Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 26
26
F Á L K I N N
1
Eftir að sambandslögin frá
1918 voru gengin í gildi var, þó
undarlegt þyki nú, talsvert þref
um það milli stjórnmálaflokk-
anna, að hve miklu leyti Island
skyldi sjálft taka þátt í meðferð
utanríkismála sinna. Dönum
liafði með sambandslögunum
verið falið, að fara með utanrík-
ismálin í umboði íslendinga og
var svo að sjá, að sumir vildu
láta þetta nægja, enda hafði Is-
land samkvæmt lögunum fengið
sjerstakan trúnaðarmann í utan-
ríkisráðuneytinu danska.
Þó var það augljóst að allur
rekstur mála vorra við Dani, sem
vitanlega telst til íslenskra utan-
ríkismála, gat tæplega talist
undir þessi mál, sem utanríkis-
ráðuneytinu var falið að fara
með fyrir Islands hönd. Það hefði
i raun og veru verið það sama,
sem að selja Dönum sjálfdæmi í
öllum þeim málum, sem íslend-
ingar þyrftu að útkljá við Dani.
Enda sendu Danir bráðlega út
hingað umboðsmann með sendi-
herraumboði og liafa jafnan haft
sendiherra hjer síðan . Var því
ekkert eðlilegra, en að íslending-
ar svöruðu þessu með því, að
senda samskonar trúnaðarmann
til Danmerkur, til þess að gæta
rjettinda landsins og vera fyrir-
svarsmaður Islands út á við. En
talsverð rinnna stóð um þctta
hjer á landi, því að hjer er alt
pólitiskt. Sendiherrann væntan-
legi var uppnefndur tildurherra
og þvi var óspart haldið að al-
menningi, að þvi fje, sem varið
væri til stofnunar þessa embætt-
is, væri beinlínis fleygt í sjóinn.
En svo fór nú samt, að em-
bættið var stofnað og sendiherr-
ann, liinn fyrsti opinberi fulltrúi
islenska ríkisins erlendis, tók við
starfinu á miðju sumri 1920.
Var embættið óþarft? Það get-
ur verið, að enn sjeu til menn—
þó að áreiðanlega sjeu þeir orðn-
ir fáir nú — sem halda þessu
fram í alvöru. Er því rjett að
drepa nokkrum orðum á það
starf, sem sendiherra er ætlað að
rækja yfirleitt, og íhuga sjer-
staklega, hvort að íslenska þjóð-
in hafi ekki nægilegt verkefni
handa þessum eina sendiherra,
sem hún á enn sem komið er.
Sendiherrar eru fullábyrgir
írúnaðarmenn þjóðar sinnar.
Þeir bera ráðherraheiti enda ráða
i
í
13»