Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 27
27
j ' .
. , F Á L K I N N
h-i. ;; 'XyJL
/ >'» , »s ,^\
þeir oft meiru um afdrif mála
þjóðar sinnar innan síns verka-
lirings, en utanríkisráðherrarnir
sjálfir. Þeir hafa meiri kunnug-
leika en ráðherrar, sem standa
og falla með þingviljanum.
> Sendiherrar gera samninga
fyrir hönd stjórnar sinnar. Þeir
veita hverjum sem hafa vill upp-
lýsingar um landið endurgjalds-
laust og gera sjer far um, að
koma á framfæri til almennings
öllum þeim upplýsingum um
land sitt, sem því megi að haldi
koma. Þeir safna skýrslum frá
öðrum þjóðum um þau mál, sem
íslendingum er þörf á að fylgjast
með í. Þeir greiða fyrir íslensk-
um ferðamönnum, sem til þeirra
leita, gefa iit vegabrjef, veita
kaupsýslumönnum upplýsingar
um verslunarhagi þar og þar og
markaðshorfur á þessari eða
hinni vörutegundinni. Og ótal
margt fleira. Sendisveitarbústað-
urinn er ríki í ríkinu, undir fána
þjóðarinnar, sem að baki stendur.
Þeir eru ekki orðnir fáir Is-
lendingarnir, sem sótt hafa holl
ráð og fengið hafa verðmætar
upplýsingar í sendisveit íslands
í Kaupmannahöfn. Þær eru ekki
orðnar fáar skýrslurnar, sem
sendiherrann hefir gefið. Þær
eru orðnar margar, samninga-
gerðirnar, sem sendiherra íslands
hefir annast fyrir íslands hönd,
ekki aðeins við Dani og dansk-
ar stofnanir heldur og við aðr-
ar þjóðir. Má þar minna á samn-
ingana við Spánverja, er þeir
ógnuðu með svo háum fisktolli,
að telcið hefði fyrir markaðinn
þar, ef komist hefði í fram-
kvæmd, eða við Norðmenn er
þeir ætluðu að loka saltketið
úti. Og margt og margt. En sumt
og það eigi það ómerkasta, er ó-
mögulegt að minna á, því að það
þekkja engir nema „þeir inn-
vígðu“.
En vitanlega er það svo um
þessa stofnun eins og allar aðr-
ar, að gagnsemi hennar er fyrst
og fremst undir því komin, liver
við stýrið stendur. Velst liver á
heldur.
— Þó að talsvert væri deilt um
nauðsyn sendiherraembættijsins,
þá var hinsvegar ekkert deilt um
valið á manninum, sem í það var
fenginn. Það var öfugt við flest
önnur embætti. Þau eru stofnuð
deilulaust, en svo þegar skipað
er í þau byrjar harmagrátur um
„hlutdrægni og hróplegt rang-
læti“. Þessi maður, sem allir
voru svo sammála um, var
Sveinn Björnsson.
Og þó var Sveinn Björnsson
ekki maður, sem hafði gert sig
vinsælan á að vera afskiftalaus
um stjórnmát, eða athafnalaus
og þegjandi vjefrjett, sem eng-
inn vissi hvað vildi eða hvert
stefndi. Þvert á móti. Hann hafði,
þótt ekki væri fertugur orðinn
getið sjer orð, sem einn mesti
athafnamaður þessa lands. Hann
hafði verið mikið við stjórnmál
riðinn og setið á þingi fyrir
Beykjavíkurbæ 1914—15 og var
enn nýkominn á þing er þetta
gerðist. Hann var sonur Björns
Jónssonar ráðherra, sem meiri
styr hafði staðið um en nokkurn
annan stjórnmálaforingja síðan
stjórnin fluttist inn í landið og
hann stóð sjálfur framarlega i
hópi annars aðal stjórnmála-
flokksins.
Hann hafði starfað hjer í
Reykjavík, sem yfirdómslögmað-
ur frá því árið 1907 og við stofn-
un liæstarjettar orðið annar
fyrsti málafærslumaður við þann
rjett. Hafði jafnan haft umfangs-
mikla málafærsluskrifstofu, set-
ið í stjórn fjölda margra fyrir-
tækja —- liann var alstaðar sjálf-
sagður þar, að sínu leyti eins og
Tryggvi Gunnarsson forðum
daga. Meðal annars hafði hann
verið formaður Eimskipafjelags-
stjórnarinnar frá byrjun. Alstað-
ar var Sveinn Björnsson.
— En alt þetta liafði styrkt
hann en ekki veikt. Allir báru
virðingu fyrir Sveini og liöfðu
traust á honum, hvað sem stjórn-
málalitnum leið. Hann liafði get-
ið sjer almenningsorðs sem dug-
legur maður, glöggur maður, á-
reiðanlegur maður. Og ekki síst:
hann hlaut að vera vinsæll af öll-
um, sem liöfðu sjeð hann eða
MYNDIRNAR:
Að neðan til vinstri: Sencli-
sveitarbústaðurinn i Ny
Vestergade 21. Að ofan t.
v.: Einkaskrifstofa sendi-
herrans. Á mi/ndinni sjást
I— Sveinn Björnsson og Jón
Krabbe. T. h. Almenna skrif-
stofan. Á myndinni sjást
Tryggvi Sveinbjörnsson og
skrifstofustúlkan, frk. Anna
Stephensen.
Ea.------ii