Vikan


Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 65

Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 65
Þóróddur Thoroddsen verk- fræðingur og vatnsveitustjóri Reykjavikur var auðvitað sjálf- sagður ura leið og hann minntist á það, því að verkfræðingarnir hafa svo lágt kaup, að það er gustuk að lofa þeim að vera með. Svo á hann líka Fíat, sem sumir sögðu að væri þægilegri til langferðalaga en Landrover- inn. Við gátum þá riillað á þeim háðum upp að hrauni. Og svo var það yðar einlæg- ur, sem fór aðallega uppá grín. Útbúnaðurinn var annars margbrotinn og samantekinn af vísindalegri n ákvæmni. Stálhjálmar ......... 7 stk. Rafmagnsluktir, stórar 4 — Kosangasljós ........ 1 — Aladdinlampi (lekur) 1 —• Vasaljós ............ hellingur Sigreipi (með lykkju) 1 stk. Nylonþráður.......... 384 km. Skyndiplástrar ...... 1 dós Hitamælir og áttaviti (skáta—■) ....... 1 stk. Þar að auki var öllum uppá- ! 'gt að klæða sig vel og vand- lega, Kristján átli að muna eft- ir myndavélinni, og Ragnar blý- antinum, allir skyldaðir til að vera í góðu skapi og hafa með sér nesti. Ég hafði með mér einn sviðakjamma og 34 brauð- sneiðar (tvöfaldhr), sem við höfum verið að borða heima, síðasta hálfa mánuðinn. Og áfram lield ég að hugsa. Við fórum á báðum bilunum norður yfir Kaldadal, en tróð- um okkur öllum inn i Land- róverinn við Kalmanstungu, settum hann í kraftdrif, fram- hjóladrif og fyrsta gir, og lét- um hann svo mala undir sig hraunið eins og skriðdreka. Hann stóð ýmist beint upp á endann stakkst þráðbeint niður eða lngðist á hliðina eins og hálfhlaðinn sildarbátur, en allt- af hélt hann áfram, hvað sem framundan var. Það var enginn vandi að rata eftir slóðinni að Surtslielli, og þar stoppuðum við og fórum að leita að Stefáns- helli, sem við vissum að var þar einhversstaðar nærri. Við leituðum og leituðum og leituðum í ausandi rigningu, bölvuðum og formæltum, liróp- uðum og gerðum grín að mér þegar við vorum að gefast upp við leitina. Það þótti þeim gaman, félögum mínum, kunn- ingjum og samstarfsmönnum, cf við fyndnm aldrei Stcfánshelli og ég kæmi greinarlaus lieim aftur til framkvæmdastjórans. Svona eru sumir menn nú inn við beinið. En Kristján stóð alltaf með mér eins og einn maður. Hann hafði mikinn áhuga á þyí, að mér tækist að finna bannsett- ann hellinn, því hann fær á- kveðna greiðslu fyrir hverja mynd, sem birt er. Hann fann Surtshelli þrísvar og gerði í- trekaða tilraun til að troða mér ofan í botnlaust gat, sem hann fann þarna í grenndinni Loks gerðum við Sigurð Iíarls- son út á Landrovernum niður að Kalmanstungu, til að fá leið- sögumann, cða nakvæma leið- sögn til að finna hellinn. Á meðan fórum við niður í Surts- helli, svona til að gera eitthvað á meðan, og fengum olckur að borða. Svo klungruðumst við inn eflir honum eins langt og við komumst, þar til Sigurður Hreiðar bar fram þá skoðun sína, að við værum komnir út í klóakið frá Kalmanstúngu. Það reyndist ekki rétt, enda er Sig- urður ekki talinn sérfræðingur i hellum. Við sáum strax hversu mik- ill fengur okkar var i að hafa Þórodd með, þvi liann rannsak- aði alla hluti af mikilli ná- kvæmni. Hann hafði mikið fyrir þvi að grafa upp úr grjóthrúgu gegnumryðgaða dós, sem glytti á rétt