Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 25

Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 25
FÁLKINN 25 »Tuxham« á sjó og landi! Heimsins bestu mótorar. Margir, sem þurfa að fá sjer mótor, hvort heldur er til notkunar á sjó eða lanch, eiga oft erfitt með að á- kveða sig hvaða tegund þeir eigi að kaupa, þvi að það eru eins margar mótortGgundir á markaðinum, sem dag- ar í árinu. Og þessum mönnum er þetta alls ckki láandi, því það er afar-þýðingarmikið, að key])t sje hin rjetta tegund. Vjelin verður fyrst og fremst að vera örugg í gangi og vel smíðuð, ódýr, sparneytin á olíu og efnið óaðfinnanlegt. Hún verður að hafa alla þá kosti, sem hugvitsmenn á þessu sviði telja nauðsynlegasta og besta, svo að vjelin komi að tilætluðum notum. Og smíðina verða kunnáttumenn að framkvæma ef maður á að vera viss um að alt sje í lagi. Það er óþarfi fyrir menn að grufla lengi yfir því, hvaða mótor, þeir eigi að kaupa. „Tuxham“ er allra mótora bestur og eru til þess mýmargar orsakir. Hvert einasta stykki, sem smíðað er úr, er þrautreynt áður það er notað, bestu kunáttumenn á Norðurlöndum annast smíðina, og liver einasti mótor, sem sendur er úr verksmiðjunni er þrautreyndur áður en hann er sendur. Heimsfrægð „Tuxham“-mótoranna grundvallast á því, að allir mótorarnir eru Jafngóðir, öruggir í gangi og sparneytnir og þvi ódýrari en aðrir mótorar, enda eru þeir meira keyptir og notaðir urn heim allan, en nokkur önnur mótortegund. „Tuxham“ á sjó og landi“ eru orðin, sem allir Is- lendingar verða að muna. Forðist þá skapraun, sem ó- tryggur mótor skapar ykkur. Látið heimsins bestu vjel vinna verkið fyrir ykkur, hvort heldur er á sjó eða landi. Þið hafið minni áhyggj- ur vegna „Tuxham’s“ í bátnum yðar, þið verðið fljót- lega varir við hvað hann dugar. Og ykkar nánustu ást- vinir verða rólegri þegar þið eruð á sjó er þeir vita, að það er „Tuxham, sem flytur ykkur aftur heim úr löng- um sjóróðrum, örugga og óhulta. Hann skapar færri and- vöku nætur. „Tuxham“ er besti vinur, eigi aðeins sjómannanna sjálfra, lieldur allra ættingja og annara, sem bíða þeirra heima fyrir. Látið ykkur ekki detta í liug að kaupa annað en það besta, er þið þurfið á mótor að halda. Það getur gilt líf yðar að þau kaup sjeu rjettilega ráðin. Líf yðar og allr- ar áhafnar. Kaupið því Tuxham, því þá eruð þjer ávalt vissir. Umboðsmenn: Eggert Krisfjánsson & Co Rey kjavík. L

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.