Vikan


Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 31.10.1963, Blaðsíða 48
Spákonan leit allt í einu hvasst á gest sinn og sagði kuldalega: „Ég gæti bezt trúað því að hún lifði yður!“ FRAMHALDSSAGAN Guðmundsson. Teikning: Þórdís Tryggvad. baðst afsökunar og sagði, að auðvitað bæri hann fyllstu virð- ingu fyrir manni frúarinnar og efaðist ekki um, að allt sem liann liefði sagt, væri heilagur sannleikur. „Ég vil nú líka heldur ráða yður til þess!“ sagði sú ljós- hærða. „Vissulega!" sagði kaupsýslu- maðurinn. „Ha — hvað meinið þér?“ sagði frúin og gekk nokkur skref áfram, en Sigtryggur hörfaði aftur á bak. í þessu barst Sigtryggi Há- fells óvænt lijálp, því að Herj- ólfur B. Hansson vaknaði til dáða. Hann gekk til móts við frúna og hvessti á hana augun. „Hvern skollan eruð þér eigin- lega að blása yður út?“ spurði hann fremur kurteislega. Frúin varð svo hiSsa að henni vafðist tunga um tönn, hún lyfti hendi sinni og benti á sálfræð- inginn. „Hvað — hvað er þefta nú eiginlega?“ spurði hún. „Vinur minn, Herjólfur B. Hansson," sagði kaupsýslumað- urinn. „Hann er sálfræðingur.“ „Ég er andskotann enginn vinur þinn!“ sagði sálfræðing- urinn. „En aftur á móti getur þessi frú farið til skrattans, ég er ekkert impóneraður af svona kvenfólki!“ Sú ljóshærða leit á Herjólf eins og hún sæi hann úr mikilli hæð. „Hvað — hvaða fífl er þetta!“ sagði hún. „Afsakið, frú,“ mælti kaup- sýslumaðurinn. „Þessi gestur minn, er dálítið sérkennilegur, eins og þér sjáið.“ „Já, ég hefði nú haldið það!“ sagði frúin. Því næst fór hún aftur inn í bílinn til manns sins, og þau óku á brott. „Af stað!“ sagði Sygtryggur Háfells. Norður undir Ljósavatns- skarði sameinuðust ferðafélag- arnir aftur. Ása var reiðileg á svip og þögul, en Lóa Dalberg var með augun full af tárum, og Sigtryggur Háfells gat ekki að sér gert að taka um axlirn- ar á lienni og reyna að hugga hana. „Þetta er allt í lagi ung- inn minn,“ sagði liann. „En mér kæmi betur, að þið létuð ekki einhverja bölvaða glópalda tæla ykkur, eins og þið væruð blátt áfram litlar sveitapíur vest- an af Hornströndum. Ekkert skil ég í því að hún Ása skuli vera svo litill mannþekkjari, að hún álpist upp í bíl til vitlausra manna. Þig þekki ég minna, Lóa mín, en þó hefði ég nú haldið, að þú værir svo ver- aldarvön, að þú kynnir skil á heiðarlegu fólki og einhverjum bölvuðum grasösnum.“ Stúlkurnar svöruðu þessu engu en voru hljóðar og hógværar, og þegar þau voru öll komin inn i bílinn stakk Sigtryggur upp á þvi, að þau færu nú beina leið austur að Mývatni og fengju sér þar að borða. Ég er orðinn glorhungraður, skal ég segja ykkur,“ sagði hann. „Og það býst ég við að þið séuð líka? Ég kann ekki við svona nokkuð — en það verður að liafa það. — Jæja, Árni minn, spýttu í!“ Á hótelinu við Mývatn var þeim vel tekið, af ungri, sak- leysislegri stúlku, sem vísaði þeim til borðs og spurði, hvers þau óskuðu. Sygtryggur Háfells spurði hvaða kjötréttir væru á boð- stólum. „Því miður engir“ anzaði stúlkan, og var auðséð að lienni ])ótti þetta mjög leitt. „Það var svo mikil gestakoma hérna fram eftir öllu kvöldi, að húrið tæmd- ist alveg,“ sagði hún. „Það verð- ur ekkert kjöt til, fyrr en ein- hverntíma seinna í dag. En viljið þið þá ekki bara fá ykkur reyð?“ „He-e“ hváði kau])sýslumað- urinn. „Skolli vel boðið,“ sagði Herj- ólfur B. Hansson. „Þið getið auðvitað fengið hana, hvort heldur þið viljið, soðna eða steikta,“ sagði stúlk- an og horfði á þá einlægnis- lega, stórum bláum augum. „Það munaði ekki um það,“ sagði Sigtryggur Iláfells. „Ótaðfinnanlqg gestrisni,“ mælti sálfræðingurinn. „Látið þið ekki eins og fífl strákar,“ sagði Ása Sigurlinna- dóttir. „Auðvitað vitið þið að silungurinn lieitir þetta liérna i Þingeyjarsýslunni.“ „Þú segir það ekki,“ sagði Lóa Dalberg, og undrunin skein úr svip Hennar. „Hvað heitir þá — ?“ Það krimti i kaupsýslumann- inum. „Hm — getum við feng- ið — eh — reyð handa sex? Hvernig viljið þið hana, stúlkur, steikta eða soðna?“ „Ég fyrir mitt leyti,“ sagði sálfræðingurinn, „vil nú helzt « „Þegiðu, Herri minn!“ sagði Ása. „Við skulum bara fá sil- unginn steiktan, og svo tökum við svolítið hvítvin með honum, til að jafna okkur eftir allt slark- ið.“ Hún hló glaðlega og klapp- aði þeim Sigtryggi og Herjólfi báðum á kinnarnar, sitt með hvorri hendi. „Samþykkur síðasta ræðu- _ VIKAN 44. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.