Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 20
20
P Á L K I N N
sem taugakerfi barnsins verður fyrir,
við að vera í kvikmyndahúsum og
barnaskemtunum. Þá eru það hita-
veikisköstin og yfirliðin, börn sem
halda áfram „væta bólið“, það er
martröðin og móðursýki i börnum,
kvef, hlustarverkur og hryggskekkja;
— alt þetta er okkur sagt að eigi að
stafa frá taugunum. Taugaveiklun á
slórum og smáum, ungum og göml-
um; seinast’er það alt mögulegt, sem
heimfært er undir taugaveiklunina.
Hver er nú orsök þessarar miklu
taugaveiklunar?
Skyldi í raun og veru vera um
meiri taugaveiklun að ræða nú en
áður hefir tiðkast? Það er víst að
sumir hafa fæðst með viðkvæmari
taugar en aðrir, alla tið. Taugavéikl-
uð börn hafa sjálfsagt altaf verið til,
þó enginn hafi vitað um það. Mjer
detta i hug orðin í Biblíunni, að
foreldrar megi ekki „erta“ börn sín,
að vel geti þau átt við þessi börn
sem eru svo fljót að stökkva upp á
nef sjer út af hverju sem er.
En ef til vill getur verið, að meira
sje'sje um þau nú á timum. Lækn-
arnir skella skuldinni á það, að
börnin sjeu svo fá i hverri fjöld-
skyldu nú á tímum. Börnin fá ekki
að lifa sinu eigin lífi í systkinahópn-
um, þar sem ekki verður tekið eins
mikið eftir þeim. í stað þess að um-
gangast jafnaldra sina eingöngu, sem
börnunum er hollast, einkum tauga-
veikluðu börnunum, verða börnin
að lifa lífi sinu innan um eintómt
fullorðið fólk, sem þau ekki skilja
og ekki skilur þau. Eg hefi einhvers-
staðar lesið að taugastyrkleiki ensku
þjóðarinnar sem svo mjög er á orði
hafður stafi af því, að börnin eru
þegar í stað látin lifa í herbergjum
út af fyrir sig og siðan þegar þau
eldast sjeu þau send á heimavistar-
skóla svo áhrifa foreldranna gæti
ekki á börnum þessum.
Barnalæknarnir hugga okkur með
að börnunum batni þegar þau koma
í skólann og eru orðin eitt númerið
i 30 barna röð. Yfirleitt er það bless-
unin við alla þessa tauagveiklun á
börnunum að hún batnar með tím-
anum. Það gerði ekkert til þó að við
værum mintar á það minsta kosti
á annari hverri blaðsíðu í lækninga-
bókunum.
Nútíma-móðir.
Jólasveinar.
Eftir frú Theodóru Thoroddsen.
íslenskir jólasveinar eru gjör-
óiíkir þeim jólasveinum, sem
þjóðsagnir og æfintýri Norður-
Janda segja oss frá, litlu körlun-
tím með síða skeggið og rauðu
skotthúfuna, sem eru greiðvikn-
ir og eftirlitssamir utan liúss og
innan, og krefjast ekki annars
fyrir ómök sín en þess, að fá jóla-
grautin vel úti látinn.
Grýla og Leppalúði eru hjón,
þau eru liin verstu tröll, ganga
um sveitir, draga belg með læri,
sem þau tína i óþekka krakka,
sbr.:
„belg bar hún með læri,
barn trúi’ jeg þar i væri“.
Islensldr jólasveinar eru synir
Grýlu og Leppalúða.
„Börn eiga þau bæði saman,
þverlynd og þrá.
Af þeim eru jólasveinar,
börnin þekkja þá“.
segir i Grýlukvæði.
Nafngreindir Jólasveinar eru
13 að tölu og heita: Stekkjastaur,
Sriljagaur, Stúfur, Þvörusleikir,
Askasleikir, Pottasleikir, Falda-
feykir, Skyrgámur, Bjúgnakræk-
ir, Gluggagæir, Gáttaþefur, Ket-
krókur og Kertasnýkir.
13 eru þeir af þvi, að sá fyrsti
kemur til bæja 13 dögum fyrir
jól, og svo hver af öðrum. Á
fyrsta jóladag fer sá fyrsti í
burtu, og svo einn með degi
hverjum, sá síðasti fer á þrett-
ándanum (6. jan.).
Jólasveinar voru löngum not-
aðir til að halda börnum i skefj-
um meðan jólaannirnar stóðu
yfir, þvi þeir sátu um að ná í
keipótta krakka. Sbr.:
„Andrjes hittu þeir utan gátta,
þeir ætluðu’ að færa hann tröllunum.
