Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Side 25

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Side 25
GUÐJÓN TÓMASSON, FORMAÐUR FRÆDSLU- NEFNDAR MÁLM- IDNADAR- INS: íslenskt menntakerfi illa undirbúið jjEndurskipulagning iðn- og verkmenntunar hér á landi er þegar hafin. Við verðum eins og aðrir að breyta háttum okkar í samræmi við þær breytingar sem eiga sér stað, ef við ætlum ekki að missa af lestinni. Ég óttast þó að þeir sem stjórna menntamálum hérskilji ekki nauðsyn þess að samræma iðn- og verkmenntun því sem er að gerast í Evrópu. Slík blinda verður til þess að okkarfólk myndi ekki uppfylla kröfur annarra þjóða,“ sagði Guðjón Tómasson, formaður fræðslunefndar málmiðnaðarins, í samtali við Tímarit Iðnaðarmanna. — Hvaðaþörferá því að uppfylla annarra kröfur? jjFari svo að við drögumst aftur úr verða iðnaðarmenn okkar í fyrsta lagi ekki gjaldgengir á vinnumarkaði í Evrópu - hvorki á hinum Norðurlöndunum né annars staðar" sagði Guðjón. „Við munum þá ekki heldur koma okkar fólki til framhaldsmenntunar í þessum löndum, enda ber þegarátregðu í þeim efnum. Það getur svo liðið að því að íslenskur iðnaður þyki ekki samkeppnisfær vegna þess að menntun starfsfólksins uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru annars staðar. í raun og veru er spurningin einfaldlega sú hvort við viljum í framtíðinni láta taka mark á okkur. “ — Hversu viðamiklar breytingar þarf á menntakerfi okkar til að halda í við þessar kröfur? jjÞað kallar ekki á veigamiklar breytingar á menntakerfi okkar að lagfæra þessi mál. Við þurfum að styrkja stærðfræði-, eðlisfræði- og tungumálakennslu verulega í grunnmenntuninni. Það vantar nú þegartugi eininga í þessum grunnfögum í nám sumra iðnaðarmanna, til þess að þeir geti haldið áfram í námi. í dag kostar það að

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.