Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Page 21

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Page 21
Staðlar og skipuleg gæðastjórnun JÓHANNES ÞORSTEINS- SON, RITARI STADLA- RÁDS ÍSLANDS: „Viö megum ekki líta á staðal sem einhvers konar nauðungarstjórnun á því hvað við megum gera og hvernig við megum gera það. Það þarf að líta svo á að staðallinn sé leið til þess að sá maður sem á að vinna tiltekið verk fái réttar upplýsingar og viðmiðanir um það hvernig hluturinn á að farafrá honum. Staðlar fjalla um það hvernig eigi að koma í veg fyrir ákveðin vandamál varðandi hönnun, hráefni, framleiðslu, uppsetningu og notkun. Sem slíkir eru þeir settir okkur til þæginda og hagsbóta“, sagði Jóhannes Þorsteinsson, ritari Staðlaráðs íslands, í viðtali við Tímarit iðnaðarmanna. — Hvað er staðall? „Það er mögulegt að svara þessu þannig að svarið nái yfir alla staðla", sagði Jóhannes. „Það ertil skilgreining á því hvað staðall er, en hún er hluti af staðli sem er alþjóðlegur og evrópskurog gjörsamlega óskiljanlegur á upphöfnu stofnanamáli. Það er grundvallaratriði að staðall er alltaf lausn á einhverjum vanda. Vandamál þetta er á afmörkuðu sviði og það kemur oft upp. Annað meginatriði er að lausnin sem staðallinn felur í sér erfundin í sameiningu. Það er enginn sem segir öðrum fyrir verkum í þessu þetta er gert eftir ákveðnu ferli og í því er mikið lýðræði. Þá mætti bæta við að staðlar eru notaðir í samningum um verk og vöru. Ef fylgt er staðli telst framleiðandi, seljandi eða sá sem vinnur verk hafa sýnt af sér ábyrgð. Hann hefur þá leitað lausnar sem ertalin góð að bestu manna yfirsýn og því skilað traustu verki eða vöru.“ — Hverjareru helstu tegundir staðla? „Þær tegundir staðla sem helstar eru í notkun nú og verða í framtíðinni eru eftirfarandi: Staðlar um skil á vöru eða þjónustu, stundum með ákvæðum um prófanir. — Margirhafa andúð á stöðlum og vilja ekki nota þá. Af hverju? „Eg kannast ekki við beina grundaða andúð. Það sem menn hafa haft út á staðla að setja er að þeir negli niður aðferðir við framleiðslu og aðra vinnu. Þeim finnst verið að setja sér skorður, finnst staðlar takmarkasig. Staðlaraf því tagi eru vissulega til, það er staðlar sem kveða á um hvernig skuli vinna ákveðna hluti. Þeir eru þó ekki settir lengur nema þar sem um er að ræða vanþróaðan iðnað eða verkkunnáttu og þar er þeirra líka þörf. “ Staðlar sem lýsa hráefnum, efnisstaðlar. Staðlarsem lýsa kröfum um álagsþol. Hönnunarstaðlar. Mælingastaðlar, teiknitákn, stærðarsamræming og fleira. Staðlar sem lýsa hvaða kröfur skuli gerðar um stjórn á framleiðslu. Þar er um að ræða gæðakerfastaðla - svonefnda ISO 9ooo staðla. “ Þessir síðastnefndu eru mjög mikilvægir og í 21

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.