Vikan


Vikan - 28.04.1966, Page 29

Vikan - 28.04.1966, Page 29
íslenzkir stúdentar á Hafnar- slóO Af öðrum þáttum, sem voru á dag- skrá íslenzka sjónvarpsins í Gladsaxe aðra daga, má nefna samtal Elíasar Elíassonar, formanns Stúdentafélags- ins í Höfn við Stefán Karlsson, for- mann íslendingafélagsins. Ræddu þeir um íslenzka stúdenta á Hafnarslóð fyrr og nú. Þá kom fram söngkvintett, sem ein- hverjum spégaur datt í hug að kalla „The Swinging Surtsey Singers"! Hús- mæðraþáttur var eitt sinn á dagskrá og var þá komið upp eldhúsi í heilu líki í upptökusalnum. Bakaðar voru forláta góðar rauðvínskökur og ung- verskt sígaunagúllas matreitt, sem all- ir fengu auðvitað að gæða sér á að upptöku lokinnil Sitthvað fleira var líka fyrir kven- þjóðina: tízkusýning og leiðbeiningar um blómaskreytingar. Þá var þáttur helgaður áhugamönnum um laxveiði, barnatími. spurningaþáttur, gítarleik- ur, danslagaþáttur, leikþáttur, þar sem hinn þekkti leikari Per Wiking kom við sögu, myndlistarþáttur og þáttur, er nefndist Tingluti, en þar kom fram hópur danskra þjóðlagasöngvara og dansara. Myndavél nr. 2 var staðsett fyrir fram- an skiltastatív og sýndi myndir til- heyrandi sögu Stúdentafélagsins ... ... en slíkum myndum var öðru hverju brugðið upp meðan á samtalinu stóð. ■O Þcssi mynd er tekin skömmu áður en upp- taka hófst á samtals- þætti Stefáns Karlsson- ar og Elíasar Eiíassonar um íslcnzka stúdenta í Kaupmannahöfn. Tvær myndavélar, númer 1 og 3, voru notaðar til að taka myndir af Stcfáni og Eliasi, og valdi stjórn- andinn myndir frá þeim til skipt- is til útscndingar. Myndavél nr. 1 tók allan timann myndir af Stcf- áni... ... og myndavél nr. 3 tók þessa mynd af Elíasi. ... og þannig birtist hann á skerminum. VIKAN 17. tbl. 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.