Vikan


Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 3

Vikan - 17.10.1968, Blaðsíða 3
r A K VIKU BRDS I ÞtSSflRI VIKU POSTURINN ......................... PARADÍS Á JÖRÐU í AUGUM UNGA FÓLKSINS SAGA FORSYTEÆTTARINNAR ............ FREMSTI HJARTASKURÐLÆKNIR í HEIMI .... VERTU SÆL, KONAN MÍN FYRRVERANDI... ÞEGAR LAKONÍA FÓRST ............... SÆLURÍKI FRÚ BLOSSOM .............. EFTIR EYRANU....................... SAGA BÍTLANNA ..................... ALÍSA ............................. BIs. 4 Bls. 8 BIs. 12 Bls. 14 Bls. 16 Bls. 18 Bls. 20 Bls. 22 Bls. 24 Bls. 32 VÍSUR VIKUNNAR: Tæpt er flest að treysta á tíminn spáir hörðu næðir kalt um nakin strá næturfrost í jörðu. Húmið leggst á heiðarbrún hætt er leit og göngum kalin engi og kalklaus tún kvíða vetri löngum. Villtum engin veita grið vegir snævi huldir og bændur landsins búa við börn og lausaskuldir. UK VIZKULIND VIKUNNAR- Því er líkt farið með hamingjuna og skuggann þinn. Þú get- ur ekki höndlað hana með því að elta hana. FORSÍÐAN: Alla dreymir um paradís, þótt ekki sé hún eins og sú, sem við sjáum á forsíðunni, en það er að sjálfsögðu hin uppruna- lega paradís í aldingarðinum Eden, þar sem Adam og Eva bjuggu í vellystingum, þar til bannsettur höggormurinn kom til sögunnar. En hvernig er paradís í augum unga fólksins nú á dögum? — Ungt fólk svarar því á bls. 10 og 11. VIKAN — ÚTGEFANDI: HILMIR HF. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meffritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaffa- maffur: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friffriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Auglýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 40,00. Áskriftarverð er 400 kr. ársfjórðungslega, eða 750 kr. misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrir- fram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst. A riUESTB „Lítt virðist íbúum þessara slóða gefið að hafa taumhald á skapi sínu. Á þessari stuttu ökuferð um borgina sáum við stráklinga tvo heyja einvígi með skyrpingum, mér sýnd- ist leikurinn fólginn í að hitta sem stærstum klatta hvor á annars andlit; þeir voru furðu hittnir pjakkarnir og sýndust engir nýliðar í þessum leik. Annar hafði þó sýnu betri að- stöðu því hann var sitjandi á asnakerru föður síns, en hinn hljóp á eftir, og með því að kerran var pallhá, varð hann að vega sig upp þegar hann hafði safnað saman í nægilega stórt skot. Faðir þess sem á kerrunni sat lét þetta afskiftalaust nema hvað hann formælti í sífellu og lét keyrið ganga á asnanum, sem lagði kollhúfur og fór sér í engu óðslega." I næsta blaði bregður VIKAN sér alla leið til Marokkó, og klausan hér að framan er ofurlítið brot úr ferðasögunni. Tildrög farar- innar eru þau, að efnt var til getraunar hér í Vikunni, þar sem aðalverðlaunin voru ferð fyrir tvo til Marokkó og viku- dvöl þar. Vinninginn hlaut Elín Tómasdóttir frá Sauðár- króki og fór hún ásamt vin- konu sinni, Steinunni Gísla- dóttur úr Vestmannaeyjum. Leiðsögumaður þeirra var Sigurður Hreiðar. Af öðru efni má nefna Átján stunda vinnudagur, þar sem segir frá danskri konu, sem eignaðist fjórbura fyrir rúmu ári. Þá verða nýju þætt- irnir Daglegt hellsufar og Mig dreymdi. Og síðast en ekki sízt ber að nefna hið vinsæla framhaldsefni okkar: Bítlana og Sögu Forsyte-ætt- arinnar. 41. tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.