Vikan


Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 7

Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 7
I UFIÐ LANDI EFTIR 25 AR Gísli Halldórsson, verkfræðingur, 3óhannes Nordal, bankastjóri og 3óhann Hannesson, prófessor, svara spurningum Vikunnar I inga er ekki raunveruleg breyting, og er ekki mælikvarði á þróun og framfarir. Raunverulegar breytingar lýsa sér í auknu framleiðslumagni, hver afkoma fólks er, -— hver er kaupmáttur peninganna o. s. frv. VIKAN: — Hverju viljiS þið þá spá um af- komu almennings eftir 25 ár — ekki í pen- ingum, heldur kaupmætti launa? JÓHANNES: — Miðað við þá þróun, sem orðið hefur í efnahagskerfi landsins undan- farið 25 ára tímabil, þá mundi ég segja að það þætti gott, ef afkoma fólks yrði orðin helmingi betri eftir 25 ár (þ. e. tvöfalt betri). Ég miða þetta við það, sem almennt er álitið að hægt sé að ná með því hagkerfi, sem við höfum. GÍSLI: Mér hafði einmitt dottið þessi tala í hug. Með því móti er líklegt að af- koman batni um ca. 3% á ári. Það er mikill vaxtarhraði á svona löngu tímabili, en ég styð þetta álit Jóhannesar. VIKAN: — Því hefur verið spáð erlendis, að eftir 25 ár muni vinnutími manna al- mennt verða 9 dagar á móti hverjum 5 frí dögum. Hvað álítið þið um þessa spá fyrir okkur hér á íslandi? JÓHANN: — Ég býst nú við að flestir muni hafa nóg að starfa, þótt það verði ekki fyrir beinum lífsnauðsynjum. Eftir því sem vinnu- tíminn styttist, þá fara menn að vinná meira að öðrum hlutum en beinlínis til að sjá fvr- ir sér og sínum. Þá fara þeir 't. d. að græða upp landið í sjálfboðavinnu .. . GÍSLI: Hvernig fer þá með allar vélarn- ar og framleiðslugetuna, ef menn verða allt- af í fríi? Það þarf menn til að stjóma þess- um dýru tækjum, tæknifræðinga og alls- konar sérfræðinga. Þá verður æ mihna um það að menn taki sér skóflu í hönd. JÓHANNES: — Við erum alls ekki langt frá því að ná þessu marki. Sumar starfsgreinar hér á fslandi í dag hafa tveggja daga frí í viku, eða fimm vinnudaga á móti tveim frí- dögum. Það þarf ekki nema hálfan frídag á viku í viðbót, til þess að ná þessu marki. Mér finnst það ekkert ótrúlegt að það verði fimm daga frí í hverjum hálfum mánuði eft- ir 25 ár, hvort sem frídagarnir verða sam- felldir eða ekki. VIKAN: Hvað um samgöngutæknina? í annarri gerin í þessu 25' ára afmælisblaði Vikunnar, er grein þar sem ýmsir útlendir framtíðarspádómar eru gerðir að umtals- efni. Þar er því spáð, að loftpúðabílar hafi útrýrnt hinum venjulegu hjólabílum eftir 25 ár. Hvernig áliítið þið að samgöngur á landi verði hér eftir aldarfjórðung? GlSLI: — Það er óhjákvæmilegt að vegir verði betri, því núverandi ástand er allt of kostnaðarsamt í viðhaldi á tækjunum, sem þá nota. Ég álít að bílar verði þá ennþá aðal samgöngutækið. Kannski höfum við þá ,,Monorail“ (Einteiningsbraut) eða jafnvel járnbrautir á vissum leiðum, því ég er alls ekki búinn að samþykkja það, að við höfum alveg hlaupið yfir járnbrautartímabilið. A lengri leiðum eru járnbrautir mikið þægilegri farartæki en bifreiðar. Það hefur mikið verið talað um svokallaða loftpúðabíla, sem verð- andi samgöngutæki, en ég hefi ekki trú á þeim til almennrar notkunar. Þeir verða vafalaust notaðir til að komast yfir vötn og sanda. En þeir eru t. d. mjög næmir fyrir vindi og geta fokið til og frá. Það er ekki gott í okkar veðurfari. Ég held að menn muni taka einkaflugvélar meira í sína notkun, þyrlur og slíkt. Annars getur hugsazt að þá verði búið að finna upp eitthvað ennþá öruggara og þægilegra farartæki, þótt ég efist um að það yrði komið almennt í notkun á næstu 25 árum. — í millilanda- samgöngum held ég að komnar verði í