Vikan


Vikan - 28.04.1966, Page 14

Vikan - 28.04.1966, Page 14
 ■■ MMH SYBIL CHRISTOPHER, 36 ÁRA (Áður gift Richard Burton.) Um tíma virtist hún vera sú kona sem mestu hafði tapað á síðasta áratug. En nú er hún yfir sig hamingjusöm með eiginmann sinn, Jordan Christ- opher, sem er tuttugu og fjögra ára gamall. Þau eru líka mjög ánægð með diskó- tekið sitt sem þau kalla Arthur. Hún er hlýleg og glöð og segist einfaldlega vera „venjuleg Meþódistastúlka frá Wales.“ SHIRLEY MCLANE 32 ARA Hún fer yfirleitt sínu fram, er ekki háð neinum sértrúar- flokki og í augnablikinu hefur hún kastað frá sér stórauð- æfum, með því að hætta að leika og ferðast um heiminn til að seðja óstöðvandi for- vitni sína. Á þessum ferðum hefur hún upplifað margt nýstárlegt, m.a. verið tekin föst fyrir að taka þátt í upp- reisn í Austurlöndum. Við- víkjandi hjónabandi sínu og Steve Parker, (sem býr í Jap- an, en hún í Kaliforníu) segir hún: „Ég er hætt að ætlast til að fólk skilji það.“ HUEGA ER HÆGT AÐ KALLA Þ V_________ JAQUELINE KENNEDY 36 ÁRA Nú, tveim árum eftir að hjarta hennar brast, hefur þessi mest umtalaða kona Bandaríkjanna sýnilega náð sér. Það hefur örugglega ekki alltaf verið létt að vera í hennar sporum. í blöðunum hefur oft verið ósmekklegt slúður og uppástungur um hjónaband henni til handa. Það hefur verið fylgzt með hverju skrefi hennar og það myndu eflaust margir vilja gefa mikið fyrir að vera boðn- ir í eitt af miðdegisverðar- boðum hennar. En hvort sem hún býr í Newport eða á Fimmtu tröð, gleymir hún aldrei hver hún var og hver hún er nú. ELIZABETH TAYLOR, 34 ÁRA Þegar hún var sextán ára, lýsti hún sjálfri sér sem barni í konulíkama. Þegar hún var tuttugu og níu, eftir að hún hafði nauðuglega sloppið frá dauðaslysi, sagðist hún rétt vera að ná fullorðinsaldri. í dag er hún fullvaxin kona, hún er orðin félagslynd, hefur ríka kímnigáfu og ber mikla umhyggju fyrir sínum nán- ustu. Hún segir: — Mín mesta prýði eru gráu hárin. Ég er sannarlega ekki hrædd við að verða gömul.... ham- ingjan er svo margslungin, ekki eingöngu öryggi í dýrð- legu himnaríki.... JULIE ANDREWS, 30 ÁRA Hún er viðurkennd bezta „Fair Lady“. Nú er mikið tal- að um að hjónaband hennar sé á fallandi fæti. Hún er gift leiktjaldamálaranum Tony Walton. En stöðugt eykur hún á frægð sína og hefur nú verið kjörin bezta kvikmyndaleikkona ársins. Þegar hún er spurð um aldur- inn, segir hún: „Ég er sein- þroska, hræðilega seinþroska,“ VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.