Vikan


Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 46
Vorið 1913 var ég vinnumaður á Hrafnabjörgum í Hjaltastaða- þinghá. Þá bjó þar ungur, áhugasamur bóndi, Halldór Þorkelsson frá Klúku í sömu sveit og kona hans, Guðrún Árnadóttir, systir Ársæls Árnasonar bóksala, Ástu málara og þeirra systkina. Þau Guðrún og Halldór hættu búskap vorið 1914 og fluttust til Ameríku. Halldór var búfræðingur frá Eiðum, glæsilegur maður og rösk- ur. Hann hafði mikinn Img á að reyna ýmislegt nýtt, einkum það er mætti verða til nokkurs fjárafla, en efnin voru lílil og svigrúm- ið. Mun það hafa valdið því að hugurinn snerist til Vesturheims. Meðal annars liafði Halldór áhuga á veiðiskap, en ekki voru skilyrði til slíks mikil á Hrafnabjörgum, að undanskilinni litils- háttar rjúpnaveiði á vetrum og reytings silungsveiði i Sellfjóti, sem jörðin laut að, og í smá á, Jökulsá, sem fellur þar við túnfót- inn. Ekki fullnægði þetta athafnaþrá Halldórs. Fýsti hann mjög til stærri fanga og stóð hugur hans einkum til sauða og sjávar, en þess var liann fullviss, að þar úti biði hið mikla ævintýri veiði- mannsins, þar sem selurinn gengur á land í stórum breiðum i vor- bliðunni, sjóbirtingurinn, sílspikaður og silfurgljáandi, syndandi í endalausum breiðum meðfram landi, en rígaþorskur fyllir fló- ann þegar liður á vorið. Iikki var þó auðgert að afla þessara fanga. Selurinn hélt sig mest á vissum svæðum, þar sem hann var að vísu drepinn í stórum stíl af þeim, er landið áttu, en öðrum var meinað allt seladráp. Ekki var liægt að draga fyrir silunginn, þvi engin nót var til í allri sveitinni og engin i'leyta heldur, sem not- uð yrði við slíka útgerð. Fiskveiðum hamlaði einnig vöntun á bátum og öllum veiðitækjum og hér við bættist svo algert hafn- leysi; Ekki átli það við skapferli Halldórs að láta björgina fara þann- ig i stríðum straumum framhjá, rétt við bæjarvegginn, án þess að gera minnstu tilraun til að handsama hana. Hann fékk son bónd- ans í Gagnstöð, ungan, röskan mann, í lið með sér. Gagnstöð er ekki langt frá Hrafnabjörgum, spölkorn norður á sléttlendinu og á land að sjó. Sá ungi maður, sem hér um ræðir, heitir Guðni Þorkelsson og mun nú bóndi í Gagnstöð. Útgerð þeirra Halldórs og Guðna var með þeim hætti, að þeir fóru með nokkra netstúfa, mig minnir fjóra, út á sand og lögðu þá þar útfrá sandinum á háfjöru. Lágu þeir svo yfir netunum meðan flæddi að. Gekk silungurinn þá svo nærri landi, að þeir fengu nokkurn reyting í netin. Ekki var hægt að stunda þessa veiði nema í rakinni landátt og einstakri veðurblíðu, svo ekki örlaði á báru við sandinn. Slikar stillur eru sjaldgæfar, en einmitt vorið 1913 gerði slíka veðráttu, er kom fram í júnímánuð og stóð alllengi. Þá var það, sem þessi útgerð hófst. Oftast fékkst Halldór sjálfur við jjessar veiðar eða þá Guðni. Einu sinni var ég þó sendur. Ég lagði af stað um miðja nótt og var riðandi. Fcrðin út að sjó tók um IV2 klst. Kominn var ég á vettvang áður en aðfall hófst. Hestinn batt ég við rótarhnyðju uppi á sandöldurini og fór því næst að leggja netin, sem voru breidd til þerris á sandinn. Netin voru lögð með grannri tréspíru, sem var þarna við höndina, en ekki voru þau lengri en svo, að vel mátti kasta þeim með lagi. Úr hverju neti lá svo taug, sem fest var við hæl, er rekinn var niður í sandinn. Starf mitt var svo fólgið i því, að draga inn netin eftir þvi sem flæddi og losa úr þeim veiðina, ef einhver var. Fagurt og friðsælt var þarna úti við flóann þennan vormorgun. Stafalogn svo ekki örlaði á báru við sandinn. Langt úti var sem sólin risi upp af skyggðum haffletinmri, og þótt dálítið væri svalt í fyrstu tilýnaði skjótt. Útsýnið var hæði mikið og fagurt. í suðri risu Ósbjörgin há og hrikaleg og ekki langt undan. í norðri af- markaðist í'lóinn af Kollumúla og Dýjafjalli með ljósum líparít- Ijjörgum, þar sem alltaf sýndist sólskin, hvernig sem viðraði, enda netnt „Þerribjarg". Skammt undan Kollumúla tiyllti undir Bjarn- arey, litla og lágvaxna. Fram undan Kollumúla komu svo mér ókunn og núklu fjarlægari annes, ér ég rétt kunni að nefna. Digra- nes dökkt og mikilúðugt og Langanes í Ijósgrárri móðu. Inn til landsins breiddi sig fyrst mikil og samfelld slétta, er smám saman breyttist í ása, hæðir og fell og til beggja handa raðir af liáum heiðum og fjöllum, er runnu saman í eina sölglitrandi þeild í morgunljómanum og enginn timi var til að grandskoða og að- greina, þvi nú byrjaði silungurinn að koma i netin. Hafði ég þá nóg að gera við að draga þau í land, losa veiðina úr þeim, greiða ]iau og koma þeim aftur i sjóinn. Tíminn leið fljótt og áður en varði var komið háflóð, en þá tók alveg fyrir veiðina. Dró ég þá netin upp og geklt frá þeim, en hélt þvínæst heimleiðis með veiðina, sem var eitthvað milli 30 og 40 silungar, margir dávænir. Bærinn Hrafnabjörg í Hjaltastaðaþinghá stóð undir brattri fjalls- lilið með mörgum klettabeltum og hjöllum. Hann var næst yzti bærinn þar við austurfjöllin. Yzti bærinn er Unaós. Á sléttlend- — VIKAN 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.