Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Page 30

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Page 30
Stefna stjómmálaflokkanna Xímarit iðnaöarmanna fór þess á leit við stjórnmálaflokkana að þeir skýrðu frá stefnu sinni varðandi samskipti íslands við Evrópubandalagið í stuttu máli. Hér á eftir fara þau svör sem bárust blaðinu. BORGARA- FLOKKURINN 1 ■ Borgaraflokkurinn telur, að miðað við núverandi aðstæður hljóti íslendingar að kjósa að standa utan Evrópubandalagsins. Hins vegar er nauðsynlegt, að íslendingar haldi góðu sambandi við stjórn Evrópubandalagsins bæði beint og gegnum samstarfið innan EFTA. Með þeim hætti geta íslendingar gert grein fyrir sérstöðu sinni bæði hvað varðar einkarétt okkar á fiskimiðunum umhverfis landið og hversu efnahagslíf okkarer veikburða í samanburði við þjóðir Evrópubandalagsins. Þannig eiga íslengingar að geta samið um hagstæð viðskiptakjör við EB og jafnvel rýmri aðgang að fiskmörkuðum bandalagsins en hin sterkari ríki innan EFTA eins og t.d. Norðmenn. Enn fremur verðum við að semja um viðurkenningu á þeirri staðreynd, að iðnaður okkar verður ætíð það smár í sniðum, að erfitt verður að ætla honum að standa í fullri samkeppni við iðnað EB-landanna á jafnréttisgrundvelli. í þessum skilningi er ísland sambærilegt við hin vanþróuðu svæði innan EB, sem njóta víðtækra styrkjatil uppbyggingar atvinnu- fyrirtækja. 2a (slendingar verða að horfa til allra átta. Landið er í þjóðbraut verzlunar og viðskipta milli Ameríku og Evrópu og í seinni tíð hefur opnaztfyrir beina loftflutninga milli Asíulanda og Evrópu með viðkomu á íslandi. Því er mikilsvert að leita eftir samstarfi á sviði verzlunar og viðskipta við þjóðir vestan hafs og í Asíulöndum. Einkum væri athyglisvert að þreifa fyrir sér um samstarf á sviði iðnaðar tengdum sjávarútveg við þessi lönd. Mikilvægt er að leita eftir mörkuðum og samstarfi við þjóðir í heimshlutum, sem við höfum lítið sinnt fram til þessa, svo sem í Arabalöndum og miðausturlöndum. Sérþekking okkar á hátæknifiskveiðum og vinnslu sjávarafurða er verðmætari en okkur grunar. Hvað varðar sjálfan EB-markaðinn væri eðlilegt að útflutningsfyrirtæki leituðu í ríkara mæli eftir því að eignast hlut í sölu- og dreifingarfyrirtækjum innan EB til að ná betri fótfestu á markaðnum þar. 3. Með tilkomu hins sameiginlega markaðar EB-ríkjanna 1992 mun samkeppnin harðna, og hætta er á, að rekstrarskilyrði íslenzkra fyrirtækja versni í samanburði við EB-löndin. Þess vegna er nauðsynlegt, að löggjöf um gjaldeyrisviðskipti íslenzkra útflutnings- og samkeppnisfyrirtækja verði rýmkuð, m.a. með því að heimila slíkum fyrirtækjum að leita eftir beinum erlendum bankaviðskiptum og afnema skilaskyldu á gjaldeyri. Gengisskráning verður að taka mið af afkomu útflutningsfyrirtækjanna og því markmiði að viðhalda jákvæðum viðskiptajöfnuði svo og að koma í veg fyrir, að fjármunir skili sér ekki til landsins. Það verður að leggja mikla áherzlu á að breyta viðhorfi ráðamanna og almennings til útflutningsverzlunarinnar. Hún verðurað vera frjálsari en nú er og gert hærra undir höfði en innflutningsverzluninni, þótt ekki megi horfa fram hjá þeirri staðreynd, að íslendingar verða ávallt háðir því að flytja inn vörur í miklu magni og því nauðsynlegt, að það verði gert á sem hagkvæmastan hátt. ALÞÝDU- FLOKKURINN Akvörðun Evrópubandalagsins um óskiptan innri markað sem nái til vöru, þjónustu, vinnuafls og fjármagns mun hafa mikil áhrif á efnahagslíf í öllum löndum Evrópu, bæði meðal þeirra sem eru í bandalaginu og hinna sem utan þess standa. Ríkisstjórn og Alþingi hafa markað þá stefnu að ísland skuli ekki stefna að aðild að Evrópubandalaginu heldur skuli unnið að aðlögun íslensks efnahags- og atvinnulífs að hinum nýju skilyrðum og þá einkanlega gegnum EFTA. Alþýðuflokkurinn er aðili að þessari stefnumörkun. Á vegum EFTA fer nú fram umfangsmikil könnun á möguleikum á

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.