Vikan


Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 81

Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 81
ímyndað mér, að í framtíðinni yrði að finna einhver ráð til þess að takmarka eitthvað þessa geysilegu aukningu mannfólks- ins. Mér dettur í hug að það mætti e. t. v. gera með því að blanda einhverjum efnum í fæðuna — þá fæðu, sem fólki virðist vera óhjákvæmilegt að neyta. En þessar hugleiðingar ná svo langt fram í tímann, að ég held að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því — persónu- lega. VIKAN: — Ekki að óttast slíka skömmtunarseðla? GÍSLI: •— Nei, og allra sízt hér á íslandi, þar sem landrýmið er nóg. JÓHANNES: — Ég vil taka und- ir það með Gísla, að hin öra fólksfjölgun er eitt geigvæn- iegasta vandamálið, sem mann- kynið stendur frammi fyrir, og það er ekki að sjá að neinum hafi hugkvæmzt neitt til að leysa það. Á hinn bóginn held ég ekki, að við þurfum að ótt- ast þetta hér á íslandi, —- og sér- staklega þar sem við erum beðn- ir að líta aðeins 25 ár fram í tímann, þá álít ég, að við þurf- um engar • áhyggjur að hafa á þeim tíma. En ef mannsævin lengdist um helming að meðal- tali, þá hlyti það náttúruiega að hafa það í för með sér, að mann- kynið yrði helmingi fjölmenn- ara en reiknað er með nú í dag — ef fæðingartalan verður svip- uð og gert er ráð fyrir. JÓIIANN: — Nei, á fslandi þarf ekki að kvíða því, að mannfólk- ið verði of margt eftir 25 ár, og þess vegna er ekki nauðsynlegt að ræða það á þessum vettvangi, hvort menn muni þurfa skömmt- unarseðla til að eiga börn. Við hér getum fagnað því að þjóð- inni fjölgar. Hvað viðvíkur spánni um 200 ára mannsævi, þá virðast mér litlar líkur fyrir því, að við tökum upp svo holla lífshætti hér á fslandi, að við þurfum að ■ óttast það. Ég vil ekki segja að lífshætt- ir versni, en menn vinna of mik- ið, leggja of mikið á sig, verða taugaveiklaðir og detta niður einn góðan veðurdag, dauðir á götunni. GlSLI: — Það er að sjálfsögðu vafamál, hvort svona langur ald- ur sé æskilegur. Það er auð- vitað undir því komið, hversu heilbrigðir menn verða allan þennan tíma, hvort þeir verða ekki orðnir eldgamlir og útslitn- ir löngu áður. Ég man t. d. eftir því, að menn voru almennt orðn- ir gamlir og útslitnir um fertugt. Það væri lítið æskilegt að lengja aldur fólks, ef það væri svo bara eitthvert vandræðafólk. En það er ekki allt undir aldrinum komið. Mér finnst t. d. mjög vafasamt af okkur í dag, að tak- marka starfsaldur manna yfir- leitt við 70 ára aldur. Það eru í dag margir í fullu starfsfjöri á þeim aldxd, og þegai'; þeim er svo skipað að hætta skyndilega eftir langt og erfitt starf, þá fell- ur maðurinn saman, missir allan áhuga á lífinu. Ef til þess kemur að lífið lengist á næstu áratugum, þá er að sjálfsögðu margt, sem þarf að breyta um leið. Við vitum um marga menn, sem á gamalsaldri hafa haft fulla starfsorku, tökum til dæm- is Churchill, Adenauer og íleiri slíka. Við megum ekki alltaf láta æskuna reka þá frá störfum, ef þeir hafa ennþá starfsþi'ek og óskérta hæfileika. VIKAN: — Að Iokum: Hvernig haldið þið að vaklahlutfallið verði í heiminum eftir 25 ár, milli konunúnisma og kapital- isma? JÓHANN: — Kapitalisminn hér á íslandi er svokallaður velfei’ð- ai'kapitalismi, og ríkið er vel- ferðarríki. Og við vonum að það lifi lengi, og verði stöðugt betra velferðarríki en það er nú. Valdahlutfallið er erfitt að segja um. Indland tvístígur enn og Afríka er óviss. ICína reynir að halda í sinn kommúnisma, og Sovétríkin sömuleiðis. Líklega verður ein, nokkuð stór styrjöld á þessu tímabili og nokkrar smáar, og undir úrslitum þess- árar einu stóru styrjaldar, geri ég ráð fyrir að valdahlutfallið fari. Meira þori ég ekki að spá þar um. JÓHANNES: — Það má skilja þessa spurningu á tvo vegu. f fyrsta lagi hlutfallið á milli kapitalisma og kommúnisma, sem tveggja stríðandi efnahags- kerfa, og ég mundi eiginlega vilja skjóta mér undan þess- ari spurningu með því að segja, að eftir því, sem tímar líða, þá verði minni raunverulegur mun- ur á kei’funum, kerfin færist nær hvort öðru heldur en fjær, vegna innri þróunar, því bæði lúta að sjálfsögðu þeim lögmál- um og kröfum, sem tækni og einkenni nútíma þjóðfélags skapa þeim. Mismunurinn verð- ur því æ minni, eftir því, sem tíminn líður. Raunverulegi mismunurinn mun því aðallega liggja í stjórn- arfarslegum mismun, fremur en efnahagskerfislegum mismun. Ef þið eigið hinsvegar við hlutfallið milli þessara tveggja kerfa, miðað við yfirráð. í heim- inum, þá mundi ég einfaldlega segja það, að það verði svipað ástand í heiminum eftir 25 ár — eða að það verði ekkert ástand. Að annaðhvort verði jafnvægið nokkurnveginn þolanlegt milli þessara tveggja flokka, eða þá að annar hafi sþrengt báða í loft Framhald á bls. 85. EINBYLISHUS að Sunnubraut 40, Kópavogi, fullgert, ásamt bílskúr með VOLKSWAGEN-bíl og frágenginni lóð BIFREIÐIR MÁNUÐI Vinningum fjölgar úr 1200 í 1800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.