En þá var hringt öllum
jólabjöllunum“.
Það bjargaði Andrjesi, því
ekki er jólasveinunum gefið um
kirkjusöng og hringingar.
Auk þessara Grýlusona liefir
unga fólkið í sveitunum gert sjer
það til gamans, að búa sjer til
jólasveina og jólameyjar.
Frá því með jólaföstu, þrem
vikum fyrir jól, og til jóla, er
nafn hvers eins, sem að garði ber
skrifað á blað. Á jóladag er mið-
unum skift, draga svo piltarnir
um stúlkurnar, en stúlkurnar
draga um piltana, sem komið
hafa. Hefir þetta meinleysi oft
orðið liin besta jólaskemtun því
elvki stendur öllum á sama livað
liann lilýtur, og nóg er af stríðni
og kerskni hjá unga fólkinu hjer
sem annarsstaðar.
Svo kemur þjóðtrúin til skjal-
anna og býr til sagnir og æfin-
týri úr þessu gamni.
Til dæmis er það gömul sögn,
að á bæ einum, þar sem þetta
var gert, hafi svo borið við,
snemma á jólaföstu, að bónda-
dóttir kom í baðstofu, og spurði
fólkið, hvort það hefði skrifað
manninn, sem gekk í bæinn þeg-
ar hún var úti að breiða upp
þvottinn.
Fólkið sagði, að enginn hefði
þar komið, en liún stóð fast á
því, að liún liefði sjeð ungan og
fríðan mann ganga í bæinn.
„Þetta hefir verið huldumað-
ur, við skrifum hann“, sagði ein
stúlkan, „hún Ása“, svo hjet
bóndadóttir, „er viss að draga
liann“.
Á jólunum varð sú raun á, að
Ása dró huldumanninn. Var
henni óspart strítt með því, að
bráðum kæmi álfasveinninn að
vitja meyjarmálanna. Hann væri
líklega konungssonur úr Álf-
heimum, og þar fram eftir göt-
unum.
Ása ljet sem hún heyrði ekki
þetta gaspur, en fremur var liún
fálát um jólin.
Á gamlárskvöld var fagurt
Hvernig það ótrúlega getur skeð.
veður, lijarn á jörðu, heiður
himinn og glaða tunglsljós.
Ása fór með öðru heimafólki
til kvöldsöngs að næstu kirkju.
Þar var margt manna, og talað-
ist svo til, að þeir sem samleið
áttu frá kirkjunni urðu sam-
ferða. Var hópur Ásu fjölmenn-
ur, er lagt var á stað lieimleiðis.
Þetta var flest ungt fólk og var
þar glatt á hjalla. Mætti þar
margur þeim, sem liann kaus
helst að fylgjast með, og gáði þá
lítt að liinu samferðafólkinu.
Nokkuð var það, að þegar lieim
lcom á bæ Ásu, var hún liorfin
og vissi enginn livar hún liafði
orðið viðskila við hitt fólkið.
Sagði sitt hvor. Sumir sögðu að
hún hefði gengið á undan, og
þeir þá lialdið að hún væri kom-
in lieim. Aðrir þóttust hafa sjeð
hana fylgjast með pilti þar úr
sveitinni, liefði liann leitt hana,
en engum bar saman um liver
það hefði verið. Var hennar lengi
leitað, en alt kom fyrir eitt, hún
fanst aldrei, en nokkru seinna
var það, að smaladrengur fann
hálsmen upp við svo nefndan
kastala, sem var skamt frá bæ
Ásu. Þóttust menn þekkja men-
ið, það var lítill silfurkross dreg-
in upp á silfurreim, var Ása vön
að bera hann um hálsinn. Eftir
það var enginn í efa um að jóla-
sveinninn hafði vitjað Ásu og
haft hana með sjer í kastalann,
sem var liár lióll með hömrum
í kollinn.
Þjónn, hvaöa maður var þetta,
sem var með skæting út úr því, að
buffið væri svo lítið?
— Það var eigandi jurtafæðis-
matstofunnar hjerna beint á móti.
-----------------x----
Tveir menn voru að deila um,
hvort dýrin hefðu skynsemi eða að-
cins eðlishvöt. — Margur hundurinn
er skynsamari en húsbóndi hans,
sagði annar.
— Það finst mjer nú öfgar, sagði
hinn.
— Þá þekkið þjer ekki hundinn
minn, sagði sá fyrri.