við fætur hans. Við hinir höfðum aðeins tima til að sjá hvað stóð utan á dósinni: „SHELL-X-100“, áður en hann grýtti henni frá sér aftur, taut- andi eitthvað um vandalisma hjá yngri kynslóðinni. Innst inni í hellisendanum fór hann að banka á vegginn, heyrði þar tómahljóð í grjót- inu, og lýsti þvi yfir að ekki væri ósennilegt að þar fyrir innan væri annar liellir, kann- ske ekki minni og kannske lengri. Það er nauðsynlegt að hafa með sér visindamenn i svona ferð. Við vorum orðnir rennsveitt- ir og að niðurlotum komnir eftir að klöngrast yfir stórgrýt- ið þarna, þegar við loks kom- umst út aftur, og sáum að S. 1\. beið þar óþreyttur í hellisopinu. Leíðsögumann hafði lionum ekki tekizt að ná i, en kom með ])au skilaboð að Stefánshellir væri nákvæmlega ca. 500 m. í Aust—NorðAust frá Surtshelli. Við vorum aðeins i vafa um hvernig bæri að mæla þetta, þvi við höfðnm fundið þrjú eða fjögur op á Surti, mismunandi langt til ANA. En vonin fædd- ist samt á ný. Og viti menn, — eftir um liálftíma leit fundust tvær stór- ar vörður, sem blöstu við veg- farendum, og þegar við höfðum leitað af okkur allan grun allt í kring um þær, þá fundum við (þ. e. a. s. ég) hellismunnann beint fyrir neðan þær. Þá var S. K. týndur einhvers- staðar langt úti i hrauni, hafði sézt uppi i fjallshlið nokkru áður með vasaljós i liendi. En verra var að Landroverinn var lika týndur, en i honum var allt hafurtaskið til rannsókn- anna. Þóroddur var kominn niður strax til að rannsaka. Kristján var farinn niður til að taka myndir, og Ragnar með honum. Mér fannst það skylda min að passa að þeir týndust ekki niðri, svo ég fór fram á það við blaða- manninn og skátahöfðingjann, að þeir fyndu S.K. og bílinn, og fór svo niður á eftir hinum. Það tók mig ekki langan tima að komast að því, þegar niður kom, að Þóroddur var týndur einhversstaðar i ranghölum hell- isins. Ragnar hljóp fram og aftur um liellinn eins og villt silfurskotta, og hann vissi það ekki fyrr en við Stjáni kölluð- um í hann, að hann hljóp alltaf i kring um sömu súluna, rétt fyrir innan hellismunnann. Kristján liélt sér í stóran stcin og sagðist ekki vilja eiga neinn þátt i þessari vitleysu. Mér fannst nauðsynlegt að liafa einliverja reglu á hlutunum, enda bar mér að sjá um það sem leiðangursstjóra. Mér fannst nauðsynlegt að allir héldu sam- an þarna niðri, og að hellirinn væri skoðaður af nákvæmni og fyrirliyggju. Fyrsta skilyrðið var þvi að ná öllum saman við innganginn, og ganga svo i skipulagðri röð undir hraunið. Þessvegna bað ég Ragnar um að koma með mér til að leita að Þóroddi. Kristján átti að bíða við opið, og segja öllum að bíða þar með sér, þangað til við kæmum aftur. Svo fórum við Ragnar af stað inn i biksvart myrkrið, — og týndumst. Hellirinn er svo til allsstaðar manngengur — ég er ennþá að hugsa, þar sem ég sit á stein- inum. Það gengur hægt, en ör- ugglega. — Hann er breiðari en meðal spitalagangur, svona fjór- ir til fimm metrar víðast hvar. Sumsstaðar þrengist hann samt, og maður vcrður að skríða nokkurn spöl þangað til mað- ur kemur aftur inn í víð göng eða sal. Á einstaka stað hefur grjót fallið ofan úr loftinu og myndar hrúgur, sem maður VXKAN 44. tbl. - 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.