Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 31

Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 31
F Á L K I N N 31 Eftur 'T&'töten GundeLcLc/z. I nærfelt hálft annað hundrað ár hafði á hverju jólakvöldi staðið auður stóll við hátiðar- horðið á stórhýlinu Hofi, og á borðinu diskar, pentudúkur og fimm glös handa gesti sem altaf vantaði — og enginn hjóst við. Það var sagt, að húsbóndirin á Hofi hefði eitt sinn, seint á 18. öld, rekið elsta son sinn af heim- ilinu á sjálft aðfangadagskvöld jóla. Hann liafði orðið ástfang- inn af fátækri stúlku og hafði sagt upp í opið geðið á föður sínum, að hann ætlaði að gift- ast henni, livað svo sem gamli maðurinn segði. Báðir voru feðgarnir jafn þráir og eitt and- artak stóðu þeir og liorfðust í augu. Svo benti faðirinn rólega á dyrnar og sagði aðeins eitt orð: „Farðu!“ og liann sagði það með þeim lireim, að ekki var um að villast hvað það þýddi. - „Kpmdu aldrei aftur!“ Son- uriim sneri sjer út að lmrðinni — og fór. Húsfreyjan á Hofi var við- lcvæm kona og enginn skörungur vingjarnleg og l)líð í öllu dag- fari, og hún gerði ætíð að vilja mannsins síns. En i þetta sinn ljet hún ekki undan. Ilún liafði lagt á horðið fyrir jafn marga og venjulega — og þegar maður liennar kastaði tölu á diskana á borðinu rjett áður en þau settust og sagði: „Þú hef- ir sett einum disk of margt á borðið“, þá henti hún rólega á diskinn við hlið luishóndasætis- ins og svaraði: „Þetta er sætið lians Herjúlfs!“ Og þegar sesl var að borðum henti faðirinn næstelsta syni sín- um að setjast liið næsta sjer, og sonurinn myndaði sig til að gera það, þá sagði móðirin rólega: „Nei, Óttar, þetta er sætið hans Herjúlfs!“ Óttar leit spyrjandi á föður sinn, en hann leit undan og þagði, svo að Óttar settist í gamla sætið sitt og ljet stólinn riiilli föður síns og sín standa auðan. Það heyrðist aldrei neitt til Herjúlfs framar, umfram það, að liann hefði sótt unnustu sína og farið með hana langt burt — úr landi, að því er haldið var. Hann liafði átt eitthvað af peningum sjálfur og þeir áttu að endast honum til þess að koma sjer fyr- ir, langt hurt í fjarlægð frá ætt- jörðinni. Um næstu jól ljet móðirin lika leggja á borðið handa einum fleiri en heimilisfólkið var. Og sæti Herjúlfs stóð autt milli Ótt- ars og föður hans. Enginn reyridi að malda í móinn við þessu. En þegar leið að þriðju jólum var engin mild húsfreyja framar á Hofi, en liúsbóndinn harðráði lagði svo fyrir, samkvæmt beiðni konunnar sinnar lieitinnar, að enn skyldi leggja á borðið lianda einum manni umfram rjetta tölu, og þegar Óttar ætlaði að setjast í næsta sæti við föður sinn, þá svaraði hann hægt og stilli- lega: „Nci, óttar, þetta er sætið hans Herjúlfs!“ Húsbóndinn kaldlyndi hafði unnað konu sinni hugástum og honum varð það lieilög skylda gagnvart minningu liennar, að láta þennan sið, að leggja á borð fyrir soninn fjarstadda á að- fangadagskvöld, verða að órjúf- andi hefð í ættinni. Og þessi hefð hjelst kynslóð eftir kynslóð, og það þótti nærri því kynlegt, að aldrei skyldi það koma fyrir nokkurt jólakvöld, að svo stæði á, að láta yrði mann í auða sætið til þess að komast hjá að leggja á borð fyir þrettán. Þó að sætið stæði altaf autt var hinn fjarverandi talirin eins og hann sæti sjálfur við borðið á Hofi — og það liefði verið tald- ir þrettán sitja við borðið, þegar tólf liefðu verið setnu stólarnir. Hjátrúin á tölunni þrettán er rík í flestum, jafnvel þeim, sem ekki látast taka mark á henni. Á Hofi var það siður að allir mötuðust við sama borð, bæði húsbændur og hjú, og eins var um umrenn- inga, sem stundum bar að garði, ekki síst um hátíðar. Lengst af höfðu því fleiri en þrettán setið yfir horðum saman, en nú var fjölskyíclan orðin svo fáhðuð, að einmitt þrettán áttu að sitja til hoi'ðs —- að meðtöldum þeim fjarstadda. En þá kom altaf ein- hver gestur á siðustu stundu, eða þá að einliver af lxeimilisfólkinu varð lasiiux og varð að hátta. Svo oft hafði þetta borið við á Hofi, að þvi var alls eldci kviðið, þrátt fyrir hjátrúna, að ekki mundi rætast úr á síðustu stundu, þó að horfur væru á, að þrettán ættu að sitja til borðs, — Það fór oft- ast nær svo, að einhver kom, þó ekki væri nema beiningamaður. En loksins, eftir nær liálft ann- að hundrað ái'a, bar svo við, að ekki voru liorfur á öðru. en að annaðlivort yrði að rjúfa hefðina gömlu eða leggja á borð handa þrettán. Fjölskyldan var þá oi'ðin svo fámenn, að hún gat ekki orðið fámennari nema því að eins að húix yrði aldauða. Húsbóndinn á Hofi var ekkill og átti aðeins eina dóttur barna, sem Clara lijet. Hún var jafn yndisleg og töfrandi eins og hún átti i vonum að verða rík, og þeir biðlar voru ekki fá- ii', sem höfðu farið með hrygg- brot frá Hofi — og jafnan liöfðu þau feðginin verið á eitt sátt uxn að gera biðlana aftui'reka, því ekkert lá á, og í rauninni var ekki alt undir ástinni komið, fanst gamla manninum. Jólaborðið liafði verið dúkað handa tólf, húsbóndanum og dóttur lians, vinnufölkinu, sem var níu alls og svo lrinum sifelt fjarstadda. í sanxa hili sem átti að fara að matast bar langferðagest að garði. Hann var likastur fai'and- nxönnum þeinx, sem ganga á milli góðbúanna og leika á fiðlu, en þó skildi eitlhvað á. Hár var hann vexti og grannur, andlitið fritt og gáfnlegt. Fölur var liann yfirlitunx, en þó ekki veiklulegur, augun dökk og snör, hárið hrafn- svart og svipurinn lireinn og skarplegur. En lxann var ljelega til fara, kuldahrollur fór unx hann og grannar hendurnar rauð- bólgnar af kulda. 1 biluðu skrírii, sem hann hafði vafið innan í pokadruslu, bar liann fiðlu sína. Hún var anðsjáanlega ódýr, en þegar liann greip bogann og snerti strengina fvltist stofan un- aðslegum tónum. „Jeg er leikinn í að spila“, sagði hann á einhverskonar málablendingi, senx bar þess ljós- an vott, að hann hafði alist upp meðal flökkulýðs og átti ekkert móðurnxál, en gat gert sig skilj- anlegan fyrir flestum. Honum var liðugt um tungutak, leitaði aldrei að orðiun, en ljet alt fjúka. „Jeg er leikinn i að spila, enda þótt að jeg liafi aldrei fengið til- sögn, en lært af sjálfum mjer það sem jeg kann. Það árar illa núna og nxjer datt i hug að leita hingað upp í sveitina til þess að vita, livort jeg gæti ekki grætt svohtið á þvi, að leika undir ílansi fyrir fólk um jólin — jeg kann sæg af döixsunx. Hlustið þið nú á!“ Með loppnum fingrunum hafði haun stilt fiðluna meðan liaixn var að tala og nú ljet liann hljóm- ana streyma af strengjunum, valslög, galoppaði, og rínlend- inga, hvern af öðruixi. Göfgir tónar frá gömlu fiðlunni fyltu alla stofuna, svo að vinnufólkið ljek alt á iði af danslögunum,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.