Vikan


Vikan - 28.04.1966, Page 28

Vikan - 28.04.1966, Page 28
Fyrst blrtist að sjálfsögðu heiti þáttar- ins. Daninn. sem teiknaði þetta skilti, gerði greinilega ekki grcinarmun á þ og p! Þessar dömur heita Nína Björk Elías- son og Guðrún Sigríður Friðbjörn- dóttir, cn þátturinn hófst á viðtali við þær. Um alla heima do ocima Aðrir dagskrárliðir íslenzka sjón- varpsins þennan dag voru samtalsþátt- urinn „Um alla heima og geima" og sellóleikur Gunnars Kvarans. í sam- talsþættinum, sem var með talsvert nýstárlegu sniði, spjallaði Andrés Ind- riðason við sex námsmenn í Kaup- mannahöfn. og komu þar við sögu Nína Björk Elíasson, sem nemur tón- listarfræði við Hafnarháskóla, Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir, sem stundar nám í sálfræði, Sigurður Riehter, sem nemur náttúrufræði, Ásgeir Sigurðs- son, sem nemur veðurfræði, Eysteinn Pétursson, sem nemur eðlisfræði og Ólafur Gíslason, sem nemur málaralist við Kunstakademíuna. Meðan á samtali Andrésar og Ólafs stóð, dró Olafur upp mynd og ræddu þeir um listaverkið meðan það var í sköpun. Sýndi myndin hund, sem hafði bitið póst, en fyrir það fékk hinn fyrr- nefndi makleg málagjöld. Allir, sem tóku þátt í þessum sam- talsþætti, komu með mynd eða mál- verk með sér, sem þeir höfðu sjálfir gert. Öll listaverkin voru fest upp í salnum og áður en þættinum lauk, hlaut Ólafur það verkefni að geta sér til, hver hefði málað hverja mynd. í:í-:íií:íS og sér er svipmynd af sjónvarpsskerminum á sama andartaki, Næst ræddi Andrés við Sigurð Richtcr, og leit þá uppstillingin svona út. Ólafur Gíslason og Andrés Indriðason ræðast við.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.