Vikan


Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 12

Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 12
ANNALL Framhald æskileg. Sama er að segja um grein Ólafs Björnssonar, cand polit, í jólablaðinu 1938. Hann kallar grein- ina Peningarnir og jólin, og inn- gangur hennar einn saman vekur forvitni manns: „Segjum t. d. að stjórn og þing mundu ákveða að gefa öllum þurfandi 1000 kr. hverj- um, til jólaglaðnings. Afleiðingin yrði annað hvort, að vöruverðið mundi stórhækka svo að glaðingur- inn yrði lítils virði, eða allar búðir myndi tæmast af vörum, svo til- finnanlegur skortur yrði á öllu, er kæmi fram á veturinn.“ Sagan end- urtekur sig. Og í foryztugrein fyrsta blaðs annars árgangs sjáum við, að á 7. útkomudegi var VIKAN borin heim til 4114 fastra kaupenda. Snemma á árinu 1938 skrifar Guðni Jónsson, magister, greinina Talið íslenzku við útlendinga. Þar færir hann rök að því, að útlend- ingum hér sé nauðsyn að læra ís- lenzka tungu, ef þeir vilji verða langlífir í landinu, en gallinn sé sá, að þeir fái ekki tækifæri til þess að æfa íslenzku sína, því íslending- ar noti þá til þess að þjálfa sig í að tala framandi mál. í 11. tbl. þessa árs er gagnmerk grein eftir Sig- urð Einarsson, dósent. Þessi grein heitir Ef þeir kæmu, og er skrifuð næst- um réttu ári áður en Bret- ar hernámu Island og um hálfu ári áður en Þjóð- verjar réðust inn í Pólland. í þessari grein segir Sig- urður fyrir um upphaf stríðsins og hernám ís- lands. Kjarninn í greininni er þessi spádómur: „Hinn hljóði, brezki floti, sem stefnir til íslands, öslar hljóður norður í myrkri sumarnæturinnar. Skipun- um er dreift á varðstöðu undan Reykj anesi og Faxa- flóa. Einn drekinn skríður inn á Reykjavíkurhöfn. Yfirforinginn gerir lands- stjórninni í stuttu máli kunnugt, að þeir þurfi að nota Reykjavík sem norð- læga flotastöð til verndar siglingum um norðanvert Atlantshaf og herflutning- um frá Bandaríkjunum. Ef þeir geri það ekki, muni óvinirnir skapa sér hér öruggt vígi til útrása og skemmdarleiðangra. — Stjórnin mótmælir opin- berlega þessu broti á hlut- leysi landsins, en Bretinn yppir öxlum og segir: „Sorry, I can‘t help it.““ — Þetta er nokkurn veg- inn alveg það, sem gerðist 10. maí ári síðar, þegar landið var tekið hernámi. Skömmu síðar er frá því sagt, að Sveinn Kjarval, sonur Jóhannesar S. Kjarv- als, sé nú kominn heim til íslands eftir að hafa eytt fyrstu 19 árum ævi sinnar í Danmörku. Drengurinn, sem er húsgagnasmiður að mennt, átti í nokkrum erf- iðleikum með að fá vinnu, því enn var stríðsgróðinn ekki kominn til skjalanna. Ennfremur kemur manni nú spánskt fyrir að sjá af- 12 VIKAN 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.