Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Side 43

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Side 43
Stefnumörkun í málefnum iðnaðarins EFNAHAGSMÁL OGYTRI REKSTRAR- SKILYRÐI Eins og kunnugt er var mikill uppgangur og gríöarleg þensla í efnahagslífi íslendingaá árunum 1986-87. Framan af var þetta góöæri hagstætt iðnaðinum. Tekjuaukningin leiddi þó fljótt af sér óhóflega eftirspurnaraukningu, þenslu á vinnumarkaöi, kaup- og verðhækkanir. Stjórnvöld héldu fast viö þá stefnu að reyna að halda aftur af verðbólgu með því að halda gengi krónunnar stöðugu. Þannig varð meðalhækkun á verði erlends gjaldeyris aðeins um 9% frá ársbyrjun 1986 til ársloka 1988, en á samatíma hækkaði kaupgjald almennt um 75-85% og atvinnutekjur enn meir. Samkeppnisstaða útflutnings- og samkeppnisgreinafór því versnandi þegar á árinu 1987 og gerðist síðan æ I erfiðari eftir því sem leið á árið 1988. í kjölfarið fylgdi samdráttur í útflutningstekjum og samdráttur í flestum þáttum þjóðarútgjalda, einkum í fjárfestingu. Hin óhagstæða þróun efnahagsmála, sem fyrst sagði til sín í versnandi samkeppnisstöðu útflutnings- og samkeppnisgreina hefur því eins og oftast áður leitt til samdráttar í framkvæmdum, verslun og viðskiptum innanlands og erfiðleika í þeim atvinnugreinum, sem þar eiga í hlut. Hefur þessi samdráttur reynst mörgum fyrirtækjum sérlega erfiður, þar sem raunvextir hafa sjaldan eða aldrei verið eins háir hér á landi og undanfarin ár. Málflutningur Landsambands iðnaðarmanna um efnahags- og atvinnumál og stöðu iðnaðarins hefur eðlilega einkennst mjög af þeim vaxandi mótbyr, sem iðnaðurinn hefur mætt undanfarin tvö ár. Raunar var það þegar í október 1987 að 42. Iðnþing íslendinga, sem þá var haldið á Akureyri, varaði alvarlega við því, að efnahagsstefnan væri alltof einhliða. Um leið og lýst var stuðningi við það markmið þáverandi ríkisstjórnar í fjárlagafrumvarpi hennar fyrir árið 1988 að reka ríkssjóð án halla, var bent á, að alls ekki væri sama, hvort það yrði gert með niðurskurði eða fyrst og fremst með skattahækkunum. Niðurskurður væri nauðsynlegur í því þensluástandi, sem þá ríkti, en ráðgerðar skattahækkanir mundu á hinn bóginn íþyngja atvinnuvegunum og skerða samkeppnishæfni þeirra. Fastgengisstefnan, sem var hornsteinn efnahagsstefnunnar og var þegar farin að bitna alvarlega á stöðu samkeppnisgreina, fengi því ekki staðist, ef leggja ætti út í frekari skattahækkanir, heldurværi nauðsynlegt að beita niðurskurði á rekstrar- og millifærsluútgjöld hins opinbera. I febrúarlok 1988 var gengi krónunnar fellt um 6%, og í tengslum við gengislækkunina voru jafnframt ákveðnar ýmsar aðrar efnahagsráðstafanir, sem flestum var ætlað að bæta hag útflutningsgreina, einkum fiskvinnslunnar. í ályktun stjórnar Landssambandsins um þessar aðgerðir var tekið undir nauösyn almennra efnahagsráðstafana til að bæta hag atvinnuveganna og draga úr viðskiptahalla. Hins vegar var vakin athygli á, að miklar innlendar kostnaðarhækkanir og fastgengisstefna hefði ekki einvörðungu bitnað á hag fiskvinnslunnar og annarra útflutningsgreina sjávarútvegs, heldur hefði samkeppnisstaða iðnaðarins bæði í útflutningi og á heimamarkaði versnað stórlega og innflutningur hefði vaxið gífurlega. Var því sérstaklega mótmælt, að í aðgerðum ríkisstjórnarinnar fælust fyrst og fremst sértækar ráðstafanir í þágu sjávarútvegs, en hagsmunir iðnaðarins væru að litlu hafðir. Síðar á árinu 1988 og á árinu 1989 voru einnig gerðarýmsar aðrar efnahagsráðstafanir, sem voru svipaðs eðlis, þ.e. annars vegar almennar efnahagsráðstafanir, sem fólust einkum ( gengislækkun og ráðstöfunum til að lækka vexti, og hins vegarýmsar sértækar ráðstafanir í þágu sjávarútvegs, t.d. með greiðslu sérstakra verðuppbóta úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins, sem fjármagnaðar voru með 43

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.