Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Side 33

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Side 33
ALÞÝÐU- BANDALAGIÐ Alþýöubandalagiö telur aðild íslands að Evrópubandalaginu ekki vera á dagskrá. Svo lengi sem núverandi krafa Evrópubandalagsins um aögang aðildarþjóða að fiskimiðum landsins er uppi, er útilokað að ísland geti gengið í EB. Ýmsir aðrir þættir gera aðild að EB lítt fýsilega fyrir íslendinga, sérstaklega það valdaframsal sem aðild felur í sérá mörgum sviðum. Auk þess er hætt við að aðild gæti orðið (slendingum dýr og mikil áraun á íslenska stjórnkerfið í formi mikilla og tíðra fundarstarfa um allt milli himins og jarðará vegum EB. Þannig starfa t.d. um 3.000 nefndir og starfshópar á vegum framkvæmdastjórnar EB. Sú þróun sem nú á sér stað inrian EB er á ýmsan hátt athyglisverð og getur verið jákvæð fyrir íslendinga á mörgum sviðum. Sem dæmi má nefna að staðlar að ýmsu tagi verða samræmdir, þannig aö svipaðar reglur gildi um útflutning til allra aðildarlanda EB, en nú þurfa útflytjendur oft að leggja ómælda vinnu í að kynna sér og uppfylla mismunandi kröfur í mismunandi löndum. Ávinningur af auknu viðskiptafrelsi getur þannig dreifst til viðskiptaþjóða EB sem þó standa utan þess. Einnig er samvinna innan EB í mennta- og menningarmálum og á sviði rannsóknar- og þróunarstarfsemi á margan hátt jákvæð. Þróunin sem nú á sér stað innan EB, og miðarað því að gera EB að einum markaði með vörur, þjónustu, fjármagn og vinnuafl, kallar á viðbrögð frá öllum viðskiptalöndum EB. Alþýðubandalagið telurað íslendingar bregðist best við þessari þróun með eftirarandi hætti: Unnið verði að umbótum á margvíslegum sviðum á heimavettvangi, sem miða að því að auka hagkvæmni og samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs og búa þjóðfélagið allt undir það sem koma skal. í því sambandi er mjög mikilvægt að vinna að umbótum á sviði sjávarútvegsmála sem miða að því að vinda ofanaf þeirri offjárfestingu sem átt hefur sér stað í greininni um leið og verslun með og vinnsla þess fisks sem veiddur er á íslandsmiðum er í ríkari mæli flutt inn í landið. Halda verður áfram að styrkja og þróa innlent bankakerfi og fjármagnsmarkað og gera hann hæfan til að standast stóráfallalaust erlenda samkeppni. Reynt verði að ná hagstæðum samningum við EB um aðgang að markaði þess. Nú er unnið að þessum málum með viðræðum EFTA og EB, sem miða að því að koma á fót hinu svokallaða evrópska efnahagssvæði og felur í sér að EFTA og EB verði nánast einn markaður, án þess að EFTA-löndin verði beinir aðilarað EB. íslendingar hljóta að leggja höfuðáherslu á fríverslun með fisk í þeim viðræðum. í þeim viðræðum er einnig mikilvægt að sérstöðu íslands verði gætt, sérstaklega varðandi hömlulausa fjármagnsflutninga, erlendar fjárfestingar í atvinnurekstri og frjálsa flutninga vinnuafls. í þessum efnum tekur Alþýðubandalagið í meginatriðum undir þá fyrirvara sem forsætisráðherra gerði á fundi leiðtoga EFTA- ríkjanna í Osló 15. mars 1989. Samhliða nauðsynlegum viðbrögðum við þróuninni innan EB verði hugað að öðrum kostum varðandi utanríkisverslun íslendinga, svo sem fríverslunarsamningum við Bandaríkin og Kanada og viðskiptum við Suðaustur-Asíu, einkum Japan, Suður-Ameríku og Austur-Evrópu. Með greiðum aðgangi að fleiri markaðssvæðum er líklegra að hægt verði að ná eins góðum viðskiptakjörum í útflutningsverslun íslendinga og kostur er.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.