Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 12

Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 12
12 P Á L K I N N J* Fyrsla farjDegaílng til Islands* Eftir Arthur F. R. Cotton. Þegar jeg lít yfir það, sem á dag- ána hefir drifið siðustu þrjár vik- nrnar, þá á jeg bágt með að gera mjer grein fyrir, hve nfar margbrot- ið það hefir verið, ÍSLAND. Jeg hefi tvisvar sinnuin --------komið til Islands áður, í bæði skiftin mjer til mikillar á- nægju, i fyrsta lagi vegna þess að alt var mjer nýtt, sem bar fyrir aug- un; i öðru lagi fyrir það hve nátt- úrufegurðin var undursamleg; í þriðja lagi vegna þess hve landsbú- ar voru aðlaðandi. Þessar ferðir fór jeg með eim- skipi frá Lelth, með 10 kvartmílna meðalhraða. Að undanteknum nokkr- um bílferðum, varði jeg dvalartíma mínum á íslandi i ferðalög á hest- baki, til þess að skoða landið, og er jeg kom aftur til Reykjavíkur dvaldi jeg þar um tíma og naut frá- bærrar gestrisni bæjarbúa. En nú renni jeg huganum til síð- ustu ferðarinnar. Mjer veittist sá heiður að vera boðið far til íslands á breskum flugbáti, öðrum af tveim- ur nýjustu flugvjelum hersins, sem áttu að vera viðstaddar þúsund ára minningarhátið Alþingis. Það hvern- ig hátíðahöldin fóru fram svo og viðurkenning svo margra erlendra rikja, er í sjálfu sjer svo fullnægj- andi vottur, að jeg þarf engu við að bæta um hátíðina. Mjer finst erfitt að trúa því sjálf- ur, að jeg skuli vera nýkominn úr, bókstaflega talað, flugheimsókn frá þessu landi. Jeg hafði altaf vitað um kyngöfgi íslendinga. Þeir hafa ranglega verið taldir einskonar ut- anveltu þjóð i Evrópu. Og framtíð- armöguleikar þjóðarinnar voru mjer augljósir eftir fyrstu komu mína þangað fyrir fimm árum og ennþá betur er jeg kom þangað aftur þrem- ur árum síðar. FLUGBÁTUR. Sannast að segja ------------- vissi jeg ekkert hvað það var. Fyrri reynslu mina af flugi hafði jeg af nokkrum ferðum milli London og Paris i Handley Page- vjel frá Imperial Airways, sem bar 16—20 farþega. Þar hafðist maður við í óvistlegum klefa, sat í lágum stólum, sem voru í tveim röðum eft- ir endilöngu en mjór gangur á milli, eftir miðjunni. Eigi að siður nota jeg oft þessi samgöngutæki til þess að spara tima, en engan veginn vegna þægindanna. Þarna keyrir hávaðinn í vjelinni úr hófi. Maður fær bóm- ullarlagð til að stinga i eyrun, en P " " " " ......^... í sumar sendi Bretastjárn flugbát hingaö á Aljnngishátíðtna, á- samt drekanum mikla, Rodney. Það er merkilegt víð þessa flug- ferð, að vjelin hafði meðferðis fyrsta manninn, sem flogið hefir hingað til lands sem farþegi, mr. A. F. R. Cotton frá London. Hann er fyrstur í þeim hópi, sem myndast mun þegar árin líða, vf flugfarþegum norðurleiðarinnar. Mr. Cotton hefir sýnt „Fálk- mum“ þá miklu velvild, að skrifa fyrir hann ágríp af ferðasögu úr þessu flugi. L i ii ii n--............. ij það stoðar litið. Auk þess kemur oliuþefur inn í skálann, og hann er óþægilegur. I stuttu máli: þó jeg sje sjóhraustur hefir mjer aldrei liðið vel í iandflugvjel. Hjer kemur enn- fremur annað til greiija, að þegar flogið er yfir land verður meira vart við lofttruflanir og loftholur, svo að vjelin kastast meira til og frá en þegar flogið er yfir sjó. Að fráskildu jiví, að jeg átti von á ein- stæðri ferð: að verða fyrsti farþeg- inn, sem flogið hefði frá Englandi til íslands og það í tilefni af svo merkilegum atburði, hlakkaði jeg ekki til ferðarinnar, sem jeg hjelt að mundi verða mjer óþægileg. Jeg ímyndaði mjer að jeg mundi verða eins og ræfill á leiðinni, mjer til leiðinda og hæfileg skotskífa fyrir spaug samferðarmannanna. Föstudagskvöldið 20. júní fór jeg með Iestinni frá London til Ply- mouth og fór rakleitt af stöðinni til flugstöðvar hersins i Mount Batten. Gert var ráð fyrir að leggja upp frá Plymouth kl. 9 um morguninn. Við höfðum safnað saman vistunum: niðursuðu, brauði, smjöri og drykkj- um, og með því að mjer ljek for- vitni á að sjá vistarveruna, sem mjer væri ætluð, fór jeg út með bátnum, sem flutti vistirnar um borð. Þegar við nálguðumst flugbátana varð jeg forviða á hve stórir þeir voru. Þetta voru Blackburn-Iris vjelar, hvor um sig með þreinur Rolls Roycehreyfl- um, sem liöfðu yfir 2000 hestöfl. Skrokkurinn, eða báturinn sjálfur, eins og mjer finst betra að kalla það, var yfir 60 feta langur. Við fórum um borð og mjer fanst líkast því að jeg væri kominn í kafbát af gamalli gerð, en alls ekki flugvjel. Svo hátt var undir loft, að stærstu menn gátu gengið upprjettir þar. Jeg fór fram í flugstjórarýmið og voru þar sæti og stýrisáhöld handa tveimur mönn- um, en skothurð var á milli, sem að- skildi stýrisklefann frá aðalklefan- um, en fyrir aftan hann var varð- mannsklefi. Til hæðri í aðalskálun- uin kom fyrst borð með skrifborðs- slól handa „navigatörnum“; voru þar uppdrættir og allskonar mælitæki. Þá kom næst borð og áhöld loft- skeytamannsins, þá skápur með alls- konar borðbúnaði og annar með drykkjarföngum allskonar. Þá kom næst athuganaborð, með aragrúa af mæliskífum og visirum; þar gat liðs- foringi sá, sein var á verði í vjelinni sjeð hitann á vjelunum, snúningshraða þeirra, hraða flugvjelarinnar, ben- síngjöfina og því um líkt. Alt þetta var i röð hægra megin i aðalskálan-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.