Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Qupperneq 52

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Qupperneq 52
52 málum voru mjög viðamiklar og margþættar Þaö var þess vegna mjög mikiö starf fyrir Landssambandið, að fylgjast meö undirbúningi þeirra, gera tillögur um breytingar, til þess aö tryggja hagsmuni iðnaðarins og loks aö kynna niðurstöðuna fyrir félagsmönnum. í kjölfarið fylgdi síðan endurskoðun á ýmsum reglugerðum, sem þessu tengjast, þ.á.m. um jöfnunargjald og jöfnunarálag á innflutt hús. Síðast en ekki síst má nefna, að gefin var út ný auglýsing um niðurfellingu eða endurgreiðslu aðflutningsgjalda og söluskatts af aðföngum til samkeppnisiðnaðar. Fylgdist Landssambandið grannt með undirbúningi hennar og bar fram tillögur í því sambandi. Meðal annars náði fram sú sanngirniskrafa Landssambandsins, að innlend fyrirtæki, sem framleiða vélar, tæki eða framleiðslubúnað fyrir önnur iðnfyrirtæki fengju heimild til þess að fella niður söluskatt af slíkum búnaði, á sama hátt og iðnfyrirtæki geta gert, þegar þau kaupa slíkan búnað erlendis frá. FJÁRMAGNS- MARKADUR OG LÁNAMÁL A árunum 1985-87 voru ýmsar veigamiklar breytingar gerðar á löggjöf um fjármálastarfsemina í landinu, m.a. með nýrri heildarlöggjöf um viðskiptabanka og sparisjóði annars vegar og um Seðlabanka íslands hins vegar, svo og með nýjum vaxtalögum. Undanfarin tvö ár hafa hins vegar ekki orðið meiri háttar lagabreytingar á þessu sviði, að því undanskildu, að vorið 1989 voru sett lög um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði, sem leystu af hólmi lög um verðbréfamiðlun. Má segja, að þess hafi á ýmsan hátt séð stað í þróuninni á fjármagnsmarkaðnum undanfarin tvö ár, að fjármálastofnanir hafa starfað innan frjálslegri og nútímalegri lagaramma en áður var, en jafnframt hafa erf iðleikar og ójafnvægi í þjóðarbúskapnum, ekki síst á sviði ríkisfjármála, sett mark sitt á þróunina á fjármagnsmarkaðnum og tafið fyrir framförum. Eins og um gat í kafla um efnahagsmál hafa stjórnvöld brugðist við efnhagssamdrætti og erfiðleikum í atvinnulífinu, sem hófust fyrir alvöru á árinu 1988, með tvennum hætti, annars vegar almennum efnahagsráðstöfunum og hins vegar sértækum aðgerðum í þágu einstakra atvinnugreina og jafnvel einstakra fyrirtækja. Meðal síðarnefndu aðgerðanna eru skuldbreytingar og hlutafjáraukning fyrir milligöngu stjórnvalda. Þannig var í tengslum við efnahagsráðstafanir í maí 1988 ákveðið að greiða fyrir fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja og skuldbreytingu þeirra hjá viðskiptabönkunum með því að heimilaerlenda lántöku í þessu skyni fyrireinum milljarði króna. Við skiptingu þessa lánakvóta milli atvinnugreina og lánastofnana, sem ríkisstjórnin ákvað samkvæmttillögu Seðlabankans, kom aö mati Landssambandsins óeðlilega lítið í hlut iðnaðarins og var því gerð athugasemd við það, m.a. með bréfi til viðskiþtaráðherra. Skömmu síðar lýsti viðskiptaráðherra því yfir, að í þessari úthlutun fælist engin endanleg afgreiðsla á erlendum skuldbreytingarlánum til atvinnulífsins. Umsóknir frá iðnfyrirtækjum, sem ekki hefðu fengið lán af umræddum kvóta, yrðu því teknartil faglegrar athugunar en ekki sjálfkrafa hafnað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.