Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 13

Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 i Brezka flugvjeli sem kom hingað á Alþingishálíðina, notaði eingöngu „ S h e 11 “ b e n s í n á flugi sínu frá Englandi og heim aftur. Enn ein sönnun fyrir gæði „Shell“ varanna. Brezka flugvjelin tekur -Shell- bensln á Reykjavlkurhöfn. Notið eingöngu „Shell“ bensín og smurningsolíur. H.f. „SHELL“ á íslandi. MYNDIRNAR: Að ofan er til vinstri: LiÖ- foringjarnir á Blackburn-lris vjelinni „1264“ ásamt farþeg- anum mr. Cotton, höfundi greinarinnar. Myndin tekin i Monnt Batten og birt með leyfi Western Morning Neu)s Company. Að neðan: Flugbát- urinn 1264 I Reykjavík og á flugi yfir Reykjavík. Til hægri: Þingvellir úr loftinu. Myndirnar teknar af greinar- höfundi um. Til vinstri kom legubekkur með fram hliðinni. Uppi i loftinu voru allskonar athuganaáhöld, þar á með- al handfang, sem maður mátti vara sig á að snerta, því að það var til þess ætlað að lyfta upp loftskeyta- stöngunum uppi á efri væng.juum. Beint á móti borði „navigatörsins“ lá stórt akkeri. Jeg varð fyrst hissa á að sjá það, en svo mundi jeg að þegar öllu var á botninn hvolft var þetta þó flug bátur, sem þurfti á stjóra að halda þegar hann lá. Þegar lengra kom aftur i skálann var litið útskot upp úr mænirnum. Þar voru áhöld til þess að breyta streymi bensínsins að vjelunum, eft- ir því sem þurfa þótti. Þaðan mátti lika sjá út á neðri vængina. Þarna aftur í voru líka rúm áhafn- arinnar. Þessa stundina voru þau öll full af fataöskjum, bögglum og pinkl- um áhafnarinnar; m. a. mátti sjá ]>ar bæði veiðistöng og tennisspaða. Enn aftar kom matvælabúrið með kælirúmi, og mjer til furðu oliu- eldavjel rjett hjá. Samt var ekki enn- þá komið „aftur í hala“ á vjelinni. Birta var næg, því að röð af „kýr- augum“ var á báðum hliðum og voru þau vitanlega lokuð, þegar vjelin var í gangi. Auk þeirra voru sjer- stök op, sem gátu staðið opin þó flogið væri, til þess að hleypa inn lofti, en urðu að vera aftur þegar vjelin lá á sjó. Á hernaðartímum eru op þessi notuð fyrir vjelbyssukjaft- ana. Enn aftar var önnur loftskeyta- stöð og þar fyrir aftan langur smá- mjókkandi og lækkandi gangur, þar sem geymdir voru varahlutar til vjelarinnar o. s. frv.; hjer gat maður ekki slaðið upprjettur og til þess að komast þau 20 fet, sem enn voru eftir aftur í hala, varð maður að skriða. Allur skrokkurinn er úr málmi. Á efri vængjunum voru þrir ben- síngeymar og tók hver þeirra rúin- ar 330 gallónur. Við höfðum um 1000 gallónur (4540 lítra) af bensini og veitti ekki af, því að hreyflarnir eyddu 100 gallónum á klukkustund. Flugbátar af þessari Stærð hafa flogið með 32 rnenn, en áhöfnin var að þessu sinni: þrír liðsforingjar, jeg og fimm aðstoðarmenn og liegar lilið er á hve iriikið við höfðum af eldsneyti, auk mikils flutnings og yfir 500 Ibs. af varahlutuin um borð, þá var hleðslan sæmileg, nfl. um 32.000 Ibs. eða um 15 smálestir hvor bátur, með öllu saman. Hefi jeg nú gefið nokkra liugmynd um, hvernig umhorfs var þegar farið var af stað. Flugbátarnir voru tveir, nr. 1263 og 1264. Okkur var ætlað að verða samferða. Um morgunin vorum við snemma á fótum; en því miður voru veðurfregnirnar slæmar, svarta þoka yfir Ermasundi og lægð yfir frlandi. Þegar við höfðum beðið lengi var ákveðið að fresta fluginu til næsta dags. Við fórum um borð kl. 9V2 og komum fyrir dóti okkar. Samkvæmt herreglum urðum við að vera i flug- jökkum, úr vatnsþjettu efni og með sjerstöku fóðri, svo að þeir gætu hald- ið manni á floti í 8 tíma, ef einhver kynni að detta í sjóinn. Þegar jeg svo hafði sett upp flughjálminn var jeg tilbúinn. Jeg varð hissa þegar mjer var sagt, að það væri ekki nauð- synlcgt að troða bómull í eyrun, því að það var nauðsynlegt í landvjelun- um. Hreyflarnir voru settir á stað með liendinni, stóð einn maður við hvern, og sneri sveif. Hófust nú köll- in „contact“ og „off“ milli flugstjóra og ræsirs og eftir að sveifinni hafði verið snúið fáeina snúninga tók vjel- in til starfa. — ekki með hávaða eins og jeg hafði haldið heldur með lágu urri en stöku sinnum heyrðist hvell- ur af sprengingu. Hreyflarnir þrir voru settir á stað hver eftir annan og við sigldum um til þess að Iáta þá liitna. Skipshöfnin stóð við mæli- tækin og tilkynti flugstjóranum hvað vjelunum liði. Nú erum við ferðbún- irl Og nú gerist hávaði, þegar hert er á vjelunum þannig að þær nái rjettum snúninghraða, um 1800 snún- inga á mínútu, og það er niður í sjónum þegar skrokkurinn strýkst við hann. Jeg klifraði upp í varð- mannssætið, fann til undursamlegr- ar kendar við hraðann er við Ijctum í loft á nálægt 110 kílómetra ferð; þetta var kl. 9,35 að morgni, aðeins 25 minútum eftir að við komum um borð. Það var hægur andvari og dauður sjór. Við fórum í nálægt 2000 metra hæð. Jeg gæti helst likt hljóðinu i vjclunum viðj sterkan nið,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.