Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 3
III.
51.—52.
r
Reykjavik, laugardaginn 20. des. 1930.
Hátíðir kristinna manna eiga
að vera fagnaðarstundir fyrir
augliti guðs.
En hátíð lialda ekki aðeins
þeir, sem eru glaðir, heldur lika
margir þeir, sem búa yfir harmi
og kvíða; í sorgarhúsinu sjást
líka jólaljós, og þeim, sem á þau
horfa gegnum saknaðartár, verða
jólin oft dýrmætust. — Því að
það var ekki aðeins á jólunum
fyrstu, sem Guð sendi engla sína
með góðan boðskap til mann-
anna. Þeir eru enn á ferðinni
hér á jörðu, og síst vilja þeir
ganga fram hjá þeim sem gráta.
Og skyldu ekld margir hafa
þörf þeirrar huggunar og hug-
hreystingar, sem felst í þeim boð-
skap, sem englar Guðs fluttu
forðum hirðunum hjá Betle-
hem? Jú, ekki aðeins þeir, sem
ástvini syrgja eða eiga í stríði við
Hmggim
Eftir sira Friðrik Hallgrimsson, dómkirkjuprest.
vanheilsu og fátækt, — heldur
lika allir þeir, sem þrá að verða
fullkomnari menn og Guði hand-
gengnari.
„Verið óhræddir, því sjá, eg
boða yðar mikinn fögnuð, sem
veitast mun öllum lýðum; því
að yður er i dag frelsari fædd-
ur, sem er Kristur Drottinn, í
borg Davíðs. Og hafið þetta til
marks: Þér munuð finna ung-
barn reifað og liggjandi í jötu".
Þennan boðskap flutti engill-
inn hirðunum. — Boðskap-
ur jólanna er ekki hugarsmíð,
heldur sannreynd. Engillinn
bendir á viðburð, sem menn geti
séð og skoðað. Hann leiðir okk-
ur að jötunni í Betlehem og
sýnir okkur lítið barn.
Barnið óx upp, og lif þess
varð hið mikla undur aldanna,
— eina fullkomna lífið, sem
lifað hefir verið á jörðu. Og síðan
hefir boðskapurinn um fæðingu
þessa barns verið fluttur á
hverjum jólum æ fleirum og
fieirum; og hann hefir flutt
huggun hreldum og vakið heil-
aga gleði í hjörtum þeirra, sem
vilja keppa að æðsta marki full-
komnunar.
Því að dýrlegasta opinberun
hins guðlega kærleika er Jesú
Kristur. Og hann er, eftir orð-
um engilsins, bæði frelsari og
Drottinn. — Hann er frelsari;
liann er kominn til mannanna
til þess að leysa þá úr öllum
fjötrum syndar og ófullkom-
leika. Og liann er Drottinn;
lionum er gefið alt vald á himni
og jörðu, og hann hefir ótak-
markaðan mátt til að vernda
og blessa um tíma og eilífð alla
þá, sem vilja aðhyllast liann og
þiggja náð hans.
Með fæðingu frelsarans hefir
Guð sýnt það í verkinu, hve
heitt hann elskar mennina og
hve ant honum er um þá. Af
því að við þekkjum boðskap
jólanna og trúum honum, vitum
við með vissu, að mannlífið alt
og líf hvers einstaks okkar er
umvafið kærleika Guðs.
I þvi felst sú mesta huggun,
sem hugsast getur, fyrir alla,
sem sorgir og erfiðleikar lifsins
þjá, í þvi felst sá mikli fögnuð-
ur, sem eyðir angist og kvíða í
sálu trúaðs manns. — Það kem-
ur svo margt fyrir okkur sárt
og erfitt, sem við skiljum ekki.
En það, að við höfum óyggjandi
vissu fyrir því, að almáttugur
Guð elskar okkur, — það gefur
okkur djörfung til að trúa því,
að hann muni stjórna öllu okk-
ur til góðs, og láta gleðisóluna
rjúfa mótlætisskýin á sínum
tíma. Og þó að margur verði að
bera þunga byrði til dauðadags,
þá vitum við að Guð hefir alla
eilífðina til þess að hugga,
gleðja og blessa börnin sín.
Veitum þá viðtöku boðskap
hins eilifa kærleika, sem til
okkar kemur nú enn einu sinni
á jólunum. Lofum Guð og þökk-
um honum fyrir jólagjöfina
iiimnesku. Þá mun hann, sem er
bæði frelsari og drottinn, enn
sem fyrr flytja sorgbitnum
bestu huggunina og glæða helg-
ustu og hreinustu gleðina í
hjörtum allra, sem elska föður-
inn himneska.
Gleðinnar hátíð vjer höldum í dag,
hjer þótt sje dapurlegt viða;
höfum þá gleðinnar hátíðabrag,
hrindum burt sorgum og kvíða.
Gleðin af hœðum oss gefin er,
gleðinnar höfundi fögnum vjer.