Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Síða 26
minnsta kosti eitt ár
aukalega.
Þá verðum við að leggja
áherslu á úrvinnslu
sérhæfingar.
Evrópubandalagsríkin eru
nú að vinna að
samhæfingu iðn- og
verkmenntunar og raunar
alls framhaldsnáms. í
Danmörku verður
iðnmenntun skipt í þrennt;
grunnnám, svið og
sérhæfingu. Það er þessi
sérhæfing sem ég óttast
að við náum ekki.
Við verðum svo að gera
okkur enn gleggri grein en
verið hefur fyrir því að
mörkin milli iðngreinanna
eru að riðlast. Tölvutæknin
er ein orsök þessa, enda
spyr hún ekkert að því
hvað iðngreinin heitir. í
framhaldi af þessari riðlun
eru nýjar greinar að skjóta
upp kollinum, eins og það
sem danir kalla
Industri-teknik-mekaniker.
Sú grein er sambland af
rafeindavirkjun og
vélvirkjun."
— Þarf atvinnulífið
ekki að hafa
frumkvæði í þessu?
jjÞað er Ijóst að
ábyrgðina á iðn- og
verkmenntun verðurað
færa að nýju út í
atvinnulífið, enda er það
að gerast. Það er
nauðsynlegt að auka
verulega að nýju hlutverk
atvinnuveganna í
menntakerfinu. Þeir
sáu um iðn- og
verkmenntun að miklu
leyti, fram til þess að hún
vartekin inn í ríkisrekna
menntakerfið á sjötta
áratugnum. Það er nú
flestum sem um þessi mál
fjalla Ijóst að
atvinnuvegirnir verða að
axla þessa ábyrgð að nýju.
I samræmi við þau nýju
viðhorf sem skapast hafa
munu grunnfræðsla og
endurmenntun verða
tengd mun nánar í
framtíðinni en verið hefur.
Ég býst við að sérhæfing
verði keyrð jafnt sem
eftirmenntun og
grunnfræðsla, enda er það
í samræmi við þróun í
öðrum löndum.
Atvinnulífið mun þannig
hafa meiri áhrif á
menntakerfið og
menntastofnanir jafnframt
hafa meiri hönd í bagga við
þróun atvinnulífs i landinu.
Eg vil svo aðeins leggja
áherslu á nauðsyn þess að
við samræmum okkur því
sem gerist annars staðar. “
VIRÐISAUKASKATTUR
- SÉRTILBOÐ-
BÚSTÓLPI fjárhagsbókhald fyrir minni fyrirtæki og einstaklinga.
Verð kr. 22.400.- með ssk.
Við höfum allan tölvubúnað fyrir iðnaðarmenn s.s. launakerfi,
verkbókhald, tilboðskerfi, sölu- og birgðakerfi.
Útvegum vélbúnað fyrir stór og smá fyrirtæki.
Á þriðja hundrað fyrirtæki nota STÓLPA.
Kennsla og þjónusta um allt land.
KERFISÞRÓUN HF.
Ármúli 38,108 Reykjavík
Sími91-688055