notkun flugvélar, sem skotið verður beint uþp í háloftin, en svífa svo til jarðar á á- fangástaði Þessar vélar er nú verið að smíða, og þær nálgast eldflaugar að því leyti' að þær fara með um 2000 mílna hraða, og mundu nrerða um 2 'klst. héðan til New York. VIKAN: — Þið búizt ekki við enn meiri byltingum á þessu sviði? JÓHANNES: — Ég held ekki. Ef við lítum 25 ár aftur í tímann, þá sjáum við að það eru fá samgöngutæki, sem nú eru komin í almenna notkun, sem ekki voru kornin eitt- hvað áleiðis þá. Auðvitað eru byltingar eða stökkbreytingar mögulegar, en við skulum ekki gera ráð fyrir þeim. Sennilega eru mestar líkur fyrir framförum á sviði flug- tækninnar, — að komnar verði fullkomnari vélar, sem fara lóðrétt upp og beint niður til að setjast. Þar mundi ég segja að mestu möguleikarnir væru. Nýir hlutir geta ekki haldið áfram að ske alveg takmarkalaust, eins og t. d. í samgöngutækninni. Flugvélar voru til fyrir 25 árum. Að vísu ekki þotur, en þar er aðeins stigsmunur á milli. Bílar Voru algengir og þróun þar hefur orðið jöfn. JÓHANN: — Ég vildi óska þess, að þyrlur yrðu komnar í almennari notkun en nú er. Þá gæti maður t. d. skroppið norður í land á hálfum eða heilum klukkutíma, ef hér er rigning, en sól fyrir norðan. Þá væri líka æskilegt að geta farið þannig með ferðamenn á milli staða, sett þá niður í Þórsmörk eða Þjórsárdal, þar sem landið er fagurt og frítt, og lofað þeim svo að fara heldur rólegar yfir landið en nú gerist. Ég held ekki að stórbylting verði í þessum málum, en að framfarir verði jafnar. JÓHANNES: — Sá möguleiki er að, sjálf- sögðu ekki útilokaður, að einhverjar stökk- breytingar verði í samgöngutækni, sem geri það að verkum að það verði ekki eins brýn nauðsyn á að steypa eða malbika aíla vegi, því það er ekkert lítið fyrirtæki og tekur okk- ur áreiðanlega þessi 25 ár að koma upp góðu vegakerfi, sem nægir fyrir nútíma samgöng- ur, hvað þá fyrir það, sem á eftir kemur. Ef eitthvað farartæki kæmi til sögunnar, sem mundi létta mikið umferðina á vegunum, að minnsta kosti á lengri vegalengdum, þá væri það auðvitað geysilegt atriði fyrir okkur. En ég held að bílarnir hafi svo mikla kosti á styttri vegalengdum, að þeir haldi velli. GÍSLI: — Ég er sammála þessu. En ég held bara að vegir hér á landi komi aldrei að fullu gagni, vegna veðráttunnar, nema þá að þeir verði upphitaðir, sem litlar líkur eru til. VIKAN: -—■ En hvað um vöruflutninga? Hvernig lízt ykkur t. d. á þá hugmynd að dæla mjólkinni eftir pípum austan úr Flóa til Reykjavíkur? GISLI: — Ég var spurður álits um þennan möguleika fyrir mörgum árum síðan, en mér fannst þá að svo mörg vandamál væri við að stríða, að ég þorði ekki að mæla með því. Síðan hefur auðvitað margt breytzt, og heyrzt hefur að þeir séu farnir að gera þetta í Sviss með góðum árangri. Það er t. d. eng- inn leikur að halda leiðslunni svo hreinni, að ströngustu hreinlætiskröfum verði fram- fylgt, og svo verður að ganga svo frá, að mjólkin geti ekki frosið í leiðslunum. Það er að sjálfsögðu hægt að gera með því að hita hana upp, og pípurnar er líka hægt að hafa það þröngar, að ekki komizt loft í þær, en mjólkinni sé dælt eftir þeim með tölu- verðum þrýsting. Það hjálpar upp á hrein- lætið, ef loft kemst ekki að, og svo má dæla saltvatnsupplausn eftir þeim með vissu millibili. En ég er hræddur um að svona leiðsla verði dýr ... JÓHANNES: — í sambandi við vegalagn- ingu, langar mig til að benda á þann gífur- lega kostnað, sem er samfara fullkomnu vegakerfi. Ég gæti t. d. trúað því, að full- kominn steyptur og góður vegur til Akur- VIKAN 44. tbl. — J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.