Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 42

Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 42
42 F A L K I N N Langkórinn, miðsldpið. Súlnarað- irnar, sem greina miðskipið frá hlið- arskipuniim, sjást til beggja hliða á myndinni. henni nokkurnvegin í standi. Lika guldust henni nokkrar tekjur frá söfnuðinum. Langkórinn gamli var nú notaður sem kirkja, en sjálf aðal- kirkjan, langhúsið, var þaklaust og svo niðurnítt, að ekki þótti tiltöku- mál að halda því við. í lok 16. aldar var steinn úr vesturturnum kirkj- unnar seldur bæjarmönnum sem Lyggingarefni. Samt höfðu menn ekki mist alla virðingu fyrir þessari miðaldager- semi og árið 1707 var áformað að koma langhúsinu undir þak á ný og var kostnaðurinn áætlaður 13 þúsund rikisdalir. En árið eflir kom upp bruni mikill í Niðarósi, brunnu þá 459 hús og dómkirkjan brann og skemdist mikið, en bráðabirgðavið- gerð fór fram sama ár. Árið 1719 brann kirkjan aftur, og var á næstu árum varið 9000 ríkisdölum til við- gerðar, en ekki hefði veitt af annari eins upphæð til að koma henni í sæmilegt lag. Að þessari viðgerð bjó kirkjan þangað til eftir miðja sið- ustu öld, að endurreisn hennar hófst. Má af því, sem að framan er sagt ráða, að kirkjan hefir verið orðin allbreytt til hins verra frá því sem hún var árið 1300. Eftir siðabótina lögðust stúkuöllurin niður og urðu slúkurnar grafreitir ýmsra höfðingja. í kirkjunni eru jarðsettir auk Ól- afs helga, konungarnir Magnús Ólafs- son, Ólafur kyrri, Hákon Magnússon, Ólafur og Eysteinn Magnússon, Hákon herðubreið, Guttormur Sigurðsson Ingi Bárðarson, en cigi þekkja menn aðrar grafirnar en þeirra Hákonar herðubreiðs og Inga. Gröf Erlings skakka þekkja menn og gröf Skúla jarls. Eysteinn erkibiskup var jarð- seltur í skrúðhúsinu. Ríkisstjórinn Jörgen Lykke ljet fylla gröf Ólafs helga með mold árið 1568 og síðan veit enginn hvar hún er. Á blómaárum kaþólskunnar hafði kirkjunni safnast fjöldi dýrgripa og helgimuna. Má þar á meðal nefna brot af krossi Krists, sem Sigurður Jórsalafari hafði fengið í krossferð sinni. Systursonur Ólafs helga gaf kirkjunni silfurkross mannhæðarhá- an og var venja að bera hann fyrir skrini Ólafs í skrúðgöngunni sem jafnan fór fram á Ólafsmessu. Skúli jarl gaf kirkjunni gullker mikið, og þangað söfnuðust ýmsir munir, sem dularfull fyrirbrigði voru við kend. Af innanhússmunum úr kirkjunni fara litlar sögur, þeir voru úr trje og inunu hafa eyðilagst jafnharðan, því altaf var kirkjan að brenna. Hertýgi Ólafs helga hjengu í kirkjunni fram cftir öldum. Merkast allra gripa í kirkjunni var þó skrin Ólafs. Var þar inst silfurkista sem vóg 6500 lóð en utan yfir tvær trjekistur og var sú ytri prýdd gulli, silfri og gim- steinum. Eiríkur Valdendorf ljet t. d. greypa inn í kistu þessa gimstein er hann hafði keypt fyrir 240 tunn- ur af smjöri. Ekkert er þó eftir af þessu nú. Þegar siðbótin komst á hröklaðist erkibiskupinn út í Steinsvikurhólm í Þrándheimsfirði og hafði þangað með sjer helstu dýrgripi kirkjunnar. Þaðan fór biskupinn til Hollands og hafði með sjer tvær lcistur af kirkjugripum, þar á meðal var öxi Ólafs og sverð og tvær kórónur; komst þetta í vörslu kjörfurstans af Pfala. Sumarið eftir burtför erki- biskups hirtu Danir það sem eflir var af kirkjugripum í Steinsvíkur- hólmi og dómkirkjunni og höfðu með sjer til Kaupmannahafnar. Var þar á meðal silfurskrín Ólafs helga og umbúnaðurinn af hinum skrín- unum og var silfrið alt brætt í mynt- sláttunni. Mikið af höggmyndunum höfðu Danir einnig burt með sjer og eru sumar þeirra á söfnum i Kaupmannahöfn. — Þegar Norðmenn tóku að vakna til meðvitundar um þjóðerni sitt í byrjun siðustu aldar, varð dómkirkj- an í Niðarósi, afskræmd, rúin og sumþart í rústum, þeim óþægileg endurminning um niðurlægingu þá, sem þjóðin hafði verið i. Þá vaknaði áhuginn á því, að skafa út smánar- blettinn af kirkjunni og koma þenni i likt horf og hún hafði verið í eftir daga Eysteins erkibiskups. En það kostaði miklar og margvíslegar rann- sóknir, menn urðu ekki á eitt sátt- ir og fyrstu árin varð endurbygg- ingin nokkuð út í bláinn. Sá sem mest kemur við endurreisn kirkj- unnar framan af var þýsltur bygg- ingameistari, Heinrich Schirmer. Samkvæmt fyrstu tillögu hans, sem fram kom 1842 skyldi endurreisa langhúsið gamla í viðhafnarminni stíl en áður, rífa langkórinn og há- kórinn og byggja miklu styttri kór í staðinn; gerði hann ráð fyrir að þetta mundi taka 25 ár og kosta 200.000 specíudali. En sem belur fór varð ekki af þessu, enda hefði það alveg gjörbreytt kirkjunni. Gekk nú á ýmsum ráðagerðum og rannsókn- um þangað til árið 1867. Þá kom Scirmer fram með tillögur um að færa kirkjuna alla, nema langhúsið, í forna horfið og ráðgerði hann að þetta mundi kosta rúmar 2 mijón krónur. Um 1870 var byrjað á kirkju- gerðinni og farið eftir áætlun Schir- mers. Föst nefnd var skipuð til eftir- lits og meðráða og einn nefndar- mannanna., Christie húsameistari skipaður fastur umsjónarmaður smiðinnar og var hann það í 34 ár til 1906, og hefir getið sjer mikinn orðstír með starfi sínu. Árið 1908 varð Olaf Nordhagen húsameistari yfirmaður kirkjusmíðinnar og hefir hann gert fullnaðartilögur um end- urbyggingu langhússins gamla, sem nú er að kalla risið úr rústum. Fyrir ófriðinn var búið að verja um fjór- um miljónum króna til endurbygg- ingarinnar og hefir ríkissjóður lagt til fuilan helming þess fjár. Skrúð- Framhald á bls. 45. A T LA S KAUPMANNAHOFN íshúsvjelar Kjötfrystivjelar A T L A S 35 ára reynsla Atlas-vjelar eru nú notaðar á þessum stöðum: Akranes: Bjarni Ólafsson & Co. — Haraldur Böðvarsson. Akureyri: Kaupfjelag Eyfirðinga (Smjörlíkisgerð). Bolungavík: íshúsfjelag Bolungavíkur Slldarfrgstivjel á ísafirði. Grindavík: Ingimundur Ólafsson. ísafjörður: íshúsfjelag ísafjarðar. — _ Samvinnufjel. ísafjarðar. Keflavík: ísfjelag Keflavíkur. Langeyri: Þorvaldur Sigurðsson. Allar upplýsingar og tilboð útvegar einkaumboðsm. verksmiðjunnar: Sildarfrystivjelar. A T L A S 35 ára reynsla IJeykjavík: H.f. Herðubreið. — Ölgerðin Þór. Siglufjörður: Ásgeir Pjetursson. — H.f. Bakki. Súðavík: Grímur Jónsson. Svalbarðseyri: Svalbarð h.f. Ben. Gröndal, verkfræðingur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.