Vikan


Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 49
manni,“ tautaði kaupsýslumað- urinn. XX. Þennan sama dag, skömmu fyrir liádegi, sat Gúðríður Metliú- salemsdóttir í kompunni innan af húð sinni, og var að spá Ávalda Bjarnhéðinssyni alþingis- manni. Hurðina hafði lnin hálf- opna á milli, svo að hún gæti heyrt, ef einhver kæmi. Alþingismaðurinn var í slæmu skapi: „Þetta hefur alls ekki gengið eins vel og þér spáðuð; ég var með þessu horngrýtis frumvarpi, eins og þér réðuð mér til, en fékk ekkert nema skömm í hattinn fyrir það, bæði hjá flokksmönnum og öðrum. Nú jæja, ég fékk reyndar í stað- inn það,'sem ég vildi, eins og ])ér sögðuð, svo það verður að Jiafa það, þótt einliver óþægindi fylgi. Aftur á móti, stelpuskvett- an — með liana vill livorlii reka né ganga! Hún líyssir mig að vísu stundum, en eliltert öðruvísi en ef ég væri bara pabln hennar eða frændi, og svo lcikur liún sér bara að mér, þetta gerpi. Þér sögðuð mér að haga mér eins og góður veiði- maður — ég lief þótt nokkuð lipur með stöngina, skiljið þér — og ég fór að ráðum yðar. En ég' er skolli Jiræddur um, að það sé lnin, sem er veiðimaðurinn, og ég Jaxinn, lia lia lia ! Hvað segið þér annars um þetta núna Guðríður mín?“ „Hafið þér ekki verið nolíli- uð ákafur,“ sagði spálconan með dul í rómnum. „Ég fæ ekki bet- ur séð, en að eitt kvöld Jiafið þér verið rækalli óvarkár, kann- slte sagt meirá en þér bein- línis vilduð, og fleira þessliátt- ar — er það ekki rétt lijá mér?“ Alþingismaðurinn snuggaði sig vonzkulega. „Nú, sagði og sagði, ég var orðinn — ja, þér skiljið, hrifinn af stúlkunni, svona að vissu leyti, og ég er vanur að Jialda fast á mínum málum, svo ég spurði hana bara hlátt á- fram — jæja þér skiljið. En þá hara lét liúii eins og ég væri einliver dóni og fantur, og mér ætlaði aldrei að talc- ast að gera hana góða aftur. Og siðan lief ég liara blátt á- fram ekkert þorað að segja; lrvað á ég að gera, finnst yður?“ Spákonan virtist lengi á báð- um áttum, en loks hristi liún Jiöfuðið. „Ég réði yður til að sýna lipurðj gætni laxveiði- mannsins, munið þér það? Nú er ég lirædd um að þér Jiafið spillt fyrir yður og að það taki talsverðan tíma að laga það, en ef yður tekst að vekja aftur traust stúlkunnar, þá mætti segja mér að hún yrði aftur hlýleg við yður.“ „Hlýleg!“ Alþingismaðurinn þaut upp úr sæti sinu, en sett- ist fljótlega aftur og tók sér langan teig úr ölkollunni, er stóð á borðinu hjá honum. „Starfi minu hér í bæ er að verða lokið, skiljið þér, ég verð að fara heim til konu minnar og barna. En ég á bara bláttáfram bágt með að fara frá þessu stelpukorni, ég veit ekki hver skollinn sjálfur hefur komizt i spilið, ég er bláttáfram hel- tekinn af ást til kvenmannsins.“ „Það var nú verri sagan,“ sagði spákonan i lágum hljóðum, en hélt áfram að rýna í bolla alþingismannsins. „Ég þykist sjá, að ef þér tækjuð þann kost að giftast hreinlega stúlkunni, þá myndi það kosta yður ansi mikið, bæði fjármuni og et til vill nokkurt traust ýmissa manna, þar á meðal kjósenda yðar, svo að hér er úr vöndu að ráða. En ég býst við því, að stúlkan myndi giftast yður ef þér bæðuð hennar, og myndi meira að segja verða yður mjög góð kona, þvi að þetta virðist vera traust og skapföst stúlka, eða er ekki svo?“ „Skapföst — jú ég er nú hræddur um það!“ Alþingismað- urinn lét brúnir síga. „En giftast henni — móðga kjósendur og Guð veit hvað, nei, það held ég að geti nú aldrei orðið. Þá verð ég vist heldur að láta lax- inn sleppa, en fjandi þykir mér það liart. —- Sjáið þér enga leið til að fara einhvern milli- veg þarna?“ „Ég get aðeins ráðlagt yður gætni og þolinmæði, en þori engu að spá um árangurinn, úr því sem komið er. Hefðuð þér alltaf farið að minum ráð- um, þá hefði þetta líklega geng- ið miklu betur, en nú þykir mér allt tvísýnna.“ Alþingismaðurinn var hugsi um stund, en mælti síðan í lágum hljóðum. „Konan min hefur eklci verið heilsuhraust síðastliðið ár — sjáið þér nokk- uð i bollanum, liversu alvar- legt það er, livort hún fær lieils- una aftur eða — “. Spákonan leit allt í einu hvasst á gest sinn og sagði kuldalega: „Ég gæti bezt trúað þvi að hún lifði yður!“ „Ha —- haldið þér að ég verði ekki gamall?“ Þá liló spáltonan. „Jú, jú, þér verðið allra karla elztur, en ekkjumaður verðið þér aldrei.“ Alþingismaðurinn reis á fæt- ur, heldur seinlega. „Jæja Guð- ríður mín, ég leit nú inn, bara svona af rælni, átti ekkert sér- stakt erindi i rauninni, lítið um að vera núna, nefndarstörf og þess háttar, basl og bræðingur alla daga. Eina bótin að maður getur fengið sér gott að éta i sambandi við þetta þref. Nú jæja, Guðríður min, verið þér sælar.“ Hann snaraðist út, og gleymdi að þessu sinni allri borgun. Guðríður Methúsalemsdóttir sat og horfði á eftir honum; svipur hennar var fremur sljór. — Að langri stundu liðinni sá hún að hurðin opnaðist hægt, og að velbúinn maður, hæg- lætislegur i fasi, gægðist inn. Eftir nokkurt hik steig hann yfir þröskuldinn, og fór að lit- ast um í búðinni. Þetta var allra laglegasti náungi, unglegur, i andliti, en grár fyrir hærum, og með þreytudrætti um munn- inn. Spákonan horfði á hann, likt og heilluð, en það var ekki fyrr en eftir tvær—þrjár mín- útur að henni loksins varð Ijóst að þetta var sonur hennar. Hún varð undarlega máttlaus i hnjánum og skrýtin um sig alla, likt og henni væri að verða illt. Það tók hana furðulanga stund að standa upp og ganga fram að búðarborðinu. Þar stóð gesturinn og var enn að horfa í kringum sig, bros liafði færzt yfir varir hans. „Æ, mamma min, þetta er allt eins og í gamla daga — komdu ann- ars blessuð og sæl!“ Ilún hafði búizt við því að þau myndu faðma hvort annað og kyssast, eins og góð mæðg- ini, er ekki hafa sézt árum saman. En hann rétti henni þá hara höndina, og lét þess getið, að hann væri bæði þreyttur og svangur. „Ég var loftveikur í vélinni, og gat ekki komið neinu niður,“ sagði hann. „Áttu ein- hvern hita handa mér, mamma min?“ Það var suða fyrir eyrunum á henni, meðan hún var að loka búðinni og fylgja honum til stofu í steinbænum. Þar fékk hann sér sæti i gömlum hæg- indastól, sem hann strauk allan. „En hvað mér finnst gaman að þú skulir eiga þessa gömlu húsgögn ennþá,“ sagði hann. „Ég kann svo vel við þau.“ Hún horfði enn á hann drykk- langa stund, og doðinn í hnján- um vildi ekki hverfa; þetta var allt svo líkt draumi, og lnin gat ekki trúað því, að hann væri raunverulega kominn heim. „Ég skal vera fljót að ná í eitthvað handa þér, góði minn,“ sagði hún að endingu, og gekk þunglamalega út í eldhúsið. Hann hélt áfram að virða fyrir sér stofuna og húsgögnin, bros- leitur, með slika ró í svipnum, sem gæti lionum aldrei legið neitt á. Seinast horfði hann lengi á páfagaukinn. „Sæll vert þú, Jakob minn,“ sagði hann. „Ertu ekki alveg búinn að gleyma þvi sem þú kunnir?“ „Go to Hell!“ anzaði páfa- gaukurinn og hallaði undir flatt. „Það verður ekkert af þvi, kunningi," svaraði heimkomni sonurinn með letilegri ró. „Nei, það lá svo sem við, en nú er ég Framhald á bls. 60. Eftir nokkurt hik, steig hann yfir þröskuldinn, og fór að litast um í búðinni . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.