Vikan


Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 74

Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 74
r í BOLLA HVERJUM Halla á Krossi. löngun til að þóknast lienni í öllu. Þó var sú kennd ckki ein- lægari en svo, að alltaf var ég að liugsa upp einhver ráð til aS klekkja á Höllu og losna úr valdi hennar. Mér kom allt til hugar, nema þaS aS stytta sjálf- um mér aldnr. Jafnvel kom mér til hugar aS Ijósta því upp, aS Halla hefSi sjálf drepiS gamla manninn. Þá myndi hún kannski fara aS verja sig og segja þaS, sem hún vissi. En þetta var ekki hægt heldur og til þess lágu ýmis rök. Þrátt fyrir þessa djöf- ullegu kvöl, sem ásótti mig, var mér alltaf ljóst, aS Höllu liafSi komiS á óvart aS sjá mig hjá gamla manninum, þegar hún kom út. Einnig gekk ég strax úr skugga um þaS, aS úr eld- húsglugga Höllu sá ekki út á skemmusléttina, en ég stóS eins lengi gegn þessari staSreynd og kostur var. f kvölina reyndi ég aS halda, þvi aS sé maSurinn orSinn henni vanur, er honum eftirsjón aS henni. Á annaS ár tókst mér alltaf aS ná kvölinni til mín aftur, þó aS hún hyrfi stund og stíind. En hún var þá orSin svipur hjá sjón og lítiS meira en tilkenning. Samt er nú svo, aS enn þann dag i dag hef ég mikinn ýmugust á dökkum augum, einkum hjá konum. Þau get ég hclzt ekki séS. Úr því aS svo er, þykist ég mega gera ráS fyrir, aS eitt- hvaS fleira í fari mínu sæki áhrif til þeirrar Höllu á Krossi, sem ég bjó mér til. Bernskuárin eru manninnm sjaldan gleSiái^, þó aS hann fuIlyrSi þaS gamall. Þá er hann farinn aS gleyma. Ég, sem á þeim árum vann afrek dálitiS einn fagran júnídag, naut þess aldrei aS neinu. Enginn vissi þaS. Þess vegna viSurkenndi þaS enginn. Sjálfur skildi ég ekki, aS þenn- an fagra dag gerSist ég vel- gjörSamSur minnar fátæku sveit- ar. Um þaS hefSi ég fyrst og fremst átt aS hugsa. ÞaS hefSu fullorSnir gert. Ég gerSi þaS ekki og hafSi upp úr því kvölina eina. ANNÁLL VIKUNNAR 1938-1963. Framhald af bls. 13. sé, að Hilmar eigi mestan þátt í VIKUNNI eins og hún er nú orðin. Hann lagði strax í upp- hafi mikla áherzlu á gott, inn- lent efni og fitjaði upp á mörgu nýju. Hans fyrsta verk var að stækka blaðið upp í 28 síður og síðan hann tók við blaðinu, hef- ur kápa þess ævinlega verið lit- prentuð. Sömuleiðis lagði hann mikið upp úr fallegu og vel unnu umbroti og varð fyrstur ís- lenzkra blaðaútgefenda til að ráða mann til þess að sjá um umbrot eingöngu. Snemma á árinu 1959 lét Jök- ull af ritstjórastörfum, og var Hilmar þá ábyrgðarmaður blaðs- ins, þangað til núverandi rit- stjóri Vikunnar, Gísli Sigurðs- son, réðist til blaðsins í júní 1959. Gísli kom enn með nýjar hugmyndir og náði blaðið skjót- um vexti fyrir samvinnu þeirra Hilmars. Skömmu eftir komu Gísla voru skrifstofur VIKUNN- AR fluttar í Skipholt 33 þar sem þær nú eru, og Hilmir h.f. tók við prentun blaðsins, og um sama leyti stækkaði blaðið upp í 36 síður. Síðan hefur blaðið verið í stöðugum viðgangi. Sama haust stækkaði það upp í 40 síður og litlu síðar 44 síður, og á síðast- liðnum vetri komst það upp í núverandi stærð, 52 síður. Og ef ég má hrósa okkur ofturlítið, eða reyndar samstarfsmönnum mínum, því það er svo stutt síð- an ég byrjaði að vinna hér, verð- ur ekki annað sagt en að gott og vel unnið efni hafi fylgt þessum stækkunum. Nægir þar að benda á Blaðamenn í bílahasar, þegar GK tók sig til og hafði enda- skipti á öllum umferðarreglum, til þess að sjá hvernig lögregl- unni yrði við; Mannraun í fer- tugu bjargi, þegar VIKAN réðist til „uppgöngu" í Eldey; Má bjóða yður gull? þegar Jón B. Gunn- laugsson freistaði þess að selja saklausum vegfarendum gull fyrir slikk, og þá náttúrlega ekki sízt uppátækið með Þokur eftir Jón Kára. Fleira mætti að sjálf- sögðu nefna, en mér hefur verið uppálagt að forðast þurrar upp- talningar. Það er dálítið fróðleg mynd, sem verðbreytingarnar á blað- inu sýna okkur. Fyrst kostaði það 40 aura í lausasölu en með fyrsta blaði í ágúst 1939 hækkaði það verð upp í 45 aura. Á þess- um tíma var blaðið 24 síður að stærð. f febrúar 1941 hækkaði það í 60 aura og ágúst sama ár í 75 aura. f september 1942 varð verðið 1,25 kr., og því verði hélt blaðið til vors 1951, er það hækkaði upp í 2,25 kr. Allan þann tíma var VIKAN 16 síður. Sama ár í ágúst hækkaði blaðið í 2,50, og með fyrsta blaði árs 1954 í 3 krónur. f marz 1957 varð hækkun í 5 krónur og það stóð þangað til í september 1958. Þessar hækkanir hafa verið gerðar vegna vaxandi dýrtíðar, því ekki stækkaði blaðið; hélt fast við sínar 16 síður, þótt ein- staka blað hin síðari árin væri 20 síður að stærð. f september 1958 stækkaði blaðið í 28 síður, og verðið hækkaði upp í 10 krónur, vegna vaxandi útgáfukostnaðar við stækkandi blað og síminnkandi verðgildi krónunnar. f apríl 1960 hækkaði blaðið í 15 krónur, en var þá fyrir nokkru orðið 36 síður að stærð. Og fyrir réttu ári hækkaði verðið í 20 krónur, og hafði blaðið þá um hríð verið 44 síður, en stækkaði litlu síðar í 52 síður, og nú hækkar það í 25 kr., af ástæðum sem öllum eru ljósar. Það er líka fróðlegt að fylgj- ast með þróun forsíðu VIK- UNNAR. Fyrst framan af, með- an samninganna við Hjemmet naut, voru tveggja lita teiknað- ar heilsíðumyndir á forsíðu, en síðan tóku við ljósmyndir. Framan af voru það heilsíðu- myndir, en á ritstjórnartíma Jóns H. Guðmundssonar varð horfið að því ráði að láta þær aðeins ná yfir mismunandi mikinn hluta forsíðunnar, en byrja grein varðandi myndina á sömu síðu. Gísli J. Ástþórsson breytti þessu og tók aftur upp heilsíðumyndir — oftast nær — og voru margar fallegar forsíðumyndir í hans tíð. Kápan var ævinlega prent- uð á samskonar pappír og allt blaðið, oftast í bláum lit, þangað til G.J.Á. kom til sögunnar og prentaði sínar myndir í svörtu og hvítu, sem gaf miklu betri myndaprentun. Þegar Hilmar A. Kristjánsson tók við VIKUNNI, hóf hann þegar að láta prenta kápumyndir í litum og vanda til þeirra. Voru þær oftast teiknaðar til að byrja með og flestar eftir Halldór Pétursson, en fljótlega var horf- ið til þess að nota góðar lit-ljós- myndir á kápur og er það að mínum dómi vel. Ekki var það síður mikil framför, þegar farið var að nota sérstakan mynda- pappír í kápu blaðsins, en síðan hefur útlit VIKUNNAR verið með því bezta, sem gerist. Eins og fyrr segir var VIKAN lengst af prentuð í Steindórs- prenti, og fylgdu ritstjórnar- skrifstofurnar prentsmiðjunni eftir, þegar hún skipti um hús- næði. Fyrst eftir að Hilmar A. Kristjánsson tók við blaðinu, varð sú breyting á, að kápurnar voru prentaðar í Prentsmiðju Jóns Helgasonar og prentsmiðj- unni Eddu, þar til fyrirtæki Hilmars, HILMIR h.f., keypti Herbertsprent og tók við prent- uninni að fullu og öllu. HILMIR h.f. hefur síðan unnið blaðið að öllu leyti, og hefur tækjakostur fyrirtækisins stöðugt farið vax- andi og batnandi, til hagsbóta fyrir lesendur blaðsins og þá, sem að því vinna. Var það ekki sízt búhnykkur, þegar Hilmar stofnaði fyrirtækið Rafgraf og keypti til þess fullkomna elek- tróníska vél til þess að gera myndamót, og hefur sú vél síðan gert flest öll myndamót í blaðið og allar litmyndir, þeirra á með- al forsíðumyndirnar. — VIKAN 44. tW.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.