjer út á ,,diplomatisku“ brautina — en það er alla jafnan fólgið í þvi, að menn gerast starfs- menn i utanrikisráðuneyti að loknu embættisprófi og starfa síðan við sendisveitir rikisins, sem skrifarar eða fulltrúar — þá hefir hann ekki reynst i neinu eftirbátur annara. Hann hefir reynst rjettur maður á rjettum stað. En utan skrifstofunnar hefir sendi- herra mörgum störfum að gegna lika. Samkvæmislif er ríkur þáttur i starfi „diplomatanna“ og í samkvæmun- um er oft greitt fyrir málum, sem ef til vill mundu stranda, ef þeim væri aðeins opin skrifstofuleiðin. Sendiherrann verður að þiggja boð og halda veislur, halda uppi risnu. Og hann verður því að hafa stórt heimili. Og risnan hvilir ekki á sendiherranuin einum heldur og hús- móðurinni. Sendiherra íslands á heima i Stokkhólmsgötu. Hann hefir engar hallir, eins og sendimenn stórþjóð- anna, en heimili hans er orðlagt fyr- ir smekkvísi í húsbúnaði — og fyrir alúðlega húsbændur, sem hafa lag á að láta gestum sinum líða vel. Frú- in er vel til þess fallin, að vera tengi- liður inilli Islendinga og Dana, þvi hún er af dönskum ættum. Frú Ge- orgia Björnson er dóttir Henrik Han- sen lyfsala i Hobro. Þau hjónin gift- ust árið 1908. MYNDIRNAR: Á heimili sendiherrans i Stokkhólmsgötu í Kaupmanna höfn. Á myndinni til vinstri situr Sveinn Björnsson við skrifborðið. Veggirnir eru skreyttir íslenskum mál- verkum. bir-.v. , IF===IB^SI—^=id \

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.