Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Síða 15

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Síða 15
UTANRÍ KISVIÐ SKIPTI ISLANDS 1988 EFTA 22% AÐRIR 26% INNFLUTNINGUR ÚTFLUTNINGUR Heimild: Hagtiöindi Hagstofu Islands fyrirtækja kallar á meiri möguleika minni fyrirtækja. Það er heldur engin tilviljun að nú færist í vöxt aö stór- fyrirtækjum sé skipt upp í minni sjálfstæðar einingar. í Bandaríkjunum, Ítalíu og Vestur-Þýskalandi hefur sýnt sig að miklir möguleikar liggja í samvinnu fyrirtækja með nettengingum milli fyrirtækja og geti þau þess vegna í vaxandi mæli unnið sem undirverktakar stærri fyrirtækja. í Vestur-Þýskalandi hafa t.d. fjöldi smáfyrirtækja í rafiðnaði sameinast um undirverktakastarfsemi fyrir BMW bílaverksmiðjurnar. Og á Norður-Ítalíu færist mjög í vöxt að fyrirtæki vinni saman aðframleiðslu hluta fyrir bílaverksmiðjurnar þar. Með slíku samstarfi getaeinstökfyrirtæki framleitt mismunandi hluta af sömu framleiðslu og/eða sameinast um stjórnun, tölvumál, nýtingu framleiðslutækja og tækniþróun. Með þessum hætti geta smáfyrirtækin nýtt sér eiginleika, sem stórfyrirtækin búa yfir, þ.e. þau geta tekið að sér stærri verkefni með því að vinna saman og jafnframt haldið þeim eiginleikum sínum að vera sveigjanlegri, t.d. minni undirbúningstími fyrir verk, minni yfirstjórn og styttri boðleiðir innan fyrirtækis. Fyrirtækin geta líka með stuttum fyrirvara komið inn í slíkt samstarf og farið úr því, allt eftir þörfum og aðstæðum á hverjum tíma. Slík fyrirtækjanetkerfi geta auðvitað náð út fyrir landamæri einstakra ríkja. Danir eru farnir að líta mjög til Þýskalands og annarra Norðurlanda um svona samstarf. Reynslan hefur kennt Dönum að það eru ekki síst fyrirtæki á Norðurlöndum sem hafa áhuga á að vinna með dönskum fyrirtækjum og hafa þá í huga að komast með annan fótinn inn á EB- markað. Nýir tæknilegir möguleikar með notkun tölvutækninnar gera það ennfremur auðveldara að koma á fyrirtækjasamstarfi. Samstarf fyrirtækja þarf þó ekki endilega að vera miðað við sölu á EB-markaði. Kosturvið slíkt samstarf yfir landamæri getur verið að auka þekkingu á sölu- og markaðsstarfi á erlendum mörkuðum. Sérstakt hagræði að samstarfi fyrirtækja yfir landamæri inn á EB-markaði er að þá er auðveldara að öðlast hlutdeild í rannsóknar- og þróunarstarfi. Einnig er hægt að hugsa sér samstarf þar sem sérstaklega er um að ræða starfsemi fyrir opinbera aðila, ýmist innanlands eða í öðrum EB-löndum eða í Þriðja heims löndum. Fyrir lönd innan EB og reyndar að vissu leyti fyrir þriðjulönd gildir að skylda er að bjóða út opinber innkaup umfram tiltekna upphæð í opinberu útboði Opinberar stofnanir skulu, samkvæmt nýjustu reglum EB hér að lútandi, tilkynna öll áformuð stærri innkaup. Lokaorð Ljóst er að fleiri ríki fá ekki aðild að EB á næstu árum, a.m.k. ekki fram til 1992 en reikna má með að sú afstaða verði endurskoðuð þegar reynsla er komin á sameiginlegan innri markað. Þaðliggurþvífyrir að ísland mun ekki verða aðili að sameiginlegum innri markaði Efnahagsbandalagsins á næstu árum. Engu að síður er mikilvægt að stjórnvöld og samtök atvinnulífsins, ekki bara fylgist með því sem er að gerast í bandalaginu, heldurfari þegar að undirbúa íslenskt atvinnulíf undir stóraukna samkeppni. Af framansögðu má ráða að liður í því hlýtur að vera breytt hugarfar gagnvart smáfyrirtækjarekstri og styrking íslenskrar smáfyrirtækjastefnu, sem Landssamband iðnaðarmanna hefur m.a. boðað í bráðum 60 ár.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.