Vikan


Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 9

Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 9
„Vísindamenn eru ávallt að sjá það betur, að það sem þeir vita — og vita tjezt allra manna __ um raunveruleikann, afsannar á engan hátt tilveru guðs, eða einhvers skapara lífsins. Ég held, að efnishyggjan, sem átt hefur upp á háborðið um langt skeið, sé í raun og vcru að gufa upp . ..“ ,,. . . ég er ekki viss um, hversu mikið vandamál þetta er með hinn svonefnda Þjórsárdalsungdóm. Ég minnist þess, að eitthvað var af unglingum á mínum ungdómsárum, sem komust til manns þrátt fyrir ýmsa gaila. Ég þykist því vita, að sá ungdómur, sem við höfum í dag mestar áhyggjur af, verði orðinn að nýtum borgurum eftir 25 ár. vatnsframleiðsla, ef eftirspurn eftir því væri fyrir hendi, sem ekki er í dag. Þungavatns- framleiðslan er vafalaust langsamlega heppilegasta leiðin til að nýta gufuaflið, ef til þess kæmi að eftirspurn yrði næg. Svo er framleiðsla á magnesíum úr sjó, þótt markaður fyrir það sé að vísu ekki mjög stór. VIKAN: — Halldið þið að menn hafi kom- izt á lag með að stjóma veðrinu eftir 25 ár? JÓHANN: — Ég hef ekki trú á því, og jafnvel þótt svo væri, mundi það aðeins vera á færi stórveldanna að einhverju leyti, og við gætum þar engin áhrif haft. En við getum aftur á móti lært það betur að vera óháðari veðrinu en við erum núna, og þá dettur mér í hug að við verðum komnir upp á það að þurrka hey í öllum veðrum. Stjórnun veðurfarsins trúi ég ekki á. JÓHANNES og GlSLI: — Nei, við afskrif- um þann möguleika. VIKAN: — Þér minntuzt á fullkomnari að- ferðir við heyþurrkun, Jóhann. Hvað álitið þið um Indabúnaðinn eftir 25 ár . . . verður það þá enn hans hlutverk að framleiða neyzluvörur fyrir landsmenn, eða verður farið að flytja afurðirnar út? JÓHANN: — Ég er alveg viss um að það verða framfarir í landbúnaði, útflutningur afurða mun aukast, — og landgræðsla. Hún er víða miklu auðveldari en menn gera sér grein fyrir og það er hægt að græða upp geysimikið land, og það mun verða gert á þessu tímabili. Þannig fæst mikið lands- svæði til beitar, og sömuleiðis land, sem verður véltækt að öllu leyti. Það bendir allt til þess að aukning á landbúnaði verði mjög ör á þessu tímabili, útflutningur aukist og mikið land verði grætt upp. JÓHANNES: — Allir, sem komið hafa í sveit á fslandi, vita það fullvel að hægt er að margfalda landbúnaðarframleiðsluna. Aukning afurða hefur orðið tiltölulega meiri undanfarinn áratug. en því sem svarar auk- inni neyzlu landsmanna, og fjárfestingar á landbúnaði benda allar til þess að þessu haldi áfram. Þá er að sjálfsögðu ekki nema um tvennt að ræða, að útflutningur verði stóraukinn, eða að það skapist offramleiðsla, sem verður svo að mæta með samdrætti í landbúnaðinum. Neyzla hér á landi á mjólk- urafurðum og kjöti á hvert mannsbarn, er svo mikil að ekki er hægt að búast við því að hún aukist á þessu tímabili. Framleiðslan hefur aukizt um 4—5% á ári, á meðan mann- fjöldinn eykst um 2%. VIKAN: — Teljið þið að landbúnaður verði lífvænlegri atvinnugrein eftir 25 ár, heldur en hann er í dag? JÓHANNES: — Ef tekjur bænda hækkuðu ekki líkt og annarra á næstu 25 árum, þá verða þeir ekki margir, sem fást við búskap. JÓHANN: — Landbúnaður er fyllilega líf- vænlegur atvinnuvegur í dag, en þar eiga eftir að verða miklar framfarir. Þar er t. d. hægt að hefja stórmikla fiskirækt, eins og ég minntist á áðan, og gert er víða erlendis. í Kína eru t. d. milljónir manna, sem lifa á því. VIKAN: — Það er mikið talað um „jafn- vægi í byggð landsins,“ sem nauðsynlegan hlut . . . JÓHANN: — í stuttu máli að segja, þá er jafnvægi í byggð landsins ekki til. Þetta jafn- vægi var, en er ekki nú. JÓHANNES: — Hvað er „jafnvægi í byggð landsins?“ Mér finnst vera skortur á góðri skilgreiningu á því, hvað átt er við, þeg- ar talað er um jafnvægi í byggð landsins. Nútíma efnahagskerfi okkar byggist á verkaskiptingu milli einstaklinganna, og til þess að sú verkaskipting sé möguleg og nái tilgangi sínum, verður byggð landsins að miklu leyti að lúta þeim lögmálum, sem stjórna framleiðsluháttunum. Þ. e. a. s. að þéttbýlið þarf að ná ákveðnu marki, til þess að efnahagslegar framfarir geti haldið áfram með eðlilegum hætti. Þar sem skilyrði til framleiðslu á landinu eru æskileg, myndast óhjákvæmilega þéttbýliskjarnar, þar sem allt styður hvað annað. Þess vegna er þétt- býli sums staðar æskilegt og óhjákvæmilegt. Annað mál er það, að slíkir þéttbýliskjarn- ar mættu gjarnan dreifast meira um landið, þar sem skilyrði eru fyrir hendi, og á þann hátt mætti e. t. v. ná betra jafnvægi en nú er. Ég held að það verði ákaflega sterk til- hneiging til þess, að byggðin aukist enn meira í kring um þá iðnaðarkjarna, sem til eru. En á hinn bóginn held ég að það sé hægt og rétt, að ýta undir, að það myndist sterkir þéttbýliskjarnar annars staðar á landinu. Það er eini raunverulegi möguleik- inn til að skapa viðnám gegn þessari þróun. Ég held að það verði áreiðanlega horfið meira að því heldur en gert hefur verið, að í stað þess að reyna að halda hverjum manni við sína þúfu, þá verði efldir þeir staðir á landinu þar sem lífvænlegast er. Það held ég að verði ofan á. GÍSLI: — Ég er sammála þessari skoðun. Mér finnst æskilegt að slíkar miðstöðvar myndist sem víðast um landið og verði sem stærstar. En staðsetning þeirra og þróunar- möguleikar fara að sjálfsögðu eftir aðstöðu á hverjum stað til framleiðslu eða eftir öðr- um atvinnumöguleikum. Það hefur t. d. mik- ið að segja hvernig hafnarskilyrði eru, hvernig vegasambandið er, veðrátta, orku- möguleikar o. m. fl. JÓHANN: — Ég held að það sé hægt að hafa töluvert hönd í bagga með þessu með því að notfæra sér svokallaða svæðapólitík, eða „Stefnan að nota útvarplö í vísindalegum og uppeldislegum tilgangi er þegar dauð. Þctta er allt orðið skvaldur og skemmtanir. Það sem gert verður ... ? Það er alltaf, að skvaldrið sigrar.“ „regionalismus“, en nú fer byggðin ekki ein- göngu eftir staðsetningu atvinnustofnana, heldur líka þjóðfélagslegra stofnana, eins og t. d. elliheimila, sjúkrahúsa, skóla og annarra slíkra stofnana, því það ræður talsvert um það, hvar fólkið er. Atvinnan segir mikið um þessa hluti, en ekki allt, og þess vegna er á næstu árum hægt að ráða nokkru um þetta. JÓHANNES: — Vafalaust getur þetta haft sína þýðingu, en mikilvægari er atvinnan. Hvers vegna fer t. d. gamalt fólk úr sveit- um á elliheimili í Reykj. vík? Er það ekki vegna þess, fyrst og fremsV, að börnin þeirra eru búsett hér? JÓHANN: — Og læknar líka. Ég álít að á næstu árum eigi byggðin hér í þéttbýlinu eftir að aukast enn, m. a. vegna skorts á þjóðfélagslegum stofnunum annars staðar, — en það á eftir að breytast, hvort sem það verður eftir 25 ár eða síðar. JÓIIANNES: — Ég býst við að þetta breyt- ist á margan hátt. Það er viss tilhneiging til þess þegar í dag, að bæir og borgir dreif- ist meira, verði ekki eins þéttbyggð, heldur nokkurs konar sambland bæjar og sveitar. Þannig munu bæir og þorp tengjast með byggð smátt og smátt. Ég get t. d. vel hugs- að mér að Hveragerði verði orðið nokkurs konar úthverfi Reykjavíkur eftir 25 ár. JÓHANN: — Ég tel ekki líklegt að Reykja- vík nái austur fyrir Hellisheiði eftir þann tíma. Að það verði í það minnsta ekki kall- að Reykjavík þar fyrir austan . . . JÓHANNES: — Það má segja að þetta sé að mestu leyti samgönguspursmál. Fyrir 25 árum þótti það fjarstæða að búa í Hafnar- firði, en stunda vinnu í Reykjavík. Nú er það algengt, og- þykir ekkert áhorfsmál. Reyk- víkingar fara á hverjum degi til Keflavík- ur í sína vinnu þar, og eina ástæðan fyrir því að menn búa ekki austur í Hveragerði og vinna í Reykjavík, er það hversu vegur- inn er erfiður yfirferðar á veturna. Erlendis er það algengt að menn fari 100 km til vinnu á hverjum degi. Það mundi jafngilda því að maður, sem stundar vinnu í Reykjavík ætti heima austur á Hellu. VIKAN: — Ef við í dag ætluðum að kaupa land, tili að hagnast á því undir íbúðarhús eftir 25 ár, hversu langt mætti maður fara? Austur í Hveragerði? JÓHANNES: — Það er þegar farið að selja lóðir í Hveragerði í þessu skyni. Á hinn bóginn mundi ég segja það, að þegar kom- ið væri austur á Rangárvélli, þá sé nú ekki líklegt að þar verði lóðarskortur á þeim tíma. Auðvitað býst ég ekki við að samfelld byggð verði á þessu svæði. Við skulum reikna með, að það verði einhvers staðar á milli 150—200 þúsund manns á þessu svæði öllu, en sá mannfjöldi þekur samt ekki mjög stórt svæði. Þarna verður ekki samfelld VIKAN 44. tbl. — 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.