Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 37
F Á L K í N N
37
fara í skólann. Mamma ykkar hefir
aldrei eins mikið að gera eins og
dagana fyrir jólin, og ölL hugsun
hennar snýst um það, að gera jólin
ykkur eins gleðileg og hún mögu-
lega getur. En þið getið nú sjálfsagt
hjáipað lienni eitthvað, og það ætti
hún sannarlega skilið.
En auk þess getið þið tekið ykk-
ur ýmislegt fyrir hendur til þess að
gera jólin skemtileg. Nú skal jeg
sýna ykkur ýmislegt, sem þið gætuð
gert.
Þið klippið fyrstu myndina úr blað-
inu og límið hana á pappaspjald.
Hvernig slökkið þið á jólatrjenu?
Svo málið þið húfu og kinnar sveins-
ins rautt og klippið göt fyrir augun-
um. klippið svo myndina þar sem
linustrykin eru og leggið svo litlu
myndina bak við. Þegar þið hreyfið
hana upp og niður fer jólasveinninn
að renna augunum. Litla spjaldið
beygið þið um punktalínuna að neð-
anverðu svo að þið getið betur hald-
ið í það.
Hjerna er mynd af jólatrje með 13
kertum. Nú eigið þið að finna
hvar þið eigið að byrja að slökkva,
ef að þið farið altaf í rjettan hring
spj'j BpuppajtJ gjAqqois öo
í hverri umferð. En ljósið í toppin-
um á að slokkna seinast. Kertin sem
búið er að slökkva, má ekki telja
með.
Smá-töfrar.
Áður en sýning byrjar lætur þú
svolítið af jólagóðgæti í silkipappír
og bindur fínu garni eða tvinna ut-
an um. Svo hengir þú brjefið i vír-
hönk á lítinn nagla, sem þú liefir
fest i röndina á borðplötunni, þar
sem þú stendur.
Svo færðu lánaðan harðan hatt.
Leggur hann á borðið, eins og mynd-
in sýnir. Meðan þú ert að tala við
fólkið tekurðu hattinn en grípur
um leið í virhönkina og lyftir hatt-
inum, eins og sýnt er á myndinni.
Þá dettur brjefið inn í hattinn og
þú leggur hann á borðið. En gættu
þess að horfa altaf á þá sem i kring
eru, á meðan, en ekki á borðrönd-
ina, þvi að þá getur alt komist upp.
Þú þarft að hafa keyri með löng-
um enda, í þennan leik, holta og 50
cm. háan hæl. Svo stendur þú um
tvo metra frá hælnum, en boltinn
er lálin liggja á endanum á honum.
Svo rcynir þú að hitta boltan með
keyrinu og lætur hina krakkana
reyna lika; það er alls ckki auðvelt.
Þegar þú ert orðinn ieikinn í
þessu, skaltu reyna annað sem er
crfiðara, cn I)ó er það hægt: Þú átt
að liitta boltann þannig, með keyr-
isendanum, að hann hrökki í áttina
til þín og svo áttu að gripa hann
með vinstri hendinni. En það þarf
mikla æfingu til þess að gera þetta
fimlega.
Felumgnd.
Þarna sjáið þið jólasveina úti
irnar. Þið sjáið að þeir eru að neg
að leggja siðustu hönd á verkið. En
sjö ágætar jólagjafir. Reynið að fi
í skógi. Þeir eru að búa út jólagjaf-
la og binda og halda að þeir sjeu
þeir hafa alveg gleymt að búa um
nna þær!
1
»ATLAS«
sjálfvirka þvoliaáhaldið
er ómissandi á hverju heimili. Látið „Atlas“ þvo þvottinn fyrir
yður, aðferðin er mjög einföld: Sjálfvirka þvottaáhaldið er látið
á botninn á þvottapottinum, þannig
að dreifarinn á endanum á pípunni
nær upp fyrir vatnsyfirborðið.
Þvotturinn er lagður kringum áhald-
ið, og undir eins og suðan kemur
upp, byrjar áhaldið að vinna. Það
vinnur á sama hátt og stærri þvotta-
vjelar, sem reknar eru með hand-
cða vjelaafli. Vatnið sogast gegnum,
þvottinn, og með Atlas gerist þetta
alveg fyrirhafnarlaust og án nokk-
urs slits á þvottinum. Allas má nota
i alla þvottapotta, hvaða stærð og
gerð sem er.
Atlas er til sýnis á skrifstofu vorri
og afgreiðslu. Komið og skoðið þau
og fáið eitt áhald til reynslu, án skuldbindingar um kaup á þvi.
Einkasalar:
J. Þorláksson & Norðmann.
Bankastræti 11.
Símar 103, 1903 & 2303.
Enginn verður svo gamall að hann slíti upp Sheaffers-æfipennanum
Abyrgð á sumum pennum tekur aðeins til galla i efninu, á öðr-
um nær hún aðeins til vissra hluta, og á enn öðrum aðeins til
ákveðins tíma. En á Sheaffer-æfipennanum tekur hún yfir alt
nema glötun svo lengi sem kaupandinn lifir. Svo er hitt, að
fyrir jafnvægið i Sheaffers-pennanum nýtur eigandinn um aldur
og æfi sjerstakra þæginda við skriftirnar; engin yfirþyngsli,
enginn skrifkrampi. Og á æfipennanum er snápurinn með svo
margvislegu lagi, að hver og einn getur fengið það sem rithönd
hans hentar. Þjer eruð að borga fyrir það sem Sheaffer lætur í
tje.svo hvi þá ekki a veita því viðtöku? Og svo að fá „Skrip“
með pennanum. Hver einasta skrifandi manneskja, frá 5 til 100
ára, ætti að nota „Skrip“.
Aðalumboð OHEA.FFEÍ? á Islandi:
PCNCIL» OISK SCTSSKAI*
•Reg. U. S. Pat. Office
Verslun Gunnars ttunnarssonar. Simi 434.