Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Page 59

Tímarit iðnaðarmanna - 01.10.1989, Page 59
upplýsingum um þróun í einstökum málaflokkum og hins vegartil aö hafa áhrif á pólitíska stefnumörkun. Þannig er Landssambandiö aðili aö óformlegri samstarfsnefnd samtaka atvinnulífsins um þessi mál svo og samstarfsnefnd hins opinbera og hagsmunaaðiia. Þá var Landssambandið aðili að ráðstefnu um Evrópubandalagíð og íslenskan iðnað sem iðnaðarráðuneytið ásamt ýmsum aðilum hélt í apríl 1988 og tók ennfremur þátt í ferð, sem landsnefnd Alþjóða verslunarráðsins stóð fyrir til Brussel í júnímánuði það ár. Markmið ferðarinnar var að kynna ýmsum forystumönnum úr samtökum atvinnulifsins innviði og stefnu Evrópubandalagsins í völdum málaflokkum. Breytingar þær, sem er verið að gera á ýmsum lögum og reglugerðum í Evrópu, munu hafa veruleg áhrif til bóta á rekstarskilyrði fyrirtækjanna þar, en munu einnig hafa í för með sér veruleg áhrif á samkeppnisstöðu íslenskra iðnfyrirtækja. Það er því mjög mikilvægt fyrir Landssambandið að reyna að fylgjast með í þessum efnum eins og kostur er, en vegna þess hve gífurlega margbrotin og yfirgripsmikil þau gögn eru, sem fara þarf yfir, er nauðsynlegt að velja úr þá málaflokka, sem allra nauðsynlegast er að fylgjast með. Raunar hafa sum samtök ráðið sérstaka starfsmenn í þessu skyni, en stjórn Landssambandsins hefur ekki séð ástæðu til þess, a.m.k. ekki að svo stöddu. I því skyni að aðlaga iðnaðinn breytingunum í Evrópu skipaði iðnaðarráðherra nefnd í febrúarmánuði s.l. Er hlutverk hennar að kanna starfsskilyrði íslensk iðnaðar og benda á leiðirtil þess að tryggja samkeppnisstöðu hans m.a. í Ijósi þeirra breytinga, sem fylgja myndun sameiginlegs innri markaðar Evrópubandalagsins. Landssambandið á fulltrúa í þessari nefnd, en hún hefur aðeins nokkrum sinnum haldið fundi og miðar starfinu hægt. Þeir málaflokkar, sem Landssambandið hefur helst reynt að fylgjast með varðandi innri markað Evrópubandalagsins, eru: 1. Óhindruð vöruviðskipti - opinber innkaup, undirboð og tollabandalag - tölulegarupplýsingar - gagnkvæm viðurkenning tæknilegra krafna - gæðavottun, einkaleyfi - eftirlíkingar vöru, skattlagning einstaklinga, óbeinir skattar - tæknilegar viðskiptahindranir, gagnkvæm viðurkenning og vottun gæðakrafna, höfundarréttur á sviði iðnaðar, vörur með hráefnum frá landbúnaði - vöruábyrgðir og samkeppnisreglur 2. Óhindruð þjónstu- viðskipti - fjármagnshreyfingar - skatturá fjármagnstekjur. 3. Frjáls búsetu og atvinnréttur - menntamál (sérstaklega iðnfræðsla), - fyrirtækjalöggjöf, (rétturtil fyrirtækjareksturs), fjármagnsþjónusta, breytingar á fjármagnsmarkaði - rétturtil starfa (iðnréttindi). 4. Beinar ráðstafanir til eflingar atvinnulífi - ríkisstyrkir - lítil og meðalstór fyrirtæki - Rannsókna- og þróunarstarfsemi. Landssambandið hefur óskað eftir að taka þátt í umræðuhópum á vegum samstarfsnefndar hins opinbera og hagsmunaaðila um þessa málaflokka, og tekur framkvæmdastjórnin þá

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.