Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 28
28
F Á L K I N N
heyrt, fyrir sjerstaka lipurð sína,
kurteisi og prúðmensku, alstaðar
og i aJlra garð.
Og mönnum skildist^ að allir
þessir eiginleikar mundu ekki
vera óþarfir þeim, er gegna
skyldi liinni þýðingarmiklu
stöðu. Skildist það svo vel, að
sjaldan eða aldrei á siðustu tím-
um hafa menn verið jafn sam-
mála um nokkra embættisveit-
ingu.
Nú eru liðin tíu ár síðan þetta
gerðist. Að vísu hefir Sveinn
Björnsson ekki verið sendiherra
í tíu ár, þó að hann væri skip-
aður 1920 og sje sendiherra enn.
Því að þegar þingið fór að reyna
að spara hjer um árið þegar
kreppan var sem verst, var m. a.
borið niður á sendiherranum og
lögunum um embættið breytt á
þann veg, að sendiherra skyldi
hafa í Kaupmannahöfn, þegar
fje væri veitt til þess á fjárlög-
unum. Og fjeð var ekki veitt á
fjárlögunum fyrir árin 1924 og
’25. Sveinn Björnsson fluttist þá
iieim, eftir að bafa fengið lausn
frá embættinu 19. maí 1924 og
sat hjer í Reykjavík næstu tvö
árin og gerðist hæstarjettarmála-
flutningsmaður á ný. Þessi tvö
árin gegndi Jón Krabbe sendi-
sveitarfulltrúi (charge de’ affair-
es) embættinu, en hann er jafn-
framt trúnaðarmaður íslands í
utanríkisráðuneytinu. En 15. júni
var sendilierra skipaður á ný,
Sveinn Björnsson, og hefir hann
gegnt embættinu síðan.
Jólablað Fálkans sýnir hjer nokkr-
ar myndir af sendisveitarbústaðnum
i Kaupmannahöfn og af heimili
sendiherrans. Giskum vjer á, að
mörgum leiki forvitni á að sjá,
hvernig umhorfs er, þar sem útlend-
ir menn og íslenskir koma inn er-
lendis, til þess að fá afgreiðslu mála
sinna hjá íslensku stjórnarvaldi, eða
þar, sem fulltrúar annara ríkja koma
i heimsókn til íslensks sendiherra,
til gagnkvæmrar viðkynningar og
skrafs og ráðagerða um landctnna
gagn og nauðsynjar. Landanna, sem
þeir eru fulltrúar fyrir.
Skrifstofa sendisveitarinnar er í
Ny Vestergade 21. Er sá staður í
hjarta borgarinnar, stendur við hlið-
ina á húsi vísindafjelagsins danska,
sem veit út að torgi því er högg-
myndasafnið danska stendur við. Er
aðeins steinsnar að sendisveitarbú-
staðnum frá ráðhúsinu.
Sendisveitarskrifstofurnar eru á
2. hæð (1. Sal, sem kallað er i Dan-
mörku). Kemur þar fyrst inn á af-
greiðsluskrifstofuna og er þar fyrir
svörum Tryggvi Sveinbjarnarson
sendisveitarritari, sem verið hefir
starfsmaður sendisveitarinnar frá
byrjun og var áður á islensku stjórn-
arráðsskrifstofunni í Kaupmanna-
höfn. Tryggvi er maður margfróður
og getur oft leyst úr vanda gestanna,
án þess að hjálp sendiherra, eða
sendisveitarfulltrúa komi til; en
Tryggvi veit skil á fleiru en vega-
brjefum, lagabókstöfum, lögskrán-
ingum og slíku, því að hann er skáld,
og undir eins og lokað er skrifstof-
unni skellir hann aftur prótokollun-
um og fer að skrifa leikrit. Hefir
eitt af leikritum hans verið sýnt á
sjálfu konunglega leikhúsinu í Kaup-
mannahöfn.
En sumir þurfa að finna sendi-
herrann eða sendisveitarfulltrúann.
Skrifstofur þeirra liggja á báðar hlið-
ar almennu skrifstofunni. Á annari
situr Jón Krabbe sendisveitarfulltrúi.
Má segja um hann, að hann sje elsti
sendiherra íslands erlendis. Að af-
loknu námi varð hann aðstoðar-
maður á íslensku stjórnarráðsskrif-
stofunni og skrifstofustjóri hennar
er Ólafur heitinn Halldórsson kon-
ferensráð sagði af sjer þvi starfi,
1909. Jafnframt var hann yfirrjettar-
málaflutningsmaður í Kaupmanna-
höfn„ alt þangað til hann varð trún-
aðarmaður íslands i utanríkisráðu-
neytinu. Krabbe er gagnkunnugur
öllum íslenskum málum, sem að út-
löndum vita, sjerlega samviskusam-
ur embættismaður og nýtur óskoraðs
trausts allra, sem við hann eiga
nokkur skifti. Þó fæddur sje hann í
Danmörku og af dönskum föður hef-
ir hann jafnan verið dyggur forsvari
fslands í þeim mörgu málum, sem
hann hefir rekið erlendis fyrir þess
hönd og hafa íslenskir ráðherrar
eigi farið leynt með, að landið eigi
hauk í horni, þar sein hann er. En
ráðherrarnir vita, stöðu sinnar
vegna best deili á starfi Krabbe —
bæði fyrir og eftir 1918. — Hann er
sonur Haralds Krabbe prófessors,
sem fyrstur manna grófst fyrir or-
sakir sullaveikinnar hjer á landi,
en móðir hans var dóttir góðs ís-
lendings, Jóns heitins Guðmundsson-
ar ritstjóra. Er Krabbe heitinn eftir
móðurafa sínum. Hann er fæddur og
uppalinn i Danmörku og liefir ætíð
átt þar heima, en oft komið til ís-
lands á sumrum og dvalið hjer um
tima. Hefir hann þrásinnis komið
fram fyrir íslands hönd við samn-
ingagerðir ýmiskonar. Og sendisveit-
arskrifstofunum stjórnar hann jafn-
an þegar Sveinn Björnsson er fjar-
verandi, og eins og áður er sagt hafði
hann forstöðu sendisveitarinnar í
þau tvö ár, sem sendiherraembættið
lá niðri.
En jafnframt er Krabbe trúnaðar-
maður íslands í utanríkisráðuneyt-
inu. Starf hans þar er einkum það,
að leggja íslensk mál fyrir utanríkis-
stjórnina og skýra þau og gefa henni
upplýsingar um þau mál, sem henni
er falið að reka fyrir íslands hönd.
Ræður það að líkum, að þetta sje
ábyrgðarmikið starf og oft vanda-
samt. En auk meðfæddra ágætra
liæfileika hefir Iírabbe orðið svo
langa reynslu i íslenskum mólum og
svo staðgóða þekkingu á þeim, að
það er aldrei komið að tómum kof-
4
4
i
-Ij
t
I