Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Síða 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Síða 12
12 kaupi sig inn í fyrirtæki þar, vegna hræðslu við þá yfirburði, sem bætt samkeppnisstaða í ríkjum bandalagsins muni hafa í för með sér til handafyrirtækjum í EB. Þessu til stuðnings má nefna að frændur okkar Svíar, Norðmenn og Finnar hafa í umtalsverðum mæli keypt sig inn í fyrirtæki innan Evrópubandalagsins, t.d. dönsk fyrirtæki. Ef sú þróun verður áframhaldandi má spyrja sig þeirrar spurningar hvort sá tími eigi eftirað koma að íslenskfyrirtæki flytji starfsemi sína í vaxandi mæli á erlenda grund. Þær hugmyndir hafa komið fram, m.a. hjá Spánverjum að aðgangur EFTA-ríkja að innri markaði EB verði verðlagður og þurfi ríkin að greiða sérstaklega fyrir að komast inn á markaðinn. Nefnt hefur verið að það verð geti m.a. verið í formi fiskveiðiréttinda. i samningaviðræðum þeim sem koma til með að fara fram á milli EFTA og EB er því mikilvægt að skýrt | komi fram hagsmunir íslands. Annars staðar í þessu blaði eru viðtöl og greinar um ýmsa þá málaflokka, sem ætla má að hvað mestu máli skipti aðila innan Landssambands iðnaðarmanna. Hér á eftir verður sérstaklega gerð grein fyrir stefnu Efnahagsbandalagsins varðandi smá og meðalstór fyrirtæki. STEFNA EVRÓPUBANDA- LAGSINS VARDANDISMÁOG MEÐALSTÓR FYRIRTÆKI (SMALLAND MEDIUM-SIZED ENTERPRISES) Undanfarin ár hafa verið I ár stofnana og embættismanna, tími sem farið hefur í endurskoðun og aðlögun á lögum og reglum, sem í gildi eru í aðildarríkjunum. Nú fer í hönd tími fyrirtækjanna, tíma sem varið verður í að aðlagafyrirtækin sem best þeim breytingum, sem þegar eru orðnar og framundan eru. Það er auðvitað alltaf matsatriði hvaða fyrirtæki teljist lítil eða meðalstór fyrirtæki og fer það m.a. eftir löndum. Sem dæmi má nefna þá flokka Norðmenn fyrirtæki, sem hafafærri en 20 menn í vinnu, sem smáfyrirtæki, fyrirtæki með á bilinu 20 til 100 starfsmenn sem meðalstór og fyrirtæki með yfir 100 starfsmenn teljast stórfyrirtæki. Evrópubandalagið og Evrópski fjárfestingabankinn nota eftirfarandi skilgreiningu: Lítið eða meðalstórt fyrirtæki er hvert það fyrirtæki, sem hefur500 eða færri starfsmenn, fastafjármuni undir 75 milljónir ECU og er ekki að meira en einum þriðja hluta í eigu stærra fyrirtækis. Þessi skilgreining ber með sér að nær öll íslensk fyrirtæki yrðu flokkuð sem lítil eða meðalstór fyrirtæki. í Ijósi þess gegnir það nokkurri furðu, hve lítið hefur verið fjallað um smáfyrirtækjastefnu EB í opinberri umræðu hérá landi. Ef miðað er við hámarksstarfsmannafjölda 500 manns þýðir það að undir skilgreininguna falla 95% af fyrirtækjum innan bandalagsins og meira en tveir þriðju vinnuaflsins í þessum ríkjum: 60% í iðnaði og 75% í þjónustu. Kostir smáfyrirtækja Vegna stærðar/smæðar sinnar hafa smáfyrirtækin ýmsa kosti, sem ekki verður litið framhjá. Þau búa yfir sveigjanleika sem gerir þeim kleift að aðlagast betur nýjum mörkuðum og sveiflum á mörkuðum og ennfremur veita þau verulegum hluta vinnuaflsins vinnu. Ókostir smáfyrirtækjareksturs felast m.a. í því að þau eru oft óhagkvæmari stjórnunareiningar, verða frekarfyrir barðinu á tollahindrunum og eiga erfiðara með að aðlagast tæknilegum viðskiptahindrunum, s.s. stöðlum. Mikil áhersla er lögð á það innan Evrópubandalagsins að fyrirtækin fái aðstoð við að yfirvinna þá erfiðleika, sem í þessu felast. Sameiginlegur innri markaður hefur í för með sér bæði tækifæri og áhættu fyrir smá og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.