Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 22

Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 22
22 F A L K I N N Hjá konungsritara, heima og i höll. Jón Sveinhjörnsson konungs- ritari er fæddur í Reykjavik 2. febrúar 187(5 og er sonur Lárus- ar háyfirdómara Sveinbjörnsson- ar og' konu lians Jörginu en hún var dóttir liins þjóðkunna merk- ismanns Guðmundar Tliorgrím- sen á Eyrarbakka. Jón varð stú- dent 1895 í Reykjavik, lauk em- bættisprófi í lögfræði við Hafnar- liáskóla árið 1903 og varð starfs- maður í stjórnarráðinu í febrúar 1904, er það fluttist heim frá Kaupmannahöfn og var þar með- an að það var að komast á lagg- irnar. Tveim árum siðar flutti liann til Kaupmannahafnar og gerðist emhættismaður í yfir- rjettinum, en vann samtimis í danska fjármálaráðuneytinu fram að árinu 1918. Öll ófriðar- árin vann liann ennfremur á íslensku skrifstofunni í Kaup- mannahöfn en 1. desember 1918, þá er sjálfstæði íslands var við- urkent, var liann skipaður kon- ungsritari og ritari Fálkaorðu- nefndarinnar, er hún var stofnuð. Jón Sveinbjörnsson er fyrir löngu þektur um alt land fyrir heillavænleg afskifti af Islands- málum meðal Dana, frá því fyrir aldamót og þangað til sjálfstæð- isharáttunni var lokið. Vann hann þar ættjörð sinni mikið gagn, þó lítið hæri á því í bili, en síð- an hefir mönnum orðið ljós, hve þýðingarmikið það var, að eiga mann eins og Jón til að beita álirifum sinum i baráttunni fyrir fullu sjálfstæði Islands meðal ráðandi manna í Danmörku. Þektur er og Jón mjög hjer um land alt fyrir ágæta aðstoð og ráðstafanir ýmsar i sambandi við heimsóknir Kristjáns kon- ungs. Mun hann eiga drjúgan þátt í því, að konungsmóttökurn- ar fóru svo vel fram, sem raun hefir á orðið, enda var engum betur trúandi til þess að koma góðu skipulagi á alt er slíkum heimsóknum er samfara. Hann hefir verið önnur liönd lands- stjórnarinnar í hvert skifti, sem konungur hefir lieimsótt okkur. En sem konungsritári hyggj- um vjer, að Jón Sveinbjörnsson HB - ‘á ,,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.