Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 11

Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 11
FÁLRINN 11 Sýningin í Stokkhólmi. í sumar sem leið var haldin í Stockhólmi sýning ein mikil, og stóð hún þanga'ð til í oktober. Sýn- ingarsvæðið var hið fegursta i skóg- inum við Djurgárdsviken og i beinu framhaldi einnar fegurstu götunnar i Stokkhólmi Strandvágen. Aðalhlutverk sýningar þgssarar var að sýna nýjar stefnur i bygg- ingarlist, hinn svokallaða „funktion- alisma“, sem ef til vill mætti kalla nýtingarstefnu á islensku. Og sýning- in bar nafn þessa ,„isma“, þvi að Sviar kölluðu liana „Funkis". Eins og kunnugt er hefir þessi nýja stefna rutt sjer mjög til rúms síðan ófriðn-. um lauk, ekki síst i Þýskalandi. Gengur hún út á að nota sem best alt húsrúm innan veggja, þannig að fólk fái sem mest húsrúm fyrir sem minsta peninga, en fari þó ekki á mis við þau þægindi, sem krafist er nú á tímum. Hið ytra eru hús þessi mjög óbrotin og engu varið til skreytingar, en hinsvegar lögð stund á, að aðallínur og gluggaskipun hús- anna gefi þeim sjálfstæðan og ein- kennilegan stil. Á verslunarhúsum, í stórborgum er einkum lögð stund á, að gera húsin sem breiðúst, (dýpst) svo að baklóðirnar nýtist til byggingar. En til þessa þarf fram- hlið hússins helst að vera með sem stærstum gluggum, svo að birtan berist sem lengst inn í húsið. Á „Funkis" voru jafnframt sýnd húsgögn allskonar i þessum nýja stíl og öil nýtísku áhöld til þess að ljetta húsmóðurstörfin. En þessi áhöld eru orðin mörg, þar sem rafmagnið hefir verið tekið í þjónustu heimilanna. Þarna var „Plantetaríum" frá Zeiss er sýndi inanni hvernig him- inhvolfíð lítur út á ýmsum timum dags, árs og aldar, — hin mesta dvergasmið. Þar var sveitabýli, bú- ið öllum þeim tískutækjum, sem menn þekkja best, þar var akvarium: safn lifandi sjávardýra, listiðnaðar- sýningar og allskonar iðnsýningsr. Og skemtideildin á sýningunni var talin hin fullkomnasta, sem sjest hef- ir á nokkurri sýningu á Norðurlönd- um. Hjer eru tvær myndir frá sýn- ingunni. Önnur sýnir sýningarsvæð- ið uppljómað að kvöldi dags og var það þá undur fagurt yfir að líta. Hin myndin sýnir aðal veitingaskál- ann á sýningunni. Var han kallað- ur „Paradiset“. Hús þetta er bygt í „fúnkis“-stil. Mjög voru menn ósamdóma um þessa sýningu og fjekk bygginga- meistari sá, sem mestu hafði ráðið um tilhögun hennar, margt óþvegið orð að heyra. En víst er, að sýning- ir. náði aðaltilgangi sinum: að draga innlent og útlent ferðafólk til Stokk- hólms. Var straumurinn þangað í alt liðlangt sumar og borgarbúar fjenuð- ust vel á. Og sýningin sjálf bar sig vel fjárhagslega. Frá sýningunni er örstutt leið út að Nordiska Museet og að „Skan- sen“, en þar er einn aðalskemtistað- ur borgarbúa. Er aðeins mjótt sund á milji. Við sundið var hið fjölskrúð- uga safn alls konar lilandi sjávar- dýra, gert af miklum hagleik og hafði kostnað afar mikinn undirbúning. Einn þáttur sýniiigarinnar er ó- lalinn, sem kallaður var „Sviaríki“. Þar var leitast við að sýna Svíann og undirstrika, i hverju hann er sjerkennilegastur. Var margt á þeirri sýningu meinfyndið og skemtilegt. K !| • í . -.i h NABH Aflmeiri, sterkari, þægilegri, en þó ódýrari. Þannig er NASH-bifreiðin 1931. IlraÖa, fegurð og auðveldni í meðferð — alt þetta sameinar Nash-bifreiðin til fullkomnunar. Rejmslan liefir sýnt að nokkur hundruð króna mismun í kaup- verði fá menn margfaldlega end- urgoldinn í langlífi vagnsins og ágmarks viðgerðakostnaði. Sifiurþór Jónsson, Austurstr. Aðalumboðsmaður á íslandi fyrir NASH MOTOR COMPANY, Kenosha, Wisconsin. I. Brynjólfsson & Kvaran.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.