Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 34

Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 34
34 FÁLKINN um kynjakarlinn Kaspara. Eftir Lars Levi Laestadius. Æfintýrið Það var nótt. Pjetur litli lá í rúm- inu sínu og horfði á svolítinn föl- bláan tunglskinsgeisla, sern hafði smeygt sjer inn um gluggann og fjell beint á kynjakarlinn Kaspara. Pað var allra fallegasti kynjakarl. Hann var í ljósbláum einkennisbúningi með stóruin hnöppum, og á höfðinu bar hann foringjahatt á ská. Nef hans var ógnar stórt og rauðblátt að lit og munnurinn stór og breiður. Þegar kipt var í þráð baðaði hann öllum öngum, sletti til nefinu og hló svo að munnurinn dróstút undireyru. Nú hjekk hann stífur og alvarlegur uppi yfir rúmi Pjeturs. Það var nærri þvi að sjá eins og hann væri að bíða eftir einhverju. Þá sló klukkan tólf þunglamaleg högg. Og í sama bili tók Kaspari undir sig stökk og hoppaði af nagl- onum niður á gólfið, slelti til nefinu og hugleiddi hvert hann ætti að fara. Herbergið var alt orðið fult af lífi. Stórt hnyppi af geislum hafð: alt í einu getað hrotist inn um glugga- tföldin og fylti herbergið fölri blárri birtu. Og í sama bili stigu brúðurn- ar hennar Klöru systur fram úr brúðuherberginu og björninn hans litla bróðir kom vaggandi ulan úr skoti ásamt beigluðu blikkbrúounni. Lokið á öskjunni hans Pjeturs lilla þaut upp og út gengu allir tinher- mennirnir í einni fylkingu í sunnu- daga-einkennisbúningnum sinurn, rauðum gljáandi buxum og hláum treyjum, sem gljáðu enn þá meira en buxurnar. í brjósti fylkingar gengu liðsforingjar með breiða gullborða um brjóst. Þeir sneru upp á yfir- skeggið með vinstri hendi og hjeldu byssunni í hinni....Fram úr bóka- hyllunni stigu allar persónurnar úr æfintýrabókinni, tröll ogálfar,huldu- fólk og álfameyjar, þar á meðal göm- ul galdranorn, ekki að gleyma ridd- urunum og þernum og loksins kom feiti búlduleiti konungurinn með lítlu prinsessuna, sem var svo lítil, fin og fögur og með svo fallegt gló- bjart hár, sem ekki hafa aðrar en prinsessur. Og svo fór spiladósin að spila töfrandi ástavals, sem Pjetri hafði aldrei dottið í hug að hún kynni, og það var svo sem auðsjeð að það átti að verða dansleikur, meira að segja hirðdansleikur. Pjetur glenti upp augun og sá nú Kaspara ganga hátíðlega fram á móts við sjálfa prinsessuna og bjóða henni upp. Hann tók einnig eftir að her- mannaforinginn snjeri ennþá ákafar upp á skegg sitt og greip fast í sverðið. En frammi í salnum dansaði kynja- karlinn og prinsessann, og þegar dansinum var lokið gengu þau saman inn í skuggann af rúminu hans Pjet- urs, og enda þótt Pjetur sæi þau ekki, heyrði hann hvert orð, sem þau sögðu. Þau stóðu og hölluðu sjer upp að rúmfætinuin. — Ó, hvað þú ert fögur, prinsessa góð, andvarpaði Kaspari. Þú ert eins og tunglsskinsgeisli á skógartjörn. — Þey, þey, þetta máttu ekki segja, sagði prinsessan, en það var auð- heyrt að hún meinti það ekki. — Jú, sjáðu til, jeg er skáld. Jeg get ekki að því gert, sagði Kaspari. Jeg hefi meira að segja ort dálitla visu um þig. Hlustaðu bara á: „Gullfalleg er prinsessan, gengur hún frá bænum, ljett stígur hún á mosanum mjúkum og grænum“. — Jeg er alls ekki græn, sagði prinsessan hvatskeytilega, og snjeri upp á sig. — Jeg átti ekki við það, sagði Kaspari, Það var auðheyrt að hann var mjög óánægður. — Jeg sagði að rnosinn væri grænn. — Mjer er sama um það, mjer leiðast kvæði yfirleitt, jeg verð bara syfjuð af að hlusta á þau. Jeg vil miklu heldur pönnukökur með blá- berjamauki í, sagði prinsessan. Kaspari andvarpaði þungt og slengdi dapur til nefinu, en það átti nú við prinsessuna, það var svo skrítilegt að sjá það. — Gerðu það aftur, bara einu ■llllllllllllllllllllllllllimUIIIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIIIIIIIIIIIllllllllllIIIIIIIIIIIIIHIIIIlllllllIIIIIIIIIIlllHIIHIlEIIIIIIB V. B. K. J. B. & Co. Reykjavík Vefnaðarvörur. Pappír og ritföng. Leður og skinn og tiiheyrandi. Sundstrand reiknivjelar. Víking blýantar. Diirkopp saumavjelar. (slensk flögg. Conklin lindarpennar og blýantar. Óskum öllum uiðskiftauinum okkar gleðilegra jóla og farsœlt kom- andi ár, með þökk fyrir uiðskiftin á árinu sem er aö liða. I Versluninn Björn Kristjánsson. --...................................................- | ( ---------------- -................................ Jón Björnsson & Co. I ■iiimmiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiimiiiiiiiiiimiimimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiB

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.