Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1965, Page 29

Fálkinn - 28.06.1965, Page 29
8EIMDIHERRA ÍSLANDS í SVÍÞJÓÐ Nýr sendiherra íslands í Svíþjóð var skipaður fyrir rúmu ári. Þá tók við starfi Árni Tryggvason, er áður hafði verið hæstaréttardómari um langt skeið. Þar sem hér er um að ræða mikla breytingu á starfi, spyrjum við Árna fyrst, hvernig honum hafi líkað skiptin. — Ég verð að segja, að mér hefur fallið vel hið nýja starf. En þar hefur hjálpað mér mikið, að ég var kunnugur í Svíþjóð, áður en ég tók við þessu starfi. Ég var búsettur hér í Stokkhólmi á annað ár fyrir löngu, og því sambandi, er þá stofnaðist hafði ég haldið. Og sannast að segja hef ég meiri not af lögfræðikunnáttu minni en menn gætu látið sér detta í hug í fljótu bragði, því það eru margvísleg lögfræði- leg vandamál, sem að höndum ber. Einnig má segja, að það sé síður en svo einsdæmi, að dómarar gangi í utanríkisþjón- ustu, t. d. var hæstaréttardóm- ari í Noregi fyrir nokkrum ár- um skipaður sendiherra í Sovétríkjunum, og nokkrir starfsbræðra minna hér í Stokk- hólmi eru fyrrverandi dómarar. — Og í hverju er svo starf yðar fólgið? — Ég er hér opinber fulltrúi íslands gagnvart sænsku ríkis- stjórninni, ber upp við sænsk stjórnarvöld öll þau mál, scm mér eru falin af utanríkisráðu- neyti okkar. Óhætt er að segja, að sambandið við sænska utan- ríkisráðuneytið er mjög gott, öll fyrirgreiðsla af þess hálfu með miklum ágætum. Svo í> Sendiherra íslands í Stokkhólmi, Árni Tryggvason, úti fyrir skrifstofu sendiráðsins. Hann er á leið til sænska konungsins, þar sem hann afhenti trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn. í þessum skrautvagni ók Árni Tryggvason á fund konun-’fs. ! - 's 29 FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.