Fálkinn


Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 36

Fálkinn - 20.12.1930, Blaðsíða 36
36 F A L K I N N — Jú, svo get jeg líka haldið á byssu, stamaði hermaðurinn. — Jeg er nú búinn að heyra það, sagði konungurinn. En geturðu ekk- ert annað. — Jú .... jeg get .... jeg get .... jeg get líka, hann ætlaði að fara að segja haldið á byssu, þegar tröll- ið skyndilega stökk upp úr öskjunni og hvíslaði einhverju að hermann- inum. — Þetta get jeg gert, sagði hann. Svo tók hann byssustinginn og stakk honum beint í kviðinn á aumingja Kaspari, sem baðaði öllum öngum, sletti nefinu til í síðasta sinn, dró munninn útundir eyru og fjell nið- ur steindauður. — Þetta var vel af sjer vikið, sagði tröllið i öskjunni. — Já, það var ekki sem verst, sagði hermaðurinn og snjeri upp á yfirskeggið sitt. — Það var reglulega fallega gjört sagði kóngurinn. — Það var hreinasta afbragð tók öll hirðin undir. —- Lítilmenni. Jeg hata þig. Jeg fyrirlít þig, sagði prinsessan hágrát- andi .... en annars .... þú hefir svo fallega gullborða, að jeg held að jeg verði að giftast þjer. — Það er mjög skynsamlega gert, sagði konungurinn og svo var hald- ið brúðkaup. En Pjetur litli lá í rúminu sínu og syrgði kynjakarlinn sinn þangað tii hann sofnaði. Þegar hann vaknaði daginn eftir lá kynjakarlinn á gólfinu. Og þegar hann kipti í þráðinn hans fór dá- lítill titringur um hann. Hann brosti veikiulega og svo hjekk hann alveg máttlaus. Hann gat ekki iðað leng- ur. Það var eitthvað sem hafði brostið i honum. Þá gekk Pétur að öskjunni þar sem hermennirnir lágu. Öll herdeild- in var þar samankomin með hinn tígulega herforingja í broddi fylk- ingar. Hann hjelt byssunni í axlar- hæð og starði beint út í loftið. — Hversvegna varstu svona vond- ur við veslings Kaspara, sagði Pjet- ur í ávitunarróm. En herforinginn horfði beint framundan sjer og hjelt utan um byssuna. Um kveidið var Kaspari grafinn og herdeildin varð öll að ganga í Þessi nýtísku húsgögn sem eru öll stoppuð og klædd, veita yður mestu þægindin, eru falleg og auðveld að hirða. Skoðið og kaupið þessi húsgögn hjá þeim, sem framleiða mest af þeim og láta einungis vandaða vinnu frá sjer fara. Húsgagnaverslun Erlings Jónssonar Sölubúðin er á Hverfisgötu 4. Vinnustofan á Baldursgötu 30. fylkingu út að gröfinni og foring- inn i broddi fylkingar, það var það minsta, sem hægt var að ætlast til. En svo gróf Pjetur Kaspara sinn upp aftur og sýndi pabba sínum hann, og svo tók pabbi hans hann og batt nýjum þræði í hann og svo iðaði hann og ólmaðist meira en nokkru sinni fyr. í jólaleyfinu. Jólasveinninn síkáti. Nú eru jólin bráðum komin. Þið dagar eftir þangað til þið safnist eruð farin að hlakka til þeirra fyr- saman kringum jólatrjeð. ir löngu og nú eru ekki nema örfáir En um jólin þurfið þið ekki að Jólavörur! Hvergi betri kaup á jólagjöfum. Tilbúnir kjólar. Hjá okkur fáið þið fallegast úrvalið. Jólafötin. verður best að kaupa hjá okkur. Ryk- og Regnfrakkar. Vetrarfrakkar. □j Ef þjer viljið fá fallegt gólfteppi fyrir jólin, skoðið þá fyrst okkar úrval. Leðurvörur. Mikið og fásjeð úrval nýkomið. Verðið sanngjarnt. Kvensokkar. Hanzkar. Snyrtivörur allskonar frá frægustu verksmiðjum heimsins. Fyrir karlmenn: Slcyrtur, Bindi, Sokkar, Hattar o. fl. Gefið börnunum eitthvað nytsamlegt: Hjá okkur fáið þjer bestu barnafötin, Kápur, Kjóla, Sokka, Húfur, Trefla o. fl. Marteinn Einarsson & Co. n